Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
✝
Karl Ásgríms-
son fæddist á
Borg í Miklaholts-
hreppi 14. mars
1935. Hann lést á
Landspítala Foss-
vogi 8. desember
2021.
Foreldrar hans
voru Anna Stef-
ánsdóttir, f. 21.1.
1897, d. 24.9. 1967
og Ásgrímur Þor-
grímsson, f. 16.9. 1895, d. 25.8.
1983.
Karl var yngstur af 7 systk-
inum. Þau voru: Soffía, f. 22.3.
1917, d. 11.4. 2004, Stefán, f.
28.11. 1919, d. 27.5. 1981, Ósk,
f. 12.11. 1921, d. 1.2. 2002,
Ágúst, f. 10.3 1924, d. 19.5.
2002, Inga, f. 24.11. 1927, d.
16.7. 2008, Halldór, f. 3.8.
1931, d. 6.10. 1998.
Þann 17. júní 1958 kvæntist
Karl Sigríði Gústavsdóttur, f.
13.2. 1940. Þau skildu. Börn
þeirra eru:
1) Gústav Adolf, f. 16.4.
1960, kvæntur Hugrúnu Olgu
Guðjónsdóttur. Synir hans frá
2) Arnar Rúnar Marteins-
son, f. 20.1. 1964. Börn hans
eru Marteinn, Daði, Máni,
Emma Sóley, Glódís Birta og
Aron Kári.
3) Soffía Dröfn Marteins-
dóttir, f. 20.6. 1965. Börn
hennar eru Gabríela og Ró-
bert.
Karl ólst upp í foreldrahús-
um, við almenn störf í sveit-
inni. Frá 1958 til 1967 var
hann umsvifamikill í mjólkur-
og vöruflutningum á Snæfells-
nesi með fjóra flutningabíla og
17 manna rútu, auk búslóða-
flutninga víðsvegar um land.
Síðar flutti hann til Reykjavík-
ur og starfaði um tíma hjá
S.V.R. uns hann fékk atvinnu-
leyfi til leigubílaaksturs og
starfaði við það, að hluta, til
1996. Þann 14.3. 1985 hóf hann
störf hjá Sparisjóði vélstjóra,
sem áttu að vera tímabundin.
Það vatt upp á sig og urðu ár-
in hans þar alls 22 og hálft, en
þá lét hann af störfum, orðinn
72ja og hálfs árs.
Útför Karls fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 16. des-
ember 2021, kl. 13.
Hlekkir á streymi:
https://fb.me/e/2g3fr8Yp0
https://www.mbl.is/andlat
fyrra hjónabandi
eru Sigurkarl,
Guðfinnur og
Andri.
2) Drengur f.
11.10. 1962, d.
11.10 1962.
3) Drengur f.
16.3. 1964, d. 17.3.
1964.
4) Þóra Sigríð-
ur, f. 27.8. 1969.
Börn hennar eru
Sóley, Birta Rós, Íris Ósk og
Ernir Þór, Ívarsbörn.
5) Ásgrímur Karl, f. 5.8.
1976, kvæntur Marcelu Karls-
son. Börn þeirra eru Noah og
Emanuel.
Þann 14.3. 1998 kvæntist
Karl eftirlifandi eiginkonu
sinni, Kristínu Oddbjörgu Júl-
íusdóttur, f. 1.1. 1941, en
höfðu þá búið saman frá 1988.
Börn hennar frá fyrra hjóna-
bandi eru:
1) Júlíus Guðjón Marteins-
son, f. 17.6. 1960, kvæntur
Telmu Hólm Másdóttur. Börn
þeirra eru Daníel, Sunna Sif
og Sandra Kristín.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Elsku pabbi, þú ert og verður
ávallt með okkur.
Gústav Adolf og Hugrún
Olga, Þóra Sigríður,
Ásgrímur Karl og Marcela.
Söknuður og minningar
streyma.
Hann er fluttur í sumarlandið
og verður þar umvafinn vinum,
frændum, systkinum og ætt-
mennum. Vistinni meðal manna
er lokið eftir viðburðaríka ævi
sem hefur örugglega verið
skemmtileg, þótt tregabundin
augnablik hafi komið upp, eins og
lífið býður upp á. Hann var
frændrækinn, vinamargur og
fylgdist með því sem var að ger-
ast hjá háum sem lágum. Hann
bjó að því að hafa verið íþrótta-
maður á yngri árum og kappsem-
in og sterkur viljinn fylgdu hon-
um. Það var ekkert dregið af sér
fyrr en að verki loknu. Hann
hafði sterka framkomu og átti
hjá sér þessa skemmtilegu reisn
sem einkenndi alla tíð systkinin
frá Borg í Miklaholtshreppi.
