Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 ✝ Bragi Sig- urjónsson var fæddur 17. júní 1936 á Geirlandi við Suðurlandsveg. Hann lést 25. nóv- ember 2021. Foreldrar hans voru Sigurjón Ólafsson bílstjóri og bóndi Geirlandi, 1898-1964, og Guð- rún Ámundadóttir húsfreyja þar, 1896-1972. Yngstur átta systkina, þau eru: Unnur, 1923-1987, Anna 1925- 2003, Svava 1927-1985, Ólafur Geir 1928-1996, Helga Marín 1930-2016, Sigrún 1931-2017 og Fanney 1934. Bragi kvæntist 20. júní 1959 Ragnheiði Dórótheu Árnadótt- ur, f. 1. september 1939. For- eldrar hennar voru Árni Kr. Hansson 1907-2006 og Helga Tómasdóttir 1908-1990 sem bjuggu lengi í Kópavogi. Bragi og Ragnheiður eign- uðust fimm börn. 1. Árni Brynj- ar, f. 1959, kvæntur Þuríði Ket- ilsdóttur. Börn þeirra: a) Ketill Gauti, f. 1988, kvæntur Ástu Petrínu Benediksdóttur og þeirra börn Benedikt Árni og Brynhildur Þurý. b) Bragi Heið- ar, f. 1994, unnusta hans er Kar- lotta María Þrastardóttir. c) Ólafur Geir, f. 1996, kvæntur ræktarfélagi Reykjavíkur þar til hann hóf nám í bifvélavirkj- un. Vann á verkstæði Stræt- isvagna Reykjavíkur sem sveinn í bifvélavirkjun. Þá hóf hann störf í Áhaldahúsi Kópavogs og varð þar síðast verkstæð- isformaður. Vann síðan á Bif- reiðaverkstæði Kr. Kristjáns- sonar sem verkstæðisformaður. Árið 1965 kaupir hann sér vöru- bíl og gerist félagi í Vörubíl- stjórafélaginu Þrótti 1966. Þar var hann virkur félagi til ævi- loka. Sat í stjórn Þróttar 1971- 72, formaður Þróttar frá 1984- 1993. Formaður Landssamband vörubifreiðastjóra 1987-1990. Árið 1973 festa þau hjónin kaup á húsnæði sem áður hýsti Áhaldahús Kópavogs og stofn- uðu Bifreiðaverkstæðið Kamb. Þar var rekið bifreiðaverkstæði um skeið en jafnframt var fyrir- tækið með vörubíla- og vinnu- vélaútgerð. Með tímanum tók sú útgerð alveg yfir og varð at- vinna Braga eftir það og rak hann fyrirtæki sitt Kamb til æviloka. Síðustu 20 árin var fyrirtækið með aðsetur á Geir- landi. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap í Kópavogi, í Bræðratungu 2, í Birkigrund 63 og fluttu árið 2001 að Geirlandi í nýtt hús sem þau byggðu þar. Útför Braga verður gerð frá Kópavogskirkju, í dag, 16. des- ember 2021, klukkan 13. Hlekkir á streymi: https://youtu.be/L64lhiYVK_M https://www.mbl.is/andlat Stefaníu Önnu Vil- hjálmsdóttur, synir þeirra Aron Heiðar og Stormur Emil. d) Ragnheiður, f. 1998. 2. Helga Björk, f. 1963. Sam- býlismaður hennar er Friðrik Örn Eg- ilsson og sonur þeirra Ísak Örn, f. 2006. 3. María, fædd andvana 1970. 4. Sigurjón Rúnar, f. 1972, kvæntur Sigrúnu Sveinbjörns- dóttur. Börn þeirra: a) Heiða Rún, f. 1998, unnusti hennar Konráð Axel Gylfason, b) Arnar Máni, f. 2002, c) Lilja Rún, f. 2008. 5. Guðrún Hlín, f. 1979, fyrrverandi eiginmaður Narfi Ísak Geirsson og þeirra börn, a) Brynjar Ingi, f. 2007, b) Dórót- hea Lind, f. 2011, c) Jón Bragi, f. 2015. Ragnheiður lést 23. maí 2013. Bragi ólst upp á fjölmennu heimili á Geirlandi. Sótti barna- skóla í Mýrarhúsaskóla og Aust- urbæjarskóla. Lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1958 og hlaut meistararéttindi 1962. Hans fyrsta starf var að aðstoða föður sinn, eldri bróður og fleiri við að girða Heiðmörkina á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur árin 1947-49. Vann hjá Skóg- Það eru forréttindi að eiga föður sinn á lífi og vera sjálfur kominn yfir sextugt. Það er samt erfitt að kveðja núna. Það er ekki síst fyrir það að pabbi var svo virkur