Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
Stjórnendur rússnesku geimferða-
stofnunarinnar Roscosmos eru von-
góðir um að hin bandaríska systur-
stofnun, NASA, taki áður en langt
um líður til við að ferja geimfara til
Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS, á
ný, en síðan 2011, þegar Bandaríkja-
menn lögðu síðustu geimskutlu sinni,
hafa Rússar einir verið færir um að
flytja áhafnir til stöðvarinnar.
Í nóvember kvað við nýjan tón þeg-
ar bandaríska geimferjan Crew Dra-
gon hóf sig á loft og flaug að geim-
stöðinni og eygja Rússar nú von um
samninga milli þjóðanna á nýju ári,
um að deila áhafnaflutningum með
sér, eftir því sem rússneska frétta-
stofan Interfax greinir frá.
Forstjóri NASA í heimsókn
Dmitry Rogozin, forstjóri Ros-
cosmos, kveður málið hafa verið rætt
stjórnenda geimferðastofnananna í
millum auk þess sem talað var um
möguleikana á því að Rússar gætu
haldið áfram að sinna viðhaldi stöðv-
arinnar lengur en til ársins 2025, en
þangað ná núgildandi samningar.
Þrátt fyrir að stirðleikinn í sam-
skiptum risaveldanna hafi teygt anga
sína út fyrir lofthjúp jarðar segir
Rogozin, að um það hafi samist með
þeim Bill Nelson, forstjóra NASA, í
nýlegri Moskvuheimsókn hans, að
stofnanir þeirra sameinuðust um
kostnaðinn við rekstur Crew Dragon-
ferjunnar fyrri helming komandi árs.
Ekki er þó lengra síðan en í nóv-
ember, að bandarískir embættis-
menn brigsluðu Rússum um að stefna
Alþjóðlegu geimstöðinni í hættu með
geimrusli er þeir hefðu komið á spor-
baug um jörðu.
AFP
Geimskot Soyuz MS-20-flaug Rússa
leggur upp til ISS 8. desember.
Ræða áhafna-
flutninga NASA
- Rússar séð um samgöngur frá 2011
Norska lág-
gjaldaflugfélagið
Norwegian segir
allar líkur á
samdrætti í flug-
framboði félags-
ins eftir áramót-
in, að minnsta
kosti ef smitum
af völdum Ómík-
ron-afbrigðis
kórónuveirunnar
heldur áfram að fjölga í Noregi, en
í gærmorgun blasti talan 6.003 við
norskum fjölmiðlaneytendum, sem
voru nýsmit næsta sólarhrings á
undan, 860 fleiri en sama dag fyrir
viku.
„Við búum okkur undir afleið-
ingar í janúar og febrúar, það fer
eftir því hver framvinda mála
verður,“ sagði Geir Karlsen, for-
stjóri Norwegian, við norska
viðskiptavefmiðilinn E24 í gær.
Margir hyggist þó standa við
ferðaáætlanir sínar í sólina yfir há-
tíðirnar.
NOREGUR
Norwegian boðar
minna framboð
Norwegian býr sig
undir samdrátt.
Ellefu létust og í
gærkvöldi stóð
leit enn yfir að 25
manns eftir að
báti með um það
bil 50 farendur
(e. migrants) inn-
anborðs hvolfdi
undan strönd
Malasíu, en fólk-
ið var á leið frá
Indónesíu til Mal-
asíu án ferðaskjala eða annarra
pappíra. Að sögn Simons Templers
Lo Ak Tusa, yfirmanns siglinga-
mála í Johor-héraði í Malasíu, fékk
bátur farendanna yfir sig brotsjó
með fyrrgreindum afleiðingum.
„Fólk fer með bátum til Malasíu
og fjöldi slysa verður vegna þess að
lagt er af stað að næturlagi og kom-
ið á áfangastað að morgni,“ sagði
Tusa í gær og bað fólk lengstra
orða að notast við viðurkennd sam-
göngutæki á ferðalögum sínum til
Malasíu.
