Saga


Saga - 2016, Side 197

Saga - 2016, Side 197
á fjölsótt svið þar sem sterkar hefðir ríkja. Í fyrsta kafla bókarinnar segir Gunnar að Þegar siðmenningin fór fjandans til sé í ætt við nýlegri rannsóknir á styrjöldinni þar sem minni áhersla sé lögð á framvindu stríðsátakanna og einstaka gerendur. Þeim mun meiri kraftur sé settur í að draga fram önnur sjónarhorn á stríðið og áður vannýttar heimildir eins og sendibréf, dag - bækur, fornleifar og bókmenntir, svo dæmi séu tekin. Þessarar áherslu sjást vissulega merki í ritinu og Gunnar Þór leggur sig í líma við að draga fram ýmislegt sem þótti framan af ekki þess virði að minnast á í skrifum um stríðsrekstur. Hann leggur talsvert upp úr því að nota heimildir eftir bæði karla og konur til að varpa ljósi á sýn Íslendinga á styrjöldina ásamt því sem hann fjallar um áhrif stríðsins á kvenþjóðina. Við það fer hann stundum inn á snertifleti styrjaldarinnar við fyrstu kynslóð femínisma sem var þá að uppskera afrakstur erfiðisins, t.d. með kosninga- rétti fyrir konur eldri en 40 ára. Þannig dregur hann fram andóf íslenskra kvenna gegn yfirráðum karla í umræðum um og ráðstöfunum gegn þeirri dýrtíð sem styrjöldin hafði í för með sér. Þá gerir hann Kvennablaðinu sérstök skil, en það birti gjarna frásagnir af kjörum kvenna í stríðinu, og notar það síðan ekki aðeins sem heimild heldur einnig við og við til að beita kynjuðu sjónarhorni á viðfangsefnið hverju sinni. Það má því segja að Gunnar leggi sig fram um að draga úr þeirri karlaslagsíðu sem iðulega einkennir stríðs - sögur. Þá vekur sérstaka athygli að Gunnar Þór minnist á samkynhneigð, eða „kynvillu“ eins og hún var kölluð á íslensku á tímum fyrri heimsstyrjaldar- innar. Það er í sjálfu sér ekki eins óvenjulegt og ætla mætti. Þau sem leggja stund á sögu kynverundar hafa einmitt haft sérstakan áhuga á styrjaldar- tímum á fyrri hluta 20. aldar, einkum síðari heimsstyrjöldinni, vegna þess að þeir höfðu í för með sér mikla kynjaskiptingu hjá stríðandi þjóðum þegar stórir hópar ungra karla voru fluttir í herinn en konur tóku við störfum þeirra heima fyrir. Þrátt fyrir það er sjaldan fjallað um samkynhneigð í íslenskum sögubókum fyrir almenning. Það er því ánægjulegt að Gunnar Þór skuli flétta óhefðbundnum kynhneigðum inn í umfjöllunina, með því að minnast á kynvillumálaferlin gegn Guðmundi Sigurjónssyni Hofdal, glímukappa og hermanni, og tengja hana við dóma yfir þrjú hundruð bresk- um hermönnum fyrir „skort á velsæmi“ í samskiptum við aðra karla í fyrri heimsstyrjöldinni (bls. 240). Þannig dregur Þegar siðmenningin fór fjandans til dám af nýlegri rannsóknum á styrjöldinni. Þrátt fyrir það má á ýmsum stöðum greina fullhefðbundnar áherslur. Vissulega fáum við innsýn inn í kjör kvenna, samkynhneigð, áfalla streitu - röskun hermanna og ýmsilegt fleira en samt sem áður beinist sjónarhorn frásagnarinnar mjög víða að framvindu stríðsins og einstaka gerend um. Gunnar virðist reyndar gera sér grein fyrir því og lesa má afsakandi tón úr skrifum hans vegna þeirrar áherslu sem lögð er á sögufræga karla og at - burði styrjaldarinnar, t.a.m. þegar hann segir nokkuð ítarlega frá æðstu hers- ritdómar 195 Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 195
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.