Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 ✝ Rut Rútsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 4. ágúst 1954. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 3. desem- ber 2021. Foreldrar Rutar voru hjónin Rútur Kr. Hannesson, hljóðfæraleikari og organisti, f. 16. ágúst 1920, d. 18. ágúst 1984, og Ragnheiður Benediktsdóttir, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 2. júlí 1924, d. 5. júlí 2013. Systkini Rutar eru Harpa, f. 2. júní 1952, Benedikt Heiðar, f. 1. ágúst 1956, Jónas, f. 21. júlí 1958, Hannes, f. 28. júlí 1959, Eygló, f. 3. desember 1961, Ragnar, f. 22. ágúst 1963. Sam- börn. Dætur Guðbjargar eru Anika Rut Elfar, f. 30. nóv- ember 2002, og Myrra Kristín Eyþórsdóttir, f. 10. janúar 2013. Börn Rúts Arnar og Kristínar eru Jón Birgir, f. 16. júní 2018, og Sigríður Rut, f. 10. nóvember 2020. Rut ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar fram á fullorðinsár. Þegar þau hjónin Rut og Birgir hófu hjúpskap bjuggu þau fram- an af í Hafnarfirði en fluttu síð- an í vesturbæ Reykjavíkur. Rut starfaði m.a. hjá ÍSAL og Hrafnistu í Hafnarfirði en árið 1989 útskrifaðist hún úr Ritara- skóla Íslands og hóf þá störf í kjölfarið sem einkaritari rík- isbókara hjá Ríkisbókhaldi. Síð- ar tók hún við starfi stjórnar- ráðsfulltrúa hjá Ríkisbókhaldi, síðar Fjársýslu ríkisins, og starfaði þar allt til ársins 2018. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 16. desember 2021, klukkan 13. feðra bróðir henn- ar er Albert Sig- urður, f. 14. maí 1946. Eftirlifandi eig- inmaður Rutar er Birgir Guðbjörns- son, f. 30. sept- ember 1952. For- eldrar hans voru hjónin Guðbjörn Sumarliðason, f. 30. maí 1920, d. 13. september 1986, og Valgerður D. Jónsdóttir, f. 23. mars 1923, d. 22. janúar 2001. Birgir á fimm eftirlifandi systkini. Börn Rutar og Birgis eru Guðbjörg, f. 26. júlí 1977, og Rútur Örn, f. 2. júní 1985. Eig- inkona Rúts Arnar er Kristín Jónsdóttir, f. 22. ágúst 1989. Rut eignaðist fjögur barna- Elsku Rut, tengdamamma mín, er fallin frá. Hún skilur eftir sig stórt skarð í lífi okkar. Rut var afskaplega góð kona. Frá fyrsta degi tók hún mér opnum örmum og bauð mig velkomna í fjölskylduna. Ég var fljót að átta mig á því að hér var vönduð og harðdugleg kona á ferð. Hún hafði svo þægilega nærveru og kærleiksríkt hjarta, var svo ein- læg og hlý, fyndin og skemmti- leg. Þegar maður hitti Rut var hún alltaf tilbúin með útbreiddan faðminn og við manni tók þétt og hlýtt faðmlag. Rut hafði gott vald á íslensku og hafði gaman af því að segja frá. Það var gaman að fylgjast með henni búa til vísur og sögur fyrir krakkana, bulla svolítið í þeim, skellihlæja svo og faðma þau innilega. Rut var róleg að yf- irbragði og það var fátt sem gat komið henni úr jafnvægi. Mér þótti alltaf aðdáunarvert hve skilningsrík og umhyggjusöm hún var. Rut var stolt af uppruna sínum og það var augljóst þegar hún tal- aði um foreldra sína að hún hafði fengið gott uppeldi, þrátt fyrir að hafa ung þurft að taka á sig mikla ábyrgð á heimilinu. Ég dáðist alltaf að dugnaðinum í Rut, en hún lét ekki deigan síga þrátt fyr- ir að glíma við mikla verki und- anfarin ár og hélt heimilinu alltaf snyrtilegu og var sjálf ætíð vel til höfð. Hún var örvhent en lét það t.a.m. ekki stoppa sig í að prjóna heilu peysurnar án uppskriftar, sem voru víst bara fyrir rétt- henta. Amma mín gaf mér eitt sinn hjúskaparráð þegar ég var ein- hleyp og rétt skriðin yfir tvítugt. Hún ráðlagði mér að finna mér mann sem ætti í góðum sam- skiptum við mömmu sína, það hlytu að vera vandaðir menn sem ræktuðu samband sitt við mæður sínar. Og það fann ég heldur bet- ur hjá Rúti