Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
N1 hefur hætt innflutningi á for-
blandaðri dísilolíu með lífolíu af til-
tekinni gerð frá Noregi og er að
huga að öðrum íblöndunarefnum.
Vandamál hafa orðið með vélar dís-
ilbíla vegna óhreininda sem rakin
eru til íblöndunarefnisins og hafa
einhverjir eigendur dísilbíla orðið
fyrir verulegu tjóni.
Vegna regluverks frá Evrópusam-
bandinu sem innleitt var hér á landi
á sínum tíma þarf að blanda bensín
og dísilolíu með endurnýjanlegum
orkugjöfum. Það er gert með etanóli
í bensín og lífolíu í dísilolíu.
6-7 milljóna króna tjón
Vandræði hafa verið með óhrein-
indi sem safnast hafa upp í olíusíum
dísilbíla, einkanlega frá því í haust.
Hefur það valdið óþægindum og
aukakostnaði hjá eigendum, ekki síst
atvinnubíla, og í sumum tilvikum
verulegu tjóni.
Nefna má sem dæmi að einstak-
lingur þarf að fara með bílinn í dýra
viðgerð vegna óhreininda í olíusíu.
Þetta er sportjeppi af Volvo-gerð. Er
málið komið til kasta Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda og er verið
að setja það í ferli gagnvart olíufé-
laginu. Það gerir málið einfaldara að
eigandinn tekur alltaf olíu á sömu
bensínstöðinni.
Ferðaþjónustu- og flutningafyrir-
tæki hafa lent í verulegum vandræð-
um en einnig eigendur dísiljeppa.
Jón Kristinn Jónsson, framkvæmda-
stjóri Amazing Tours, segir að á
þriggja vikna tímabili í haust hafi
vélar þriggja Ford-bifreiða stöðvast
vegna þess að þær stífluðust og það
hafi leitt til þess að spíssarnir við vél-
ina hafi eyðilagst. Bílarnir þurftu að
fara sex sinnum á verkstæði á þess-
um tíma. Segir hann að Ford-vélarn-
ar virðist vera sérstaklega viðkvæm-
ar fyrir þessu en þó hafi borið á
vandræðum með einn af allmörgum
Mercedes Benz-bílum sem fyrir-
tækið rekur. Jón Kristinn áætlar að
beint tjón vegna viðgerða og vara-
hluta sé 6-7 milljónir. Hann segir að
vandræðin hafi verið rakin til tiltek-
innar bensínstöðvar og segir að
fyrirtækið sé í viðræðum við olíufé-
lag um skaðabætur. Hann tekur þó
fram að vandamálið sé ekki bundið
við eina stöð eða eitt olíufélag, önnur
dæmi sýni það.
N1 skoðar aðra lausn
Öll olíufélögin kaupa sömu for-
blönduðu dísilolíuna frá Equinor í
Noregi. Fjölver annast gæðaeftirlit
fyrir olíufélögin. Nokkrar óhreinar
olíusíur hafa verið skoðaðar á rann-
sóknarstofu fyrirtækisins. Glúmur
Jón Björnsson framkvæmdastjóri
segir að í óhreinindunum sé efnið
„steryl glucoside“ sem finnst meðal
annars í jurtaolíu. Það vandamál er
einnig þekkt í Evrópu að olíusíur
endast skemur vegna notkunar
jurtaolíu. Þess vegna hafa menn
beint sjónum að íblönduninni.
Rannsökuð eru sýni úr öllum olíu-
förmum sem koma til landsins og
hefur þetta efni ekki fundist í þeim.
Það hefur heldur ekki fundist í sýn-
um úr tönkum sem tekin hafa verið
af þessu tilefni. Glúmur Jón segir
hugsanlegt að þótt efnið sé undir
greiningarmörkum í eldsneytinu sé
ekki hægt að útiloka að það safnist
upp við ákveðnar aðstæður, til dæm-
is í kulda.
Hinrik Örn Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri N1, segir að fyrir-
tækið hafi vegna ábendinga frá við-
skiptavinum ákveðið að hætta að
flytja inn umrædda forblönduðu dís-
ilolíu sem kölluð er B7 á fagmáli.
„Við höfum flutt inn B7 aðeins til að
uppfylla skilyrði í reglugerð Um-
hverfisstofnunar og ESB um gæði
eldsneytis sem kveður á um að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda um
6% á ári,“ segir Hinrik.
Hann segir að verið sé að skoða
aðra lausn sem fullnægi kröfum
stjórnvalda um 6% blöndun lífdísil-
olíu og standist veðurskilyrði hér á
landi.
Hætta að flytja inn blandaða dísilolíu
- Eigendur dísilbíla hafa lent í vandræðum og kostnaði vegna óhreininda sem safnast upp í olíusíum
bílanna og eyðileggja spíssa - Talið líklegast að jurtaolía sem notuð er til íblöndunar sé skaðvaldurinn
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ræktun Repjuolía er notuð til íblöndunar í dísilolíu. Hér á landi eru gerðar
tilraunir til ræktunar í þeim tilgangi en í litlum mæli hingað til.