Mér þótti vænt um þennan
frænda minn og minningarnar
eru margar enda samgangurinn
talsverður þar sem þeir Kalli
frændi og faðir minn áttu langa
samleið í gegnum lífið, enda
skildu aðeins tvö ár á milli þeirra.
Annar fæðist á Borg, hinn á
næsta bæ, Gröf, og þar á milli var
stöðugur samgangur. Þeir
keyrðu mjólkurbíla, leigubíla og
rútur í fjöldamörg ár. Seinna var
farið í útilegur og sitthvað brall-
að í þeim, já sumt er best geymt í
huganum.
Seinna eftir að ég fór að verja
meiri tíma í sveitinni okkar
fylgdist hann vel með því sem ég
var fást við og rétt nýlega falaði
ég hjá honum ljósmynd – sem ég
vissi að hann átti eftir öll ferða-
lögin, til að útfæra eina hug-
myndina sem er í vinnslu. Hann
þurfti að vita hvernig veðrið var,
færðin, skyggnið, heyskapur
o.s.frv. og maður kom sjaldnast
að tómum kofunum þegar spurt
var um það liðna. Velvildin að
leysa hvers mann vanda var hon-
um í blóð borin og það var gott að
eiga hann að. Kalli frændi var
virkur á Facebook og maður er
strax farinn að sakna „lækanna“
og „commentanna“. Síðasta
færslan hans voru myndir sem
hann sendi mér af bílunum sínum
sem hann átti á meðan hann bjó í
Gröf, um leið og hann spurði um
snjóinn í fjöllunum. Góð minn-
ing.
Heimili þeirra hjóna á Strik-
inu var stórglæsilegt og einstakt
að koma þar við, móttökurnar
hlýjar og viðgjörningurinn –
maður lifandi!! Þaðan fór örugg-
lega enginn svangur en allir
þakklátir og glaðir. Síðustu tvö
árin hafa þó verið erfið til heim-
sókna.
Ég vil senda Oddbjörgu eig-
inkonu hans, Sigríði, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur. Þessi
dáðadrengur mun lengi verða í
hugum okkar. Minningin um
Kalla frænda mun lifa.
Valgarð S. Halldórsson
Fyrstu minningar mínar af
Kalla móðurbróður mínum eru
frá mjólkurferðum í sveitirnar,
ég fékk að sitja í, það var stopp-
að á nær öllum brúsapöllum til
að taka brúsana frá bændum,
skilja eftir póst og pakka. Þá
bjuggu frændi og fjölskyldan í
Gröf og hann þjónustaði sveit-
irnar á sunnanverðu Nesinu að
stórum hluta með vöruflutninga
í mörg ár. Blái og hvíti bílaflot-
inn vakti alltaf mikla athygli
enda vel hugsað um hann, vinnu-
harkan og dugnaðurinn voru
einstök.
Síðan lá leiðin til Reykjavíkur
vorið 1967 og Kalli gerðist leigu-
bílstjóri á gljáfægðum drekum í
mörg ár, Chevrolet Impala eða
Oldsmobile númer 75 á Bæjar-
leiðum og bílnúmerið R-7049.
Ungur sveitadrengur á hvít-
botnuðum gúmmískóm var heill-
aður af þessum gæðaflokki bíla
hjá Kalla frænda enda bara um-
gengist blæju Willys og 5-7
kinda Land-Rover.
Árin hans í Sparisjóði vél-
stjóra voru honum mikil gæfa,
allir elskuðu hann og þar fann
hann sig vel alla tíð til starfs-
loka.
Það var alla tíð mikill glæsi-
leiki yfir frænda, þegar hann var
ungur var hann frækinn íþrótta-
maður, glímumaður góður og
fleira. Þeir voru glæsilegir á velli
bræðurnir frá Borg, þessir góðu
íþróttamenn sem sópuðu að sér
verðlaunum hér á árum áður.
Systurnar hvöttu þá til dáða enda
var systkinahópurinn alla tíð
mjög samrýndur og var sveit
sinni og héraði til sóma hvar sem
farið var. Nú er þessi eldri systk-
inahópur frá Borg allur kominn
yfir móðuna miklu og Kalli
frændi sá síðasti sem kveður.
Kalli ólst upp við mikinn aga
og dugnað hjá foreldrum sínum á
Borg, sem voru amma mín og afi.