eiginmanni mínum. Rútur og Rut áttu alveg einstakt samband. Þau voru teymi. Bestu vinir. Töluðust við í síma nær daglega og það er sárt að hugsa til þess að símtölin verði ekki fleiri. Rut var klettur, stoð og stytta svo margra í fjölskyldunni. Fjöl- skyldan var henni allt og hún hugsaði afar vel um hana og þá sérstaklega barnabörnin. Hún sá til þess að þau skorti aldrei neitt og það var ósjaldan sem lítill pakki fylgdi ömmu Rut þegar hún kom í kaffi. Missir Aniku Rutar og Myrru Kristínar, elstu barnabarna Rutar, er mikill en þær fengu að hafa ömmu sína hvað lengst og þekktu hana hvað best. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að börnin okkar Rúts, Jón Birgir og Sigríð- ur Rut, munu ekki koma til með að muna eftir ömmu sinni vegna ungs aldurs þeirra. Ástin sem hún bar til þeirra var svo sterk. Það kemur því í okkar hlut að halda minningu hennar á lofti og gera þeim grein fyrir því hversu góða ömmu þau áttu. Við munum ylja okkur í sorginni yfir öllum myndunum og minningunum sem við eigum og erum svo þakk- lát fyrir í dag. Hvíldu í friði elsku Rut. Kristín Jónsdóttir. Stórt skarð var skilið eftir í hjörtum okkar systkina vegna fráfalls elskulegrar móðursystur okkar. Rut frænka var glæsileg og hjartahlý manneskja sem elskaði fast og innilega. Rut frænka elskaði fjölskylduna sína meira en allt og gerði allt fyrir þá sem til hennar leituðu - hún lét okkur svo sannarlega finna það í hvert einasta skipti er við hittumst. Rut og mamma voru tengdar afar sterkum böndum, þær héld- ust fast í hendur alla sína tíð, tengingin á milli þeirra var svo sterk að við höfum alla tíð litið á börn þeirra Rutar og Bigga, Guðbjörgu og Rút Örn, sem okk- ar auka systkini og Rut hefur verið okkar önnur mamma í gegnum tíðina. Rut frænka var með alveg ein- stakan húmor, með eindæmum skemmtileg og með alveg magn- aða frásagnargáfu. Við eigum fjársjóð af falleg- um, góðum og skemmtilegum minningum sem við munum geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við elskuðum Rut okkar óend- anlega mikið og munum sakna hennar sárt. Elsku hjartans Biggi, Guð- björg, Rútur Örn, Kristín, Anika Rut, Myrra Kristín, Jón Birgir og Sigríður Rut, megi almættið umvefja ykkur og styrkja á þess- um erfiðu tímum. Ykkar einlægu frændsystkini, Kristján (Kiddi), Ragnheiður Rut og Helga Björk. Í dag kveðjum við elsku bestu vinkonu okkar, Rut Rútsdóttur. Elsku Rut okkar var kölluð allt of fljótt frá Bigga, fjölskyldu og okkur í saumaklúbbnum. Það hefur sennilega vantað söngrödd í englakórinn, því hún hefur glatt okkur í gegnum tíðina með söng sínum og öllum þeim textum sem hún kunni. Rut var ung að aldri þegar hún hætti í skóla og fór að hugsa um heimilið með pabba sínum, þar sem móðir hennar hafði veikst al- varlega. Annaðist hún yngri systkini sín eins og hún væri móðir þeirra. Hún var dugleg og ósérhlífin, og á þessum tíma var hún yngsta húsmóðir í Hafnar- firði. Við höfum verið vinkonur frá 11 ára aldri og stofnuðum saumaklúbb mjög ungar. Þegar við fermdumst fékk Jónína myndavél, sem þótti mjög flott á þessum tíma. Hún tók svo fallega mynd á Öldugötunni af Rut úti í garði, klæddri fermingarfötun- um. Okkur stelpunum fannst Rut vera eins og fyrirsæta á þessari fallegu mynd. Í gegnum árin hefur mikið ver- ið brallað og margt skemmtilegt á daga okkar drifið, meðal annars farið í sumarbústaði og þá hefur betri helmingurinn fengið að fljóta með, en þeir eru nú orðnir hluti af saumaklúbbnum. Árið sem við urðum sextugar kom upp sú hugmynd að skreppa saman til útlanda. Þá fékk Rut þá snilld- arhugmynd að við færum í sigl- ingu til Vestmannaeyja því þar væri að finna góðan leiðsögu- mann. Það