Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 VIÐTAL Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ís- félagsins í Vestmannaeyjum, hefur tekið á móti tveimur nýjum skipum, Álsey VE fyrr á árinu og í síðustu viku bættist fjórða uppsjávarskipið í flota félagsins, Suðurey VE. Byrjaði ungur að vinna hjá Hraðfrystistöð- inni hjá Sigurði Einarssyni. Hélt seinna til náms í rafmagnstæknifræði í Þýskalandi. Réð sig til Ísfélagsins þar sem Sigurður Einarsson var við stjórnvölinn eftir mikla uppstokkun í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum þeg- ar Hraðfrystistöðin og Ísfélagið sam- einuðust undir merkjum Ísfélagsins og Fiskiðjan og fleiri fyrirtæki runnu inn í Vinnslustöðina. Rafmagns- tæknifræðingurinn varð síðar út- gerðarstjóri þar sem hann hefur lifað tímana tvenna. „Sjálfur byrjaði ég í gamla Ísfélag- inu eftir grunnskóla 1980 og vann hefðbundin verkamannastörf,“ segir Eyþór en foreldrunum fannst ekki mikil framtíð í fiskvinnu. „Pabbi sannfærði Sigga Einars um að gera mig að lærlingi í rafvirkjun. Í ágúst 1981 byrjaði ég í FES-inu eins og bræðsla Hraðfrystistöðvarinnar var kölluð. FES-ið er og hefur verið sér- stakur vinnustaður. Mjög skemmti- legur og þessum árum voru 15 manns á vakt, alls 30 manns á átta tíma vökt- um. Byrjaði ekki vel, engin loðnuveiði á vertíðinni en því meira að gera í frystihúsinu.“ Margt brallað í FES-inu Loðnuvertíð á þessum árum stóð frá febrúar og fram í apríl. „Að vinna á vöktum allan þennan tíma var mik- ið fjör og maður kynntist mannskap sem seint gleymist. Erum enn að rifja upp sögurnar þegar við hitt- umst, Viðar Togga, Ási Friðriks, Guðgeir Matt, Bogi Sig verksmiðju- stjóri og Jónas á Múla, meistarinn minn, og margir fleiri. Allt flottir og skemmtilegir kallar.“ Og margt var brallað. „Við Ási er- um frumkvöðlar. Settum upp sjálfs- afgreiðsluverslunina Ásþór í kaffi- stofunni. Fullir bjartsýni eftir fyrstu vikuna og sáum fram á golfferð til Skotlands að vori. Enduðum með skuld upp á 20 þúsund kall hvor. Lögðum of mikið traust á vinnufélag- ana sem héldu að við værum að græða á framtakinu og slepptu að skrifa aðra hverja kókflösku. Í ljósi nýrra verslunarhátta er sjálfs- afgreiðsla ekki nýtt fyrirbrigði,“ seg- ir Eyþór og glottir. Til Þýskalands í nám Árið 1987 er stefnan tekin á nám í rafmagnstæknifræði, fyrst í Reykja- vík og í framhaldsnám í Þýskalandi. Átti von á að enda í Reykjavík en fékk vinnu hjá Ísfélaginu. „Seldi Sigga Einars þá hugmynd að ég gæti gert eitthvert gagn við tæknivæð- ingu fiskimjölsverksmiðjunnar og frystihússins. Honum fannst ástæða til að reyna það og við fluttum heim um haustið 1995.“ Stærstu verkefnin voru breytingar í átt að meiri sjálfvirkni og betri orkunýtingu auk innleiðingar á iðn- tölvukerfum. „Það var gaman að vera þátttakandi í því. Þegar sá fyrir endann á því varð bruninn í desem- ber 2000 þegar frystihús Ísfélagsins brann. Það voru næg verkefni fyrir tæknimann í uppbyggingunni sem þá fór í hönd,“ segir Eyþór sem bauðst staða útgerðarstjóra sumarið 2003. Sló til og hefur upplifað miklar breytingar á flotanum. „Útgerðarstjórastarfið var ekki það sem ég reiknaði með en þú kannt eitthvað og leitar aðstoðar í því sem þú kannt ekki. Það skemmtilega við útgerð er að ekkert ár er eins og þú ert að vinna með mörgum, oft stór- kostlegu fólki og miklar breytingar hafa orðið á flotanum. Skipin sem Ís- félagið átti þegar ég byrjaði voru öll farin 2013. Sá síðasti var Sigurður gamli, það mikla afla- og happaskip. Búið að endurnýja allan flotann með nýju skipunum, Heimaey og Sigurði, sem eru ævintýri hvort fyrir sig. Heimaey smíðuð í Síle og Sigurður í Istanbúl.