og fylgdist vel með öllu fram á sína síðustu daga. Líkaminn var orðinn lúinn eftir langt ævistarf en hug- urinn var í fullu fjöri. Við vorum um margt ólíkir feðg- ar og okkar helstu áhugamál ekki þau sömu. Samt vorum við nánir og pabbi þessi trausti og ráðagóði bakhjarl. Hann var með sjálfstæð- an rekstur nánast frá því að ég man eftir mér. Hann byrjaði með gamlan vörubíl sem hann lagfærði. Til þess að koma sér á betri bíl þurfti hann að vinna langa daga. Hann gat fljótlega keypt sér nýjan Benz-vörubíl, svo kom gömul jarð- ýta o.s.frv. Pabbi vann alltaf mikið en vinnuvélaútgerð er eins og bú- skapur í sveit. Skiptast á skin og skúrir, tímakaupið ekki alltaf hátt og verður að nýta tímann vel þegar tækifærin gefast. Að gefast upp þegar á móti blés eða slaka á þegar betur gekk voru aldrei valkostir hjá föður mínum. Fyrirtækið var honum bæði tekjuöflun og áhuga- mál rétt eins og bú hjá iðjusömum bónda. Honum tókst að sigla fyrir- tæki sínu í gegnum misjöfn sigl- ingaskilyrði og komast með sóma að landi í lokin. Í æsku fannst mér gaman að vera í vörubílnum með pabba og einkum ef leiðin lá að einhverju leyti út fyrir borgina. Að skoða landið úr vörubílnum og tala nú ekki um ef fyrir augu bar sveitabæi eða skepnur á beit. Báðir höfðum við yndi af söng og sung- um oft hástöfum með útvarpinu eða án stuðnings. Það voru mörg lögin og textarnir sem ég lærði hjá pabba. Þær minningar koma sterkt upp í hugann núna. Það læð- ist jafnvel að lyktin af London docks sem pabbi reykti lengi. Sigurjón föðurafi minn gaf mér kind stuttu áður en hann lést. Varð ég á næstu árum heltekinn af áhuga fyrir sauðfé og fór að fylgj- ast grannt með sauðfjárbúskapn- um hjá Ólafi föðurbróður mínum, sem fóðraði fyrir mig kindina og afkomendur hennar. Þetta vatt smám saman upp á sig og pabbi kom vel á móts við þennan skepnu- áhuga minn. Hann fékk sér hesta og kindunum fjölgaði það mikið að við hófum sjálfstæðan búskap á Geirlandi við hlið Ólafs frænda míns. Þetta var ómetanlegt fyrir ungling sem var fæddur með sveit- ina í sálinni og mikilvægt veganesti fyrir lífsstarfið eftir á séð. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu og komst loks í alvörusveit var nú faðir minn betri en enginn þegar kom að því að byggja. Það var ekki bara að hann kæmi með sín tæki til að gera grunna undir byggingarn- ar heldur benti hann líka á góða menn sem hann treysti til að koma öðrum verkum áfram fljótt og vel. Þar var hægt að treysta á dóm- greind hans eins og alltaf, fram- kvæmdirnar gátu varla gengið bet- ur. Þótt búskapur okkar hafi aldrei verið umsvifamikill fylgdist pabbi alltaf vel með. Treysti syninum vel fyrir fénu en spurði meira um hvort öll tæki væru í lagi. Þær voru margar ferðirnar sem hann kom til að lagfæra eitt og annað. Það er margs að minnast, margt að þakka og verður margs að sakna. Ég verð alltaf stoltur af þér pabbi minn og þinni lífsgöngu. Árni Brynjar. Elsku pabbi, það er svo skrítið að hafa hann ekki lengur. Síðustu mánuði var heilsan honum erfið og ég hafði oft áhyggjur af honum. En hugurinn var alltaf skýr og alltaf var hann með plön um hvað hann myndi gera næst eða eitt- hvað sem hann ætlaði sér þegar hann væri orðinn aðeins hressari. Daginn sem hann veiktist kvaddi ég hann klukkan 18 og ætlaði að heyra í honum seinna um kvöldið. Þá nefndi hann að hann þyrfti að fara að komast í sjúkraþjálfun þegar hann næði sér aðeins betur. Sama kvöld fékk ég símtal frá heimahjúkrun