Þar urðu allir að læra að vinna og
Kalli var natinn og mjög laginn
við öll bústörf, smali góður eins
og sagt var. Ég minnist góðra
heimsókna hans í sveitina, í rún-
ingu á vorin og heyskap á sumr-
in. Það var ekki talið eftir sér að
skreppa í sveitina og hjálpa til á
öllum tímum ársins. Einkum
man ég eftir því þegar farið var í
Arnarhólsrétt á haustin og morg-
uninn eftir í göngur í Austurfjall-
ið og samdægurs réttað í Lang-
holtsrétt fjölda fjár úr sveitinni.
Heimsókn til þeirra hjóna,
Obbu og Kalla, á Strikið var ein-
stök upplifun, þau héldu svo vel
utan um alla sína fjölskyldu og
vini. Samheldni þeirra, glæsi-
leiki, ást og virðing við hvort ann-
að snerti mann alltaf.
Þessi fátæklegu orð mín eru
bara þakklætisvottur til elsku-
legs frænda sem var alltaf svo
hlýr og tryggur og reyndist okk-
ur öllum, foreldrum mínum sál-
ugu, systkinum mínum og dætr-
um og fjölskyldunni allri svo vel.
Hlutirnir gerðust hratt í hans
veikindum, við vonuðum alltaf að
við fengjum hann aftur til baka,
en nú verður ekkert úr Kanar-
íeyjaferðinni þeirra sem plönuð
var fyrir jólin.
Á stundu sem þessari leitar
hugurinn til barnabarna og fjöl-
skyldu Kalla í Noregi og Banda-
ríkjunum. Góður guð veiti þeim
styrk á erfiðri stundu.
Elsku Oddbjörg mín, Gústav,
Þóra og Ási, Júlli, Arnar og
Soffía, ég votta ykkur og fjöl-
skyldum ykkar mína dýpstu sam-
úð og bið alla heimsins engla að
vaka yfir ykkur.
Elsku frændi, þú varst ein-
stakur, takk fyrir allt og allt.
Minning þín lifir með mér um
aldur og ævi.
Auðunn Pálsson frá Borg.
Kalli frændi hefur nú kvatt,
síðastur systkinanna frá Borg.
Við bróðurbörn hans frá Minni-
Borg minnumst hans með hlýju
og þakklæti.
Við munum ekki öll eftir þeim
tíma þegar Kalli bjó í Gröf, næsta
bæ við æskuheimili okkar. En við
minnumst öll heimsókna hans
eftir að hann var fluttur suður og
Gústav frændi, sonur hans, í sveit
hjá okkur. Kalli var, eins og
raunar öll systkini pabba, snar
þáttur af æsku okkar.
Utanlandsferðir voru fátíðar
heima í sveitinni þegar við vorum
börn en Kalli færði útlöndin til
okkar í myndformi með slæds-
mynda- og kvikmyndasýningum í
kjölfar utanferða. Ógleymanleg
er sýning í stofunni á Borg þar
sem sýnt var nautaat sem hann
filmaði á Spáni. Nautið féll í þess-
um ójafna leik en stóð strax upp
aftur. Þetta vakti hroll þeim okk-
ar sem voru ekki nógu gömul til
að sjá í gegnum tæknibrellu
Kalla því oft lágum við í felum
undir vegg eða á húsþaki og
fylgdumst með því þegar nauti
var slátrað heima. Hvað ef þetta
gerðist í næstu slátrun?
Þegar við fórum suður í skóla,
og það á einkum við um okkur
systur, nutum við gestrisni Kalla
og Dirrýjar í Skipholtinu, og gát-
um jafnvel lagt þeim örlítið lið,
eins og Helga, sem passaði
stundum Ása Kalla. Og alltaf var
Kalli boðinn og búinn að skutlast
með okkur út um allan bæ í leigu-
bílnum.
Kalli var litríkur persónuleiki
með sterka nærveru enda hefur
oft komið fyrir að við systkini
hittum fólk sem man hann frá
fyrri tíð, frá bílstjóraárunum í
Gröf eða síðar. Glaðværð ein-
kenndi Kalla umfram annað þótt
hann hafi upplifað sinn skerf af
mótlæti í lífinu. Húmorinn var
aldrei langt undan. Sjálfur sagði
hann yfir kaffibolla fyrir fáeinum
árum að hann væri löngu hættur
að svekkja sig á því sem miður
hefði farið.
Kalli og Obba voru hamingja
hvort annars. Þau kunnu að
njóta lífsins í hinu smáa og stóra.
