Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 28

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 28
26 hvalveiðar við Íslandsstrendur en Danir kærðu Hollendinga iðulega fyrir ólöglegar veiðar og kaupskap við Íslendinga. Árið 1635 fékk fulltrúi Íslandskaupmanna tvo skipstjóra sektaða í Amsterdam fyrir ólöglegar hvalveiðar við Ísland en hann hafði sett upp tjöld sín í höfninni Stengelsfort og brætt spikið þar. Ekki er hægt að fullyrða að um Steingrímsfjörð sé að ræða en í hollenskum skjölum og landakortum eru íslensk örnefni gjarnan ankannaleg og oft er um hollenskar nafngiftir að ræða eins og kemur fram í grein Inga Karls Jóhannessonar um hrakninga hollenskra duggara seint á átjándu öld.5 En fleiri þjóðir koma til greina. Pétur Einarsson höfundur Ballarárannáls hafði um tíma lögsögu í Strandasýslu og kvað þar upp dóm 1635. Í annál sínum segir hann að spænskir hvalveiðimenn hafi fyrst komið á Strandir 1608, „ræntu viðum og líka peningum, og voru strákfengnir.“6 Ekki kemur tímasetningin heim við orð Jóns lærða en Pétur nefnir hins vegar að árið 1626 hafi Frakkar fyrst komið á Strandir og veitt 20 hvali.7 Samkvæmt Fjölmóði Jóns lærða var í það minnsta eitt franskt skip meðal þeirra sem komu 1614.8 Eftir því sem best er vitað voru frönsk hvalveiðiskip oftast gerð út frá Baskalandi norðan landamæranna og reyndar voru Baskar lykilmenn á öllum skipum sem stunduðu hvalveiðar á fyrri hluta aldarinnar, þeir voru upphafsmenn hvalveiða í stórum stíl, kunnu best til allra verka hvort sem um var að ræða veiðarnar sjálfar eða vinnslu spiksins í verðmætt lýsi. Dæmi um þetta er að árið 1618 héldu Danir á fjórum skipum til hvalveiða við Svalbarða og með þeim voru 44 Baskar með 10 báta að sögn Jóns Indíafara sem var með í för.9 Þá er einnig vitað um danskan kaupmann með leyfi til hvalveiða frá Hollandi sem hafði framselt leyfið til franskra Baska.10 Spurningin um hverrar þjóðar hvalfangarar á Strákatanga voru bíður endanlegs svars. Ekki er útilokað að fleiri vísbendingar komi í ljós við fornleifagröft og þá er ekki útilokað að í erlendum skjalasöfnum leynist einhverjar upplýsingar. Hitt er ólíklegra að nokkur upplýsandi skjöl sé að finna í íslenskum skjalasöfnum. Þögnin um alla þá starfsemi sem farið hefur fram í Kaldrananeshreppi er ekki síður athyglisverð. Að vísu hafa fáar heimildir úr Strandasýslu frá þessum tíma varðveist en einnig má velta fyrir sér af hverju er ekki neitt að finna um þessa starfsemi í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.