sem ekki komst inn til hans. Ég brunaði nánast á bláum ljósum upp í Álalind og stuttu seinna fór hann með sjúkra- bíl á spítalann. Þegar ég sat yfir honum mjög veikum á bráðamót- tökunni bað ég hann að vinka því ég ætlaði að taka mynd fyrir systkini mín. Hann brosti sínu fal- lega brosi og vinkaði í myndavél- ina. Þessi mynd er svo einstök og falleg, lýsir honum svo vel. Alltaf stutt í brosið, alltaf von um að hressast, alltaf að gera áætlanir. Hann gerði sér þó vel grein fyrir veikindum sínum og sagði mér þarna að hann væri sáttur, þetta væri komið gott. Hann var svo sáttur með að klára að ganga frá sölunni á Geirlandi og geta skilið við fyrirtækið á góðum stað. Hann vissi að við systkinin vorum öll á góðum stað og það skipti hann svo miklu. Það hafði verið ótrúleg orka í honum bara nokkrum dögum áð- ur þrátt fyrir erfiða heilsu. Hug- urinn var langt á undan líkaman- um en það er eins og hann hafi notað síðustu orkuna í að klára allt sem hann vildi klára og þótt hann hefði eflaust notið þess að vera í fallegu íbúðinni sinni var eins og líkaminn gæfist upp. Ég á margar góðar minningar um pabba, hann vann mikið en ég fór oft með honum í vörubílnum. Fékk að sitja eða leggja mig í koj- unni og svo var mikið sport að stoppa í sjoppu eða á Litlu kaffi- stofunni á leiðinni. Pabbi og Óli bróðir hans voru með hesta og kindur á Geirlandi og þar fékk ég að vera með í öllu, sauðburði, heimaslátrun, reiðtúrum, smala- mennsku og fleiru. Svo var sest inn í „gamla Geirland“ og þar var kakó á brúsa og eitthvað gott að maula. Þetta var dýrmætur tími og ljúfar minningar. Ég var enn í foreldrahúsum þegar þau seinna fluttu og byggðu sér hús á Geir- landi. Það var gaman að fá að taka þátt í því öllu og ótrúlegur dugn- aðurinn í þeim báðum að byggja upp húsið, garðinn og umhverfið. Seinna bjó ég þar með þáverandi manninum mínum og börnum og staðurinn því verið mér hjartkær alla tíð. Pabbi var ótrúlega þolinmóður maður og reiddist afar sjaldan. Ég man að stundum var ég pirraður unglingur þegar hann var að kenna mér á bíl en hefði auðvitað betur hlustað því fyrstu öku- mannsárin voru frekar skrautleg. Alltaf var pabbi rólegur og bara þakklátur að ekki fór verr og eng- inn slasaðist. Dugnaðinn og elj- una, þolinmæðina og þrautseigj- una er ekki hægt annað en að dá og reyna að taka sér til fyrirmynd- ar. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt, ég sakna þín og ykkar mömmu. Þín Hlín. Nú kveðjum við mikinn sóma- mann sem mátti aldrei neitt aumt sjá og vildi allt fyrir aðra gera. Pabba sem varð minn helsti sam- starfsmaður frá því ég byrjaði að vinna hjá honum 16 ára, hann hvatti mig til að kaupa mér vörubíl 21 árs og síðan höfum við unnið fyrir hvor annan og tekið að okkur verk saman. Það er skrítið að geta ekki bjallað í þig og talað um vinn- una, en við höfum átt svoleiðis spjall næstum daglega alla mína ævi. Þótt okkur hafi fundist þú fara of fljótt frá okkur, þá varstu sáttur við að vera búinn að ganga frá öllu þínu, selja Geirlandið góða og kominn í flottu íbúðina í Álalind- inni. Þú vildir ekki fá þér íbúð fyrir eldri borgara, það fannst þér ekki tímabært. Þú varst líka glaður að ég var búinn að festa mér iðnaðar- húsnæði, þá hefði ég aðstöðu sem kæmi í staðinn fyrir plássið sem ég hafði á Geirlandi og þá gætir þú líka fengið að koma þangað inn til að gera við. Þú elskaðir vinnuna þína, vannst alla tíð mikið og skilur til dæmis eftir þig fjöldann