Þau ferðuðust bæði utanlands og
innan og nutu hvors tveggja,
glamúrsins á skemmtiferðaskip-
um og þess að sitja í aðalblá-
berjabrekku með fötur fullar af
berjum í sultur og saft.
Kalli var ættrækinn eins og
sást vel á Facebook þar sem
hann sendi frændfólki sínu ávallt
fallegar kveðjur á afmælisdög-
um. Og hann vildi leggja fólkinu
sínu lið. Þannig komu þau Obba í
sauðburð til foreldra okkar
nokkur vor til að létta undir með
þeim síðustu búskaparárin, enda
pabbi þrotinn að heilsu langt fyr-
ir aldur fram.
Við munum sakna þess að
hitta ekki Kalla aftur í einhverri
veislunni í ljósbláu sparifötunum
sínum eða í Hawaii-skyrtunni
með stráhattinn; heyra hlátur-
inn, sjá andlitið, hendurnar – allt
sem minnti svo á pabba og tíma
sem nú er með öllu horfinn.
Við sendum elsku Obbu,
frændsystkinum okkar Gústav,
Þóru og Ása og fjölskyldum
þeirra, og öðrum ástvinum Kalla
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Helga, Erla Hulda,
Ásgrímur og
Guðjón Halldórsbörn.
Ég vil með nokkrum orðum
minnast sómamannsins Karls
Ásgrímssonar.
Karl, eða Kalli eins og hann
var ævinlega kallaður, hóf störf
hjá Sparisjóði vélstjóra þann 14.
mars 1985 sem reyndar var
fimmtugasti afmælisdagur hans.
Hann starfaði síðan hjá spari-
sjóðnum út starfsævina.
Störf hans fólust í hverskonar
útréttingum fyrir sparisjóðinn
svo sem fjármunaflutningum,
samskiptum við Seðlabankann,
útibú sparisjóðsins, póstinn og
fleira. Sparisjóðurinn efldist með
hverju árinu og starf Kalla jókst
að sama skapi. Hann annaðist
hverskonar kaup á tækjum og
aðföngum og gætti hagsmuna
sparisjóðsins í hvívetna. Frábær
„sendiherra“ sparisjóðsins og af-
ar laginn í samskiptum við fólk.
Snyrtimennska, heiðarleiki og
dugnaður einkenndu Kalla.
Traustari starfsmaður var vand-
fundinn. Kalli var félagslyndur
og vinsæll meðal starfsmanna
sparisjóðsins og tók hann alla tíð
virkan þátt í félagsstarfi þeirra.
Fyrir nokkrum dögum átti ég
spjall við Kalla og sagði hann
mér þá að hann og hans góða
kona, Oddbjörg, hygðu á ferð til
Kanaríeyja og ætluðu að dvelja
þar um jólin. Enginn ræður sín-
um næturstað og nú hefur Kalli
lagt upp í þá ferð sem liggur fyr-
ir okkur öllum.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Kalla vináttu og tryggð og sendi
ástvinum hans samúðarkveðjur.
Hallgrímur Jónsson.
Okkur spilafélögunum er bæði
ljúft og skylt að minnast með ör-
fáum orðum vinar okkar Karls
Ásgrímssonar. Mín fyrstu kynni
af Kalla voru í Sparisjóði vél-
stjóra árið 1996 og strax tókst
með okkur góður vinskapur. Það
ríkti engin lognmolla í kringum
Kalla. Hann var orkubolti, uppá-
tækjasamur, ávallt hress og kát-
ur, reiðubúinn að veita hjálpar-
hönd og harðduglegur.
Kalli hafði gaman af því að
spila svo hann stofnaði spila-
klúbb í sparisjóðnum sem fékk
nafnið Spilaklúbbinn Smárinn.
