Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 45

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 45
43 Þegar kom yfir Reykjarfjörðinn var sýnilega norðaustanvindur og öldugangur. Ekkert hik virtist á flugmönnunum og lentu þeir. Þung undiralda var og stampaðist vélin rétt eins og um skip væri að ræða og hjó upp í ölduna. Vélin var svo færð nær landi þar sem var kyrrari sjór. Heimamenn komu síðan fram á bát eins og verið væri að afgreiða skip og var farmur og fólk flutt í land. Við höfðum þar með náð góðum áfanga, komnir í okkar heimasveit en ekki komnir heim sem átti eftir að vera býsna torsótt. Við Sveinn vorum ungir og ekkert að vanbúnaði að leggja af stað gangandi, ef ekki væri önnur úrræði, þótt veðurútlit væri ekki gott og komið undir myrkur, fram undan gæti verið fimm til sex klukkustunda gangur. Sú ákvörðun var ekki svo einföld, með okkur voru ferðafélagar sem við urðum að taka tillit til. Eitthvað var því staldrað við og staðan ígrunduð. Á Djúpuvík var kominn Böðvar Guðmundsson í Ófeigsfirði sem sá um póstdreifingu og hafði verið boðaður þangað til að taka við þeim pósti sem átti að flytjast norður um sveitina. Böðvari var nú vandi á höndum, pósturinn var meiri en svo að hann væri borinn á bakinu og þurfti tvo eða þrjá hesta til, sem voru heldur ekki tiltækir, og ekki hestfæri við þær aðstæður sem voru. Niðurstaðan var sú að Böðvar póstur var búinn að fá trillueiganda á staðnum til að flytja sig og póstinn yfir fjörðinn, gátum við ferðafélagarnir fengið far með. Þetta var talið fært þótt veður væri ekki upp á það besta en ekki langt að fara og hagstæð landtaka í Naustvík við ríkjandi vindátt þótt lent væri beint í fjöruna. Öðrum áfanga ferðarinnar var lokið, við höfðum fast land undir fót í fjörunni í Naustvík sem er afskekktur bær við norðanverðan Reykjarfjörð nokkurn veginn beint á móti Djúpuvík. Þótt ég segi hér að hann væri afskekktur var hann í þjóðleið milli bæja við sunnanverðan Reykjarfjörð, og má þar m.a. nefna verslunarstaðinn á Kúvíkum, meðan hann var í byggð, og Djúpuvík þar sem var á tímabili nokkurt fjölmenni. Leiðin sem fram undan var var yfir svonefnd Naustvíkurskörð, sem er dálítill fjallvegur, brattar brekkur beggja vegna fjallsins, og var leiðin við þær aðstæður sem nú voru ekki fýsileg, komið myrkur og veður alls ekki gott, norðanátt með dálítilli snjókomu. Næsti bær á móti var Bær í Trékyllisvík. Á þeim árum voru vegalengdir ekki mældar í kílómetrum. Einungis talað um hvað þessi eða hin bæjarleiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.