MALASÍA
Ellefu fórust á sigl-
ingu frá Indónesíu
Báturinn kominn
að landi í gær.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Nú hillir undir að kona muni í fyrsta
sinn í 176 ára sögu lögreglunnar í
New York fara með stjórn lögreglu-
liðsins, en þetta gerði nýkjörinn
borgarstjóri, Eric Adams, heyrum-
kunnugt á blaðamannafundi í gær-
morgun þar sem hann kynnti Keech-
ant Sewell til leiks sem næsta
lögreglustjóra borgarinnar. Adams
tekur formlega við embætti borgar-
stjóra 1. janúar af Bill de Blasio og
mun nýi lögreglustjórinn einnig taka
sér stöðu við sinn stjórnvöl á nýju
ári.
Vill bæta samskipti við íbúana
„Því lýkur í dag,“ sagði Adams á
fundinum eftir að hafa, sjálfur fyrr-
verandi yfirmaður í New York-lög-
reglunni, rætt um hlutskipti kvenna í
löggæslustörfum með augljósum lík-
ingum við íþróttakappleiki, þar sem
þeim væri oftar en ekki gert að „sitja
á bekknum“ og „aldrei leyft að taka
þátt í leiknum“.
Sewell, sem er tæplega fimmtug
og rekur uppruna sinn til Queens-
hverfisins, starfaði áður sem sátta-
semjari í gíslatökumálum í Nassau á
Long Island þar sem hún var enn
fremur fíkniefnalögregluþjónn. Hún
kveðst vel meðvituð um það blað,
sem brotið sé í sögu lögreglunnar í
New York með væntanlegri skipun
hennar, og hyggst leggja áherslu á,
að bæta samskipti lögreglunnar við
borgarbúa.
„Mér fylgja ný viðhorf, sem munu
tryggja að lögreglan líkist borginni
sem hún þjónar, og það ætlunarverk,
sem Adams borgarstjóri var að sýna
í verki, að greiða leið kvenna og þel-
dökkra að stjórnunarstöðum,“ sagði
Sewell er hún tók til máls á blaða-
mannafundinum í gær, en hún verð-
ur sjálf þriðji þeldökki lögreglustjóri
borgarinnar frá upphafi vega. Þá
ætli hún sér að skera upp herör gegn
ofbeldisglæpum, einkum og sér í lagi
þar sem skotvopn koma við sögu.
Á rétta braut á ný
Patrick Lynch, formaður stærsta
stéttarfélags lögregluþjóna í New
York, fagnaði ákvörðun nýja borg-
arstjórans og sagði tímabært að
koma lögreglunni og borginni á rétta
braut á ný, en nokkrar viðsjár voru
með lögregluliðinu og de Blasio, frá-
farandi borgarstjóra, og varð sú
uppákoma umtöluð sumarið 2017
þegar hundruð lögregluþjóna sneru
baki í borgarstjóra er hann hélt
ræðu við útför lögreglukonunnar
Miosotis Familia, sem vegin var úr
launsátri þar sem hún sat í merktri
lögreglubifreið.
Fyrst kvenna í tæp 200 ár
- Keechant Sewell verður lögreglustjóri í New York - Fyrrverandi sáttasemjari
í gíslatökumálum - „Mér fylgja ný viðhorf“ - Herör gegn skotvopnaglæpum
AFP
Lögreglustjórinn Sewell mun
stjórna 35.000 lögregluþjónum.
Jóhannes úr Kötlum hefði líklega
seint valið nafnið Paul Heinz Suar-
ez Gamarra á einn sinna nafntog-
uðu jólasveina í kvæðinu annálaða,
en hinum megin á hnettinum er það
hins vegar nafnið sem allir tengja
við jólasveininn. Gamarra þessi er
nefnilega landsþekktur í Perú fyrir
að bregða sér í gervið heimsþekkta
í desember og gleðja þjóðina með
ýmsum uppátækjum, svo sem að
færa ungum kórónuveiru-
sjúklingum á Villa Panamericana-
hótelinu í höfuðborginni Lima gjaf-
ir inn um glugga með aðstoð
slökkviliðs borgarinnar, sem lagði
körfubíl sinn góðfúslega til verks-
ins. Persónuleg þjónusta í sól og
blíðu og greinilega engin þörf á að
setja skóinn út í glugga í Suður-
Ameríku.
Suður-Ameríka
Perúbúar
fara ekki í
jólaköttinn
AFP