allan af vegum, reiðstígum og skógarstíg- um í Heiðmörk, Hólmsheiði og víð- ar. Tengdadótturinni þótti oft nóg um þessa miklu vinnusemi og reyndi framan af að kynna þig fyr- ir töfrum frítímans. Gaf þér sund- skýlur, gönguskó og eitthvað fleira sem átti að hitta í mark, en þú bara glottir og ég lærði með tímanum að vinnuljós og góðir vinnuhanskar áttu betur við. Mér þótti samt vænt um að þú hafðir tekið ána- maðkaboxið sem ég gaf þér í af- mælisgjöf árið 1999 með þér í Álal- indina. Kortið hékk á því enn þá og við gátum hlegið að þessu saman. En fyrst og fremst varstu fjöl- skyldumaður sem elskaðir mest af öllu að hafa okkur öll hjá þér í mat á Geirlandi, í lambalæri frá Árna bróður. Þar varstu höfðingi heim að sækja. Barnabörnin fengu að fara upp í ýturnar og vörubílana og kúra í afafangi á Geirlandi. Elsku pabbi og tengdapabbi. Við vitum að það verða fagnaðar- fundir í sumarlandinu þar sem mamma fær nú til sín elskulegan eignmann og Böggu systur sína og góði vinur þinn hann Steini fer þér samferða. Við eigum eftir að sakna þín, takk fyrir allt. Þín Rúnar og Sigrún. Elsku afi minn. Takk fyrir að vera alltaf svona góður og þolin- móður, takk fyrir að hjálpa mér með öll bílamálin mín, takk fyrir að vera alltaf svona hjálpsamur, takk fyrir að gefa mér alltaf ís þegar ég kom til þín og takk fyrir að vera bara þú, ég mun sakna þín. Nú ert hjá ömmu og það veitir mér gleði og huggun að hugsa um ykkur saman, en við sjáumst nú síðar og þá skulum við kannski fá okkur ís, en þangað til þá gangi þér vel. Ragnheiður Árnadóttir. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Þessi orð eru svo sönn, því eng- inn ræður sínum næturstað. Við hittumst síðast 25. septem- ber sl. í fermingu og skírn Ísaks, minningin um þennan dásamlega dag er ógleymanleg. Þú komst til mömmu í byrjun september, það var yndisleg og fal- leg stund. Þið rifjuðuð upp gamlar minningar, það var ykkar alla tíð. Þú varst líka litli bróðir hennar. Hlýi faðmurinn þinn, fallega brosið og dillandi hláturinn lifir í hjörtum okkar þar til við hittumst í húsi Drottins. Elsku hjartans mamma mín syrgir kæran bróður, hún er ein eftir af átta systkinunum frá Geir- landi. Far þú í friði elsku frændi minn. Þín frænka, Ásdís. Ég sit hér í Álalindinni, nýju íbúðinni hans pabba. Það er svo gott að koma hingað, mikil ró og hljóðlátt þrátt fyrir umferð allt í kring. Pabbi náði að sofa hér í 7 nætur áður en hann fór á bráða- deildina 17. nóvember. Það hefur verið mikill hraði á öllu síðustu tvo mánuði. Geirland selt og pabbi festi sér íbúð daginn eftir, hann var alveg ákveðinn, vildi þessa íbúð og ganga frá því strax. Pabbi var bú- inn að panta flutningabílinn og svo tilbúinn að kveðja Geirland. Flutn- ingar voru 11. nóvember og með honum allt sem hann vildi hafa, all- ir hjálpuðust að og íbúðin orðin klár og fín á mettíma. Það var gaman að fylgjast með honum stjórna okkur hvar allt átti að vera, ákveða hæðina á myndunum og velja sér ljós. Hann var svo ánægð- ur með hvað innbúið passaði vel inn og íbúðin var flott. Það kom honum sjálfum á óvart hvað hann var sáttur og spenntur að taka á móti gestum í nýju íbúðinni. Allt hafði gengið ótrúlega vel upp, eins og einhver stjórnaði þessu öllu. En heilsan hans var brothætt og erfitt að eiga við þegar eitthvað brast og líkaminn réð ekki við að snúa því til baka. Ég er stolt og ánægð að hafa fengið að hafa hann fyrir pabba og geta verið mikið með honum síð- ustu ár. Þegar