Saga - 2016, Page 40
ég. og það er ekki vegna þess að hinir séu vondir við mann eða vilji
ekki samþykkja mann eða viti ekki um mann eða eitthvað svona. Þetta
er einhver óútskýranleg tilfinning sem að ég hef að minnsta kosti oft
upplifað svona: [andvarpar] hér þarf ég ekki að útskýra neitt. og ég
upplifi þetta kannski sjaldnar og sjaldnar en ég gerði það oft, og það
var kannski það sem Íslensk-lesbísk var. Þetta var … einhvers konar
öryggistilfinning, eitthvað svoleiðis, sem þýðir ekkert endilega að
maður hafi verið svo gasalega óöruggur annars staðar. en maður bara
talaði ekki um það [samkynhneigðina].108
orð Anniar benda til þess að Íslensk-lesbíska hafi fyrst og fremst
þjónað sem öruggt rými fyrir nokkrar fyrstu konurnar í sögu lands-
ins sem sköpuðu sér lesbíska sjálfsmynd. Þegar fjallað er um sam-
kynhneigðar sjálfsmyndir innan hinsegin fræða og sögu kynverund-
ar grípa fræðimenn á borð við Nan Alamilla Boyd, Julian Carter o.fl.
til hugtakanna sjálfsvera (e. subject) og sjálfsveruháttur (e. subjecti-
vity) til að útskýra hvernig samkynhneigð sjálfsmynd varð til.
Þ.e.a.s. hvernig samkynhneigð hætti að vera gjörð og varð að per-
sónueinkenni. Hugtökin eru fengin úr smiðju Michels Foucault og
vildi hann með þeim gera grein fyrir því hvernig ný tegund valds,
lífvald, hefði orðið til í nútímasamfélögum. Þekking er grundvall-
arþáttur í þessari tegund valds sem gengur út á að halda uppi röð
og reglu með því að skilgreina og flokka fólk og ýmsa þætti mann-
lífsins, m.a. í gott/slæmt, eðlilegt/óeðlilegt, venjulegt/afbrigðilegt
o.s.frv. Lífvald krefst ekki eftirlits af hálfu yfirvalds vegna þess að
borgararnir, í viðleitni sinni til að falla í réttan flokk, sjá um að
stunda eftirlit með sjálfum sér og öðrum og verðlauna eða refsa eftir
því sem við á.
Samkvæmt Foucault er það svokölluð orðræða sem framleiðir þá
þekkingu sem liggur lífvaldi til grundvallar. Ríkisvaldið og ýmsar
stofnanir hafa það markmið að miðla valdi í gegnum orðræðuna og
ná þannig yfirráðum yfir viðfangi sínu. Fólk verður viðfang (e.
subject) orðræðu þegar það tekur sér sjálfsverustöðu (e. subject posi-
tion) sem orðræðan skapar fyrir það en þaðan virðist hún rökréttust.
Það ferli er þá kallað mótun sjálfsverunnar (f. assujettissement, e.
subjectivation, subjectivization eða subjectification). Foucault telur að
mótun samkynhneigðrar sjálfsveru megi rekja til nútímalæknavís-
inda á 19. öld og áhrifa þeirra á orðræðuna um samkynhneigð. Fram
að því höfðu kynmök einstaklinga af sama kyni yfirleitt verið álitin
íris ellenberger38
108 Viðtal. Anni Haugen 10. maí 2016.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 38