“ Heimaey er nútímauppsjávarskip sem reynst hefur vel í alla staði. Nýr Sigurður kom 2014 og var enn öfl- ugri. „Þetta voru ánægjulegu verk- efnin en það gekk á ýmsu, eins og t.d. bruninn í Guðmundi í Póllandi 2006. Já, þetta er fjölbreytt og erfitt að fá leið á vinnunni. Fyrr en varir ertu komin í allt annað verkefni með nýju fólki,“ segir Eyþór og skipin hafa yngst, stækkað og eru fullkomnari á allan hátt. Vinnuaðstaðan stórbætt Sigurður gamli, aflahæsta skip ís- lenska flotans, var smíðaður 1960, Guðmundur var 1967 módelið, Harp- an frá 1977. „Íslendingar voru með vonlausan flota um aldamótin í sam- anburði við Norðmenn. Núna erum við með stór og öflug uppsjávarskip sem kæla aflann. Koma með þúsund tonna farma í toppgæðum eftir fjóra til fimm daga og hver einasta padda fer til manneldis. Nýju skipin okkar, Álsey og Suðurey, standast allar kröfur og eru nauðsynleg viðbót með stærri loðnukvóta og breyttri hegðun makríls.“ Staðan væri önnur ef þessara skipa nyti ekki við. „Við þurftum að sækja makrílinn langleiðina til Nor- egs í sumar og núna er heimasíldin 80 til 100 mílur vestur af Reykjanesi, veidd með trolli niðri við botn. Ekki hægt að ná henni í nót. Þetta hefði orðið síldarleysisár og engan makríl að fá hefðum við ekki átt þessi stóru og glæsilegu skip. Vinnuaðstaða og aðstaða sjó- manna nú og fyrir 15 til 20 árum er eins og svart og hvítt. Skipin vel búin á allan hátt og fara betur með menn. Um leið hækkar starfsaldur sjó- manna og er meðalaldur yfirmanna um sextugt á sumum bátunum. Menn entust ekki svona lengi á sjón- um hér áður,“ segir Eyþór sem hefur tekið á móti fyrstu loðnuförmunum á þessari vertíð. Sífellt ný verkefni með nýju fólki - Útgerðarstjórinn Eyþór Harðarson hefur lifað tímana tvenna í útgerðinni - Fjölbreytt starf og erfitt að fá leið á vinnunni - Floti Íslendinga vonlaus um aldamótin - Endurnýjun flotans stærsta verkefnið Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Skipakostur Eyþór tók á móti nýrri Suðurey VE 11 í síðustu viku. Sjálfsafgreiðsla Eyþór og Ási ráku verslunina Ásþór í FES-inu. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum # a ll ir ú ta ð le ik a 20% afsláttur af skíðapökkum Selásbraut 98, 110 Reykjavík, sími 419 7300, sportval.is Afurðaverð á markaði 15. des. 2021,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 466,80 Þorskur, slægður 411,90 Ýsa, óslægð 421,70 Ýsa, slægð 408,51 Ufsi, óslægður 184,02 Ufsi, slægður 216,29 Gullkarfi 123,72 Blálanga, óslægð 198,33 Blálanga, slægð 133,97 Langa, óslægð 251,14 Langa, slægð 271,78 Keila, óslægð 101,74 Keila, slægð 94,18 Steinbítur, óslægður 334,43 Steinbítur, slægður 489,08 Skötuselur, slægður 514,00 Grálúða, slægð 318,31 Skarkoli, slægður 622,79 Þykkvalúra, slægð 922,78 Langlúra, óslægð 16,00 Langlúra, slægð 286,00 Sandkoli, óslægður 155,19 Skrápflúra, óslægð 11,00 Blágóma, slægð 17,00 Bleikja, flök 1.790,00 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 1.334,67 Hlýri, óslægður 381,85 Hlýri, slægður 488,48 Lúða, slægð 776,57 Lýsa, óslægð 45,64 Lýsa, slægð 22,99 Maríuskata, slægð 10,00 Skata, slægð 12,00 Stórkjafta, slægð 213,00 Undirmálsýsa, óslægð 91,49 Undirmálsýsa, slægð 154,00 Undirmálsþorskur, óslægður 237,69 Undirmálsþorskur, slægður 190,79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.