mamma dó 2013 tók ég við bókhaldinu hjá fyrirtækinu hans Kambi ehf. Ég var nú enginn snillingur til að byrja með en tók við góðu skipulagi frá móður minni og pabbi var líka með þetta allt í kollinum. Þá hélt ég að pabbi færi nú fljótlega að minnka reksturinn en það eru komin 8 ár síðan. Hann vildi vinna og fannst það líka gam- an og það hélt honum virkum, það var lífið. Nóg að gera og atast, taka að sér verk og redda. Þegar heils- an var léleg hugsaði hann um að minnka við sig en um leið og hann hresstist vildi hann vinna aðeins lengur. Síðast í júlí keypti hann sér glænýjan vörubíl og fór nokkuð margar ferðir á honum. Uppi í vörubíl leið honum vel, hringdi stundum og lét vita að hann hefði nú náð 12 ferðum þann daginn. Hjá Kambi voru alltaf góðir og tryggir menn í vinnu. Þeir vildu allt fyrir hann gera og honum þótti mjög vænt um þá. Það er þakk- arvert hvað þeir og margir við- skiptavinir, voru tryggir við pabba. Síðustu vikur höfum við kvatt marga af hans kynslóð, systur mömmu viku á undan pabba og besta vin hans, Þorstein Sörlason, viku á eftir. Það er erfitt að kveðja þessa góðu vini ásamt pabba en ég er þakklát fyrir þann góða tíma sem við fengum saman. Ég veit að pabbi var mjög sáttur. Hann rifjaði upp með gleði mörg ævintýrin sem hann hafði lent í með bílana sína og tækin þegar við fundum myndaal- búm sem mamma hafði sett sam- an. Það má segja að pabbi hafi unnið fram á síðasta dag með fyrir- tækið Kamb ehf. og hann kláraði að ganga frá öllum sínum málum. Vonandi fær Geirland, sem var honum svo kært, gott hlutverk í framtíðinni. Elsku pabbi, takk fyrir allt, þú hafðir alltaf trú á því besta í fólki og vildir því vel. Þín dóttir, Helga Björk. Á liðnu sumri var ég svo lán- samur að fara með Braga á Geir- landi í Kópavogi upp í Lækjar- botna við gagnaöflun vegna skrifa minna um sögu sauðfjárbúskapar í Kópavogi, Reykjavík og Seltjarn- arnesi sem nýta afrétt Seltjarnar- neshrepps hins forna. Áður höfð- um við talað nokkrum sinnum saman í síma vegna þessa verkefn- is, höfðum reyndar þekkst um ára- tuga skeið, en allmörg ár voru þó liðin síðan hann, Árni Brynjar son- ur hans og Ólafur Geir bróðir Braga voru með kindur á Geir- landi. Bragi hugsaði alltaf hlýlega til fjárbúskaparins og okkar fjár- eigenda, gætti þess að láta skrá fjármarkið sitt í markaskrárnar og lagði til mann í göngur á haustin fyrir Geirland þótt þar væri engin kindin lengur. Bragi Sigurjónsson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Litlakrika 2a, er látin. Jarðað verður í kyrrþey að hennar ósk. Kristín G. Friðbjörnsdóttir Grétar Örn Magnússon Þorvarður Friðbjörnsson Guðrún Oddsdóttir Sigríður Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA SNÆBJÖRNSDÓTTIR OTTESEN, Árskógum 6, lést laugardaginn 11. desember á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 17. desember klukkan 15. Allir eru velkomnir. Gestir eru beðnir að framvísa neikvæðu Covid-prófi sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt. Athöfninni verður streymt á www.seljakirkja.is/seljasokn/streymi/ Guðmundur Björnsson Helga Egilsdóttir Hildur Björnsdóttir Árni Valur Garðarsson Snæbjörn Björnsson Pétur Björnsson Ingibjörg Óskarsdóttir Helgi Björnsson Berglind Levisdóttir Magnea Lena Björnsdóttir Hallur Símonarson Björn Þór Björnsson Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Benedikta Björnsdóttir Viggó Hólm Valgarðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.