Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 71
DÆGRADVÖL 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
NeauviaOrganic
Gelísprautun
Fullkomin meðferð fyrir hátíðarnar
Gelísprautun er náttúruleg húðmeðferð
sem fyllir upp í hrukkur og línur,
mótar varir og andlitsdrætti.
30%
afsláttur af
GELÍSPRAUTUN
NÝTTU
TÆKIFÆRIÐ
allt að
ÞVÍ MIÐUR VAR EKKI VON Á AÐ HÓPUR
FÓLKS VÆRI AÐ LEITA AÐ BIRGI. EKKI
Í MIÐJUM HEIMSFARALDRI.
„ÉG GAF ÞÉR ÞETTA BINDI FYRIR
FJÖRUTÍU ÁRUM OG ÞETTA ER Í FYRSTA
SKIPTI SEM ÞÚ NOTAR ÞAÐ.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fagna fimmtíu
árunum saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVERNIG
ÆTLI …
NEIBB, ÞAÐ ER
OF TÍMAFREKTKÖNGULÆR HEILSIST?
HVAÐ
MEINARÐU?
MEÐ HANDA-
BANDI?
OG HVAÐ
GERIR ÞÚ?
ÉG ER SKEMMTI-
KRAFTUR! ÉG
ER AFBRAGÐS-
EFTIRHERMA!
VILTU VEÐJA?
og tökumst misjafnlega á við hlut-
ina. Manneskjan er svo áhugaverð.
Ég er líka mjög hrifin af gamla
tímanum, sögum Guðrúnar frá
Lundi og Höllu og heiðarbýlinu,
sögum frá þessum tíma.“
Fjölskylda
Eiginmaður Írisar er Unnsteinn
Árnason, f. 10.3. 1969, búfræð-
ingur og bóndi á Klúku. Foreldrar
Unnsteins eru hjónin Guðrún
Ágústsdóttir, f. 10.7. 1939, og Árni
Benediktsson, f. 25.9. 1933. Þau
voru bændur á Stóra-Vatnshorni í
Haukadal í Dölum en búa nú í
Búðardal. Fyrri eiginmaður Írisar
er Guðmundur Heiðar Ásgeirsson,
f. 2.1. 1969, smiður, en þau skildu
2001.
Börn Írisar eru: 1) Heiðrún Una
Unnsteinsdóttir (stjúpdóttir), f.
9.1. 1996, háskólanemi, maki: Áki
Freyr Hafþórsson; 2) Angantýr
Ernir Guðmundsson, f. 21.7. 1996,
stuðningsfulltrúi við Grunnskólann
á Hólmavík. Sambýliskona Harpa
Óskarsdóttir, þeirra barn er
Marsibil Lena; 3) Kristófer Birnir
Guðmundsson, f. 13.6. 1998, bíl-
stjóri, maki Ugne Maciuleviciute,
þeirra barn er Alice Ruby Krist-
ófersdóttir; 4) Kristvin Guðni
Unnsteinsson, f. 27.2. 2012.
Systkini Írisar eru Þorgrímur
Einar Guðbjartsson, f. 7.7. 1969,
bóndi á Erpsstöðum í Miðdölum;
Björgvin Axel Guðbjartsson, f. 6.4.
1975, rafvirki, búsettur í Reykja-
vík; Barbara Ósk Guðbjartsdóttir,
f. 16.12. 1980, bóndi í Miðhúsum í
Kollafirði á Ströndum og þroska-
þjálfi.
Foreldrar Írisar eru hjónin
Erna Einarsdóttir, f. 31.10. 1947,
og Guðbjartur A. Björgvinsson, f.
5.10. 1948. Þau voru bændur á
Kvennahóli 1977-1995, bjuggu síð-
an í Reykjavík og eru núna búsett
í Borgarnesi. Guðbjartur hefur
starfað sem bifreiðastjóri og Erna
vann við ýmiss konar umönnun.
Íris Björg
Guðbjartsdóttir
Agnes Erlendsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðmundur Axel Jónsson
verkamaður í Reykjavík
Gyða Guðmundsdóttir
húsmóðir á Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu, Borg.
Einar Björn Júlíusson
vélvirki og sjómaður á Akranesi
Erna Einarsdóttir
húsmóðir í Borgarnesi og
fv. bóndi á Kvennahóli
Ragnheiður Klemensína
Björnsdóttir
húsfreyja á Akranesi
Júlíus Einarsson
vélstjóri og skipstjóri á Akranesi
Margrét Ingibjörg Kristjánsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ásgeir Magnús Ásgeirsson
skipstjóri og kaupmaður í Reykjavík
Kristjana Kristjánsdóttir
húsmóðir í Reykjavík, kjörforeldrar voru
móðurforeldrar hennar, Kristján Jónasson
og Ingibjörg Guðmundsdóttir
Björgvin Eyjólfur Ágústsson
bifreiðarstjóri í Reykjavík
María Jóhannsdóttir
húsfreyja í Sauðholti
Ágúst Jónsson
bóndi í Sauðholti í Holtum
Ætt Írisar Bjargar Guðbjartsdóttur
Guðbjartur Aðalsteinn
Björgvinsson
bifreiðarstjóri og fv. bóndi
á Kvennahóli á Fellsströnd
Helgi R. Einarsson skrifar í
pósti: „Jólin nálgast og þá
bankar ýmislegt upp á“:
Hégómi
Ég skil þegar skellur í tönnum
hvað skessan, í dagsins önnum
er leit yfir bólin
blessuð, um jólin
og brosti að okkur mönnum.
Ekki leiðum að líkjast
Mörður frá Mælifelli
markaður er af elli.
Líkist helst Leppa-
lúða á jeppa
er út fer að keyra með kelli.
Ólafur Stefánsson skrifar í Boðn-
armjöð: „Það er með ólíkindum
hvað snjóar inn af vísum hérna á
Miði. Það sem kemur inn í morg-
unsárið hjá þeim árrisulustu er um
sólfall komið neðarlega í bunkann
og gleymt nema eitthvað sérstakt
sé.“
Alltaf í binginn hér bætist
bragnautur margur af kætist.
Svo færast í kaf,
farast, – en af,
oft kemst, ein – ef úr rætist.
Helgi Ingólfsson yrkir:
Ég sífellt í sjónvarpið kíki
og sé þar einn Peningasníki.
Við greiðslu á kröfum
vér kvittun þar höfum
og komumst í himnaríki.
Friðrik Steingrímsson skrifar:
„Vinnufélagar mínir fengu sér
aukakaffisopa klukkan tvö (ég
líka). Þá varð þessi til“:
Vetur, sumar, vor og haust
verkum lítið sinna,
en þamba kaffi þindarlaust,
og þetta kallast vinna.
Sigurlín Hermannsdóttir skrifaði
á sunnudag: „Ekki er fyrr kominn
tími hinna þjófóttu sveina en enda-
lausar ásakanir birtast um (rit)
stuld“:
Þeir stela’ öllu steini léttara
og stimpast um hvað sé réttara;
orðfæri, kvæðin
og alþýðufræðin
svo flýgur um allt þessi frétt bara.
Ásta Sverrisdóttir yrkir í
„gönguferð í vinnuna“:
Áðan sá ég úti þá
sem allir þrá að líta,
hirðarnir að horfa á skjá
og hundarnir að skíta!
Ármann Þorgrímsson yrkir um
„hæðir og lægðir“:
Þreytan vex og þyngist skap
þrekið undan lætur
stundum verður stjörnuhrap
stundum loga nætur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Snjóar inn vísum á Miði