Fyrst vorum við þrír í klúbbnum
og spiluðum rommý í hádegis-
hléinu okkar. Svo fjölgaði spila-
félögum og þá var spilaður kani,
stundum á tveimur borðum í
kjallara sparisjóðsins í Borgar-
túni. Gæðastundir þessar í hádeg-
inu leiddu svo af sér að við spila-
félagarnir fórum að hittast með
reglubundnum hætti utan vinnu-
tíma til að spila og eiga góðar
stundir saman og var þá jafnan
efnt til mikilla veisluhalda. Kalli
naut sín vel í þessum félagsskap
og var hrókur alls fagnaðar, eins
og honum var einum lagið. Hann
tók stöðu sína í klúbbnum alvar-
lega, enda var hann foringi hóps-
ins, stofnandi, eigandi og stjórn-
andi. Hann skipulagði
spilaviðburðina og stýrði þeim,
úthlutaði verkefnum, tók myndir
og skrásetti, sá um að útvega
verðlaunagripi og afhenti þá sig-
urvegurum. Hann hélt minnis-
bækur um spilaviðburðina en í
þeim eru öll úrslit færð til bókar
og þar má sjá fjölda mynda sem
Kalli tók frá skemmtilegum sam-
verustundum. Til gamans má
segja frá því að samviskulega hélt
hann aðalfund spilaklúbbsins
hvert ár sem bar ávallt upp á að-
fangadag jóla klukkan 17. Hann
einn sat fundinn og voru niður-
stöður hans, ásamt uppfærðum
reglum klúbbsins, svo sendar
klúbbfélögum í tölvupósti rétt áð-
ur en jólin gengu í garð. Enginn
gat haggað úrskurðum og ákvörð-
unum Kalla. Já, það eru margar
skemmtilegar stundir sem hægt
er að minnast í kringum Kalla og
Spilaklúbbinn Smárann eins og
frá þorrablótum okkar, sumarbú-
staðaferðum og spilakvöldum í
heimahúsum spilafélaga. Makar
okkar tóku stundum þátt í gleð-
skapnum og treysti það enn betur
vináttubönd hópsins sem ljúft er
að minnast.
Við spilafélagarnir erum þakk-
látir fyrir að hafa kynnst Kalla, og
Obbu konu hans, sem við vottum
okkar dýpstu samúð. „Höfðinginn
er fallinn,“ sagði Bragi vinur
minn og spilafélagi þegar hann
tilkynnti mér andlát vinar okkar.
Höfðinginn, það eru orð að sönnu,
Kalli var sannkallaður höfðingi.
Blessuð sé minning hans.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
F.h. Spilaklúbbsins Smárans,
Ragnar Z. Guðjónsson.
Með Obbu og Kalla áttum við
margar ánægjulegar samveru-
stundir og voru þau dugleg að
heimsækja okkur og eins að bjóða
okkur hjartanlega velkomin boðin
sem óboðin. Þau voru ótrúlega
dugleg að kalla á okkur í mat, þá
naut Kalli sín vel við grillið og
Obba sá um meðlætið, sælkera-
matur á borðum.
Þau hjónin voru einkar sam-
hent og gengu út frá mottóinu að
maður er manns gaman.
Kalla þótti vænt um fjölskyldu
og samferðamenn, kom það fram í
allri hans framkomu. Það var allt-
af einlægur léttleiki yfir tilver-
unni í návist Kalla, sem sló ætíð á
létta strengi og elskaði lífið. Var
alltaf að plana ferðalög, sem bæði
urðu mörg innanlands sem utan,
og síðan bara að rækta heimilið
og fólkið.
Kalli lifir með okkur áfram í
minningunni um góðan dreng sem
lét sig aðra varða. Hann bar með
sér hina sönnu íslensku
sveitagestrisni, þar var aldrei
nein yfirborðsmennska.
Enginn veit hvar hann dansar
næstu jól. Þau hjónin höfðu skipu-
lagt ferð til Tenerife yfir jól og
áramót og lengur. Ein ferð í við-
bót við fjölmargar vel heppnaðar
ferðir í sólina. Stoltur sýndi Kalli
okkur myndir af þeim hjónum,
sem alltaf litu út eins og turtil-
dúfur, hamingjusöm og afslöppuð
og nutu virkilega dvalarinnar í
sólinni.
Við biðjum góðan Guð að
styrkja Oddbjörgu í hennar mikla
missi og vottum aðstandendum
öllum innilega samúð.
Guðný og Helmuth
Alexander.
Karl Ásgrímsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
bróðir og frændi,
SIGURJÓN STEFÁNSSON,
Sjonni,
flugstjóri frá Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
sunnudaginn 5. desember. Útför hans fer fram frá
Norðfjarðarkirkju föstudaginn 17. desember klukkan 14. Hlekk á
streymi útfarar má nálgast á facebooksíðu Norðfjarðarkirkju
https://www.facebook.com/nordfjardarkirkja.
Þeim sem vilja minnast Sigurjóns er bent á Hollvinasamtök
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Hörður Steinar Sigurjónsson Sólveig Friðriksdóttir
Christine Stefansson Pfeiff Gary C. Kagelmacher
Karina Stefansson Sebastian Carnelli
systkini, barnabörn
og aðrir aðstandendur Sjonna
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.