Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 120 OG 200 LJÓSA INNI- OG ÚTISERÍUR Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is Kíktu á nýju vefverslunina okkar rafmark.is LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Öll rök hníga nú að því að vonlaust verði að fjármagna Vaðla- heiðargöng með inn- heimtu vegtolla á hvern bíl eftir að illa gekk að stöðva vatns- elginn sem tafði verk- lokin við þessa ganga- gerð um tvö til þrjú ár. Framkvæmdirnar á Bakka við Húsavík segja ekkert að meðalumferð öku- tækja á sólarhring í Vaðlaheiðar- göngum verði jafnmikil og í Hval- fjarðargöngum sem tengja saman miklu stærri svæði með meira en 260 þús- und íbúa. Umræðan um að þessar fram- kvæmdir við Skjálf- andaflóa stórauki meðalumferð ökutækja á dag í göngunum und- ir Vaðlaheiði vekur falskar vonir heima- manna og er draumsýn sem verður aldrei að veruleika. Til þess er umferðin austan Vaðlaheiðar og á öllu Eyjafjarðarsvæðinu alltof lítil. Samanlagt er heildar- fjöldi ökutækja á Norðausturlandi 25-28 þúsund bílar. Hann dugar aldrei til að 1.500 króna veggjald á hvern bíl standi undir fjármögnun Vaðlaheiðarganga á jafnlöngum tíma og Hvalfjarðargöngin, sem gerð voru á viðskiptalegum for- sendum. Ég spyr: Er það hafið yfir allan vafa að þeir sem ferðinni réðu geti þegar þeim sýnist falið sig á bak við fjarstæðukenndan og öfgafullan málflutning, með þeim skilaboðum að það skipti engu máli þótt alltof fáir bílar séu í umferð í litlum og fá- mennum sveitarfélögum úti á landi? Spurningin er hvenær óheilindi fyrrverandi stjórnarliða verða af- hjúpuð þegar það fréttist að einka- aðilar í þessum fámennu sveitar- félögum á Norðausturlandi geta aldrei með innheimtu veggjalds fjármagnað jarðgöng sem kosta meira en 20 milljarða króna. Fyrr munu vinnandi fjölskyldur með heimili og ríkissjóður fá skellinn þegar afleiðingarnar koma í ljós, ís- lenskum skattgreiðendum til mik- illar hrellingar. Á höfuðborg- arsvæðinu og úti á landi stinga margir heimamenn niður penna og telja útilokað að einkaaðilar í fá- mennum sveitarfélögum á lands- byggðinni ráði við fjármögnun jarð- ganga upp á 20 milljarða króna með innheimtu vegtolla. Til þess þarf meðalumferð í göngunum gegnt Akureyri að komast upp í 24-25 þúsund bíla á dag. Jarðfræðingnum úr Þistilfirði og fleiri þingmönnum Norðaustur- kjördæmis mætti vera ljóst að með- alumferðin milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals nær aldrei þessum heildarfjölda á einum degi. Nú er það deginum ljósara að stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga í fyrrverandi og núverandi ríkis- stjórn féllu á reikningsprófinu eftir að flokkssystkinin Steingrímur J., Katrín Jakobsdóttir, Þuríður Bach- mann, Árni Þór Sigurðsson og Svandís Svavarsdóttir, sem studdu uppbygginguna á Húsavík, notuðu vitlausa mælistiku til að sýna von- sviknum heimamönnum fram á að framkvæmdirnar við Skjálfandaflóa myndu skjóta styrkum stoðum und- ir rekstur og fjármögnun Vaðla- heiðarganga og enn fremur að þar yrði á einum degi enn meiri meðal- umferð en í Hvalfjarðargöngum. Önnur spurning: Þurfa þessir stuðningsmenn fyrrverandi ríkis- stjórnar einhvern tímann að bæta fyrir mistök sín þegar það sannast að þeim gengur vel að vekja falskar vonir heimamanna í Norðaustur- kjördæmi, sem síðar meir sitja eftir með sárt ennið? Á verðlagi í árslok 2011 var heildarkostnaður við Vaðlaheiðargöng áætlaður 8-10 milljarðar króna. Engin svör feng- ust 2015 við spurningunni um hvort þar gætu opnast enn fleiri vatns- æðar en í Héðinsfjarðargöngum þegar allar kostnaðaráætlanir við þessa gangagerð gegnt Akureyri fóru úr böndunum með ófyrirséðum afleiðingum. Samanlagt hækkaði kostnaðurinn við göngin um 11-14 milljarða króna og varð 80% hærri tveimur árum eftir að framkvæmdir við þessa gangagerð hófust sumarið 2013. Þá settu menn sér þau háleitu markmið að taka þetta samgöngu- mannvirki í notkun seint á árinu 2016 eða löngu á undan Norðfjarð- argöngum, sem kláruðust í nóv- ember 2017. Annað kom nú í ljós, Steingrími J. til mikillar hrellingar, eftir að allar athugasemdir voru að engu hafðar. Þess iðrast menn nú að hafa þrætt fyrir allar viðvaranir um að of margar vatnsæðar gætu leynst undir heiðinni gegnt Akur- eyri. Fullvíst er talið að forsend- urnar fyrir arðsemismati ganganna og stóraukinni umferð undir heiðina séu löngu brostnar. Verða Vaðlaheiðargöng stórt samgönguhneyksli? Eftir Guðmund Karl Jónsson » Telja margir úti- lokað að einkaaðilar í fámennum sveitar- félögum á landsbyggð- inni ráði við fjármögnun jarðganga upp á 20 milljarða króna með innheimtu vegtolla. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Togarinn Sviði GK, sem gerður var út frá Hafnarfirði, fórst 2. desember 1941 og hafa afdrif hans verið mönnum ráðgáta. Í sjónvarpsfrétt um fyrirhugaða sýningu er varðar bv. Sviða GK og afdrif hans kom fram furðuleg fullyrðing frétta- manns um að skipið hefði brotnað í sjógangi og sokkið. Sú hugmynd fréttamanns, út frá samtali við umsjónarmann sýn- ingar um orsök skipskaðans, er al- farið fréttamannsins. Umsjónar- maðurinn gaf fréttamanni aldrei svör um orsök skiptapans sem fram kom í fréttinni. Hefur skiptapi þessi verið óráðin gáta í áttatíu ár. Fréttaflutningur eins og þessi fullyrðing fréttamanns telst ófyr- irgefanlegur. Eftir að fréttamaður telur sig hafa farið yfir þá mögu- leika sem hægt er að láta sér detta í hug, eftir þeim fátæklegu upplýsingum er fyrir liggja um hvað hafi gerst, er einn fræði- legur möguleiki gef- inn upp. Ef sá mögu- leiki er staðreynd er það frásögn af skipi sem ekki hefur verið haffært er því var siglt úr höfn. Er þar um að ræða alvarlega ádeilu á Skipaskoðun ríkisins um að veita útgerð óhaffærs skips heimild til að sigla skipi úr höfn. Skipverjar á bv. Venusi GK lýstu veðrinu sem ekki svo slæmu að hætta hefði verið á siglingu þeirra til hafnar, en það skip var á svipuðum slóðum og bv. Sviði GK. Eftir þetta atvik, 2. desember 1941, urðu allmiklar deilur á milli tryggingaraðila um hvort skipið hefði farist af völdum veðurs eða stríðsaðgerða. Bitnaði sú deila harkalega á aðstandendum þeirra er fórust með skipinu. Gekk það svo langt að bætur til eftirlifenda voru frystar til ársins 1949 og höfðu þá rýrnað allmikið, í þeirri verðbólgu er geisað hafði, þegar greitt var út. Trygginga- félagið var Sjóvátryggingafélag Íslands. Samkvæmt þeim upplýsingum er fyrir liggja varðandi veður á leið bv. Sviða GK og bv. Venusar GK, sem voru á siglingu til hafnar á svipuðum slóðum og á sama tíma, var veður ekki talið slæmt þótt talsverður vindur væri og nokkur sjógangur. Skammt frá þeim slóðum þar sem talið er að skipið hafi farist voru miklar tundurduflagirðingar úti fyrir vesturströnd Íslands og voru þau svæði eingöngu á vitorði stríðsaðila. Þrátt fyrir að tund- urduflum væri lagt við festar við sjávarbotn var algengt að dufl losnuðu og ræki um hafið með sjávarstraumum og vindum. Eru mjög miklar líkur á að bv. Sviði GK hafi í talsverðum sjó- gangi orðið fyrir tundurdufli (takkadufli) á reki og duflið lent á miðri síðu skipsins, á mótum lest- ar og vélarrúms fyrir neðan stýr- ishúsið. Við sprenginguna hafi opnast inn í lest og vélarrúm og skipið sokkið á 2-4 mínútum. Telja verður útilokað að orsökin sé tundurskeyti frá kafbát því sjó- gangur hafi verið slíkur að slík að- gerð hafi ekki verið framkvæm- anleg af neinu viti miðað við sjógang (ölduhæð). Af þeim upplýsingum er liggja fyrir um afdrif bv. Sviða GK 2. desember 1941 telur undirritaður að aðstandendur skipverjanna sem fórust megi betur una við það að ástvinir þeirra hafi farist af stríðs- völdum en að skipið er þeir fórust með hafi verið fljótandi líkkista þegar því var siglt úr höfn. Hafi skipið farist þannig að það hafi brotnað í sjógangi var um fljót- andi líkkistu að ræða og skipið ekki haffært. Skip sem ekki er haffært hefur um langan aldur verið talið fljótandi líkkista. Óljóst er hvort margir afkom- endur (þ.e. börn) þeirra sem fór- ust með bv. Sviða GK séu á lífi í dag og vafasamt að vekja minn- ingar um atburðarás sem aldrei verður sönnuð en eingöngu byggt á getgátum um handvömm opin- berra eftirlitsmanna ef skipið hef- ur verið svo illa smíðað að það stóðst ekki öryggiskröfur um haf- færi. Haffæri merkir að skip og búnaður þess uppfylli þær örygg- iskröfur sem gerðar eru af stjórn- völdum þegar skoðun á skipinu fer fram. Velta má því fyrir sér hvort skipverjarnir á bv. Sviða GK hafi verið myrtir ef þessi kenning fréttamanns er rétt um að skipið hafi brotnað og sokkið, þ.e. ekki verið haffært. Fréttaflutningur af þessu tagi er óheiðarlegur hjá ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Bv. Sviði GK og afdrif hans 1941 Eftir Kristján S. Guðmundsson » Vafasamt er að vekja minningar um atburðarás sem aldrei verður sönnuð en eingöngu byggð á getgátum. Kristján Guðmundsson Höfundur er fyrrverandi skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.