var eins og við mann- inn mælt, við allar til í þetta því við vissum að þarna var verið að tala um Hörpu systur Rutar, sem tók svo vel á móti okkur þegar til Eyja var komið. Við áttum ynd- islega helgi í Eyjum þar sem við vorum boðnar heim til Hörpu og síðan fór hún með okkur um alla eyjuna og fræddi okkur um staði og örnefni og á hún miklar þakkir skildar fyrir gestrisnina. Okkur stelpunum þótti óend- anlega vænt um að fá að vera við- staddar þegar Rut og Biggi giftu sig aftur fyrir fimm árum í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Þarna var samankomin nánasta fjöl- skylda og svo við saumaklúbbur- inn. En nú er stórt skarð höggvið í hópinn sem aldrei verður bætt. Elsku Rut okkar var svo stór partur af saumaklúbbnum, henn- ar verður sárt saknað og munum við halda minningu hennar á lofti. Elsku Biggi, Guðbjörg, Rútur og Kristín, Anika Rut, Myrra Kristín, Jón Birgir og Sigríður Rut, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra og megi góður guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Saumaklúbburinn, Ágústa, Fríða, Guðrún, Hafdís, Hólmfríður og Jónína. Rut Rútsdóttir ✝ Ósk Kristjáns- dóttir fæddist í Reykjavík 16. des- ember 1962. Hún lést á sjúkrahúsinu í Thisted 12. ágúst 2021. Foreldrar henn- ar voru: Kristján L. Júlíusson, f. 30. júlí 1933, d. 6. ágúst 2013, og Sig- urbjörg Jóhann- esdóttir, f. 20. febrúar 1932, d. 19. maí 2020. Ósk var næstyngst í fjögurra systkina hópi en þau eru: Adolf Örn, f. 6. september 1952; 2005, móðir Rakel Dan Petru- dóttir. Maki Antons er Karina Bechmann Olesen f.14. des. 1982. 2) Hector Breki Geirsson, f. 9. október 1985, maki Synne- Louise Langeid Terjesen f. 31. maí 1990. Börn þeirra: Ásta Selilja Langeid Hectorsdóttir, f. 2. mars 2013. Alva Selilja Langeid Hectorsdóttir, f. 2. apríl 2014. Börn Óskar og Guð- mundar: 3) Guðný Lára, f. 27. sept. 1989, maki Kristian Vang Thomsen, f. 28. júní 1985. Börn þeirra: Hjalte Amby Kristians- son, f. 28. júní 2011. Toke Amby Kristiansson, f. 22. okt 2013. 4) Hafþór Sindri, f. 24. sept. 1991, maki Sarah Wissing Laursen, f. 24. júní 1989. Börn þeirra: Aya Wissing Hafthors- dottir, f. 9. jan. 2016. Asgeir Wissing Hafthorsson, f. 14. ágúst 2018. Bálför hefur farið fram. Grétar, f. 8. maí 1955, og Rut, f. 5. júní 1965. Eftirlifandi eig- inmaður Óskar er Guðmundur Vil- hjálmsson, f. 1. mars 1961. Ósk átti soninn 1) Anton Örn Ørs- ted Rögnvaldsson, f. 20. desember 1981, með Rögn- valdi Hreiðarssyni. Börn Ant- ons: Konný Ósk Önnudóttir, f. 3. des. 2001, móðir Anna Jóna Úlfarsdóttir. Nataníel Örn Ör- sted Antonsson, f. 29. des. Í dag er afmælisdagur Óskar systur minnar. 16.12. ’62. Hún var afar stolt af þessum degi sínum og því að vera bogmaður, ekki boga- maður eins og sumir segja, bog- maður skyldi það vera. Á hennar yngri árum var lagið „Oh what a night“ í sérstöku uppáhaldi og þá helst laglínan; „late desember back in ’63“, hún tók hana til sín og var þess fullviss að verið væri að upphefja þann dag sem hún fædd- ist. Skítt með innihald textans og þá staðreynd að sungið var um ár- ið 1963 en ekki ’62. Hvað er eitt ár til eða frá þegar maður er ungur og lífið blasir við? Það skiptir hins vegar mun meira máli núna. Við hefðum öll, ekki síst Ósk, viljað fá í það minnsta eitt ár í viðbót. En því er ekki að skipta, hún er farin í sitt hinsta ferðalag. Við Ósk vorum yngstar af fjór- um systkinum, ég litla barnið, hún tveimur og hálfu ári eldri og tveir eldri bræður; Adolf og Grétar, og brúaði Ósk bilið milli mín og tölu- vert eldri bræðra. Ósk gætti mín af alúð og við vorum afar nánar fram eftir aldri. Hún var frökk og uppátækjasöm og ég feimna barn- ið