Fjárfestirinn Ardian France SA,
sem hyggst kaupa Mílu ehf., er sem
slíkur ekki talinn fela í sér ógn við ör-
yggi landsins. Þetta er niðurstaða
starfshóps fjögurra ráðuneyta sem
ríkisstjórnin fól að afla upplýsinga
um viðskiptin. Það var gert til að
meta hvort þau fælu m.a. í sér ógn
við öryggi landsins.
Samningur milli vísinda-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra, fyrir hönd
íslenska ríkisins, og Mílu ehf. um
kvaðir vegna þjóðhagslega mikil-
vægra fjarskiptaneta Mílu í sam-
ræmi við áherslur stjórnvalda hefur
verið undirritaður. Ríkisstjórnin
samþykkti samninginn 14. desem-
ber. Í honum eru atriði er varða við-
skiptahagsmuni Mílu og verður hann
því ekki gerður opinber, að sögn
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytisins og atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Stjórnvöldum gefst tími til að lög-
festa almenn ákvæði er varða þær
kvaðir sem Míla undirgengst í samn-
ingnum á gildistíma hans.
Samið um kvaðir
vegna neta Mílu
- Kaupandi ógnar ekki öryggi landsins
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég uppgötvaði þaraböðin þegar ég
bjó úti á Álftanesi fyrir rúmum ára-
tug og þessi hug-
mynd hefur ekki
látið mig í friði
síðan,“ segir Bogi
Jónsson athafna-
maður. Félag á
hans vegum fékk
á dögunum út-
hlutaðar fimm
milljónir króna úr
Uppbyggingar-
sjóði Suðurnesja
til uppbyggingar
glæsilegrar heilsulindar við sjávar-
síðuna í Garði. Verkefnið ber heitið
Mermaid – Geothermal Seaweed
Spa og hefur verið á teikniborðinu í
nokkur ár.
Áætlaður kostnaður við uppbygg-
inguna er 1,3 milljarðar króna og
segir Bogi að líkja megi stærð
Mermaid við Kraumu í Borgarfirði
eða Fontana á Laugarvatni. „Við
stígum mjög varlega til jarðar og all-
ar áætlanir gera ráð fyrir að þó að
það kæmi annar heimsfaraldur þá
myndi reksturinn ganga á inn-
lendum ferðamönnum,“ segir hann
en gert er ráð fyrir að hjá Mermaid
muni starfa um 45 manns auk þess
sem starfsemin muni leiða af sér
fjölda annarra starfa og styðja við
fjölbreytta starfsemi á svæðinu.
Bogi er mörgum kunnur af veit-
ingarekstri frá fyrri tíð. Hann hefur
síðustu ár verið búsettur á Garð-
skaga og sér mikil tækifæri þar. Á
Mermaid er stefnan að bjóða upp á
sérhæfðar heilsu- og vellíðunar-
meðferðir á borð við þaraböð, jurta-
gufuböð, hefðbundin gufuböð, nudd,
hvíldarsvæði, heita potta og laugar.
Þar verður einnig rekinn róman-
tískur sjávarréttaveitingastaður
undir asískum áhrifum.
„Þaraböðin verða okkar sérstaða
en þau hafa mjög slakandi og góð
áhrif á líkamann, maður verður allur
silkimjúkur eftir þau. Þaraböðin
hafa líka verið notuð sem lækninga-
meðferð í gegnum tíðina, til dæmis
fyrir fólk með exem og þurra húð,“
segir Bogi.
Hann segir jafnframt að mikið
hafi verið lagt í hönnun mannvirk-
isins sem verður alls 1.200 fermetrar
auk úti- og laugasvæðis. „Það verður
mikil upplifun út af fyrir sig,“ segir
Bogi en öll hönnun og umgjörð
Mermaid mun byggjast á strand-
menningu svæðisins og kallast á við
stórbrotið umhverfið á Garðskaga
þar sem sögufrægir vitar standa við
ströndina og leifar strandaðra skipa
bera mikilli örlagasögu vitni og
minna á óblíð öfl náttúrunnar, að
sögn frumkvöðulsins.
Viðræður við fjárfesta
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ
hafa skrifað undir viljayfirlýsingu
við fyrirtækið um að ráðast í skipu-
lagsvinnu og í framhaldi hennar út-
hlutun lóðar undir starfsemina.
Fram undan er vinna við tæknilega
útfærslu þarabaða og jurta-
gufubaða. Þá eru viðræður við
mögulega fjárfesta að hefjast. „Við
erum nýlega byrjuð að þreifa á þeim
og okkur hefur verið vel tekið. Þetta
er búið að vera barnið manns í ansi
langan tíma svo maður er að leita að
rétta fjárfestinum, einhverjum með
farsæla reynslu og tengingu í ferða-
þjónustuna.“
Mermaid Heilsulind Boga verður um 1.200 fermetrar auk úti- og laugasvæðis. Veitingastaður verður í næsta húsi.
Bogi vill byggja upp
þaraböð við Garðskaga
- Ný og glæsileg heilsulind gæti kostað 1,3 milljarða króna
Bogi
Jónsson