naut oft góðs af, lærði margt sem kom sér vel. Ekki síst þegar maður flytur í nýtt hverfi í upp- byggingu sem var Breiðholtið, fær lykil um hálsinn eins og þá tíðk- aðist. Foreldrar nýskildir svo móðirin þarf að vinna meir en æskilegt er ungum börnum en faðirinn var í vinnu í Breiðholts- kjöri. Það varð til þess að Ósk tengdist pabba sterkum böndum og fannst gott að eiga hauk í horni mitt á milli heimilis og skóla. Ósk vann svo við hlið pabba um hríð í Breiðholtskjöri. Ósk var mikill töffari, kannski meira af nauðsyn en vilja, var sjálfstæð og átti stóran vinahóp í hverfinu sem hún hélt tengslum við alla tíð og henni þótti ofurvænt um enda margir frábærir einstak- lingar. Ósk var vön að gera það sem hún vildi og lét fáa segja sér fyrir verkum og hún var móður okkar ekki alltaf auðveldur unglingur, sérstaklega þegar sjálfstæðisbar- átta hennar stóð sem hæst, en voru mjög góðar vinkonur þess á milli og var þá mikið hlegið saman. Ég skildi ekki allar hennar ákvarðanir í lífinu en þær voru hennar að taka. Flutningur fjöl- skyldunnar til Danmerkur fyrir 26 árum kom mér á óvart, að sjá á eftir systur og trúnaðarvini og litlum frændsystkinum var erfitt. Ég átti þá von á mínu fyrsta barni og hefði ég kosið að hafa systur mína við hlið mér í því ferli. Þrátt fyrir sterk tengsl við Ís- land tengdist Ósk dönsku sam- félagi strax og tók mikinn þátt í því. Hún átti án alls efa stóran þátt í hugarfarsbreytingu og áliti sam- borgara sinna í Thy til íbúa leirs- ins (Lejeren), sannkallaðrar hippakommúnu þar sem íbúar lifa „off the grid“ úti í skógi og eru sjálfu sér nægir með flest. Frið- elskandi samfélag þar sem Ósk og fjölskylda vöndu komur sínar og öðluðust vinskap og virðingu fyrir. Sum barna Óskar búa eða hafa bú- ið í leirnum ásamt fjölskyldum sínum og fór bálför Óskar þar fram undir berum himni. Ein fal- legasta athöfn sem undirrituð hef- ur verið (fjar)-viðstödd. Undir haust árið 2020 greinist Ósk með krabbamein sem þá hafði dreift sér en Ósk hafði glímt við heilsu- brest lengi og ítrekað leitað til lækna vegna þess. Undir það síð- asta setti Ósk alla sína orku í sam- verustundir með sínum nánustu. Snemma morguns 12. ágúst lést Ósk á sjúkrahúsinu í Thisted. Hvíldu í friði elsku systir, hvar svo sem þú munt hvíla. Ég mun minnast þín og sakna þar til sálir okkar og foreldra okkar rekast saman á ný. Meira á www.mbl.is/andlat Rut. Ósk Kristjánsdóttir Okkar ástkæri GUÐJÓN INGVI STEFÁNSSON verkfræðingur lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 4. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. desember klukkan 13. Gestir eru beðnir að framvísa neikvæðu Covid-prófi sem er ekki eldra en tveggja sólarhringa gamalt. Athöfninni verður streymt á slóðinni www.streyma.is. Elín Guðjónsdóttir Stefán Arnarson Þorbjörn Guðjónsson Þórdís Bragadóttir Stefán Broddi Guðjónsson Þuríður Anna Guðnadóttir Guðrún Broddadóttir Heba Björk, Tómas, Stefanía Bergljót, Friðrik Þjálfi, Guðni Snær, Ingvi Freyr og Óskar Máni Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÞÓR BJÖRNSSON pípulagningameistari, lést á Hrafnistu, Sléttuvegi 3, miðvikudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. desember klukkan 13. Ólöf, Garðar, Sigríður, Benedikt og Hjörtur Ingþórsbörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALMA ÞORVARÐARDÓTTIR, lést á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 6. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir en athöfninni verður streymt og hægt að nálgast það á www.mbl.is/andlat. Fanney Sigurgeirsdóttir Þórir Ólafur Skúlason Helena Melax Jón Berg Jónasson og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.