Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 124

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 124
122 unnið í stálverksmiðju í Moskvu, en það mun einmitt hafa verið opinbera skýringin á dvöl Hallgríms þar, að hann hafi unnið í verksmiðju. Frá hinu mátti ekki uppljóstra, að hann hefði verið þar í skóla Kominterns. Fengu nemendur skjal, sem átti að staðfesta verksmiðjuvinnuna, og því máttu þeir framvísa, þegar komið var heim. Í greininni í Iðnnemanum segir, að í verksmiðjunni, sem var ný, hafi unnið 7.000 manns og átti eftir að fjölga, því hún var ekki komin í notkun að fullu. Eins og við aðrar stórar sovézkar verksmiðjur, þá var þar rekinn verkskóli, og við hann voru 3.000 nemendur. Lýst er, hvernig nám og starf tengist saman. Iðnnemar fengu námsstyrk og kaup skv. akkorði. Í blaði liðs Félags ungra kommúnista í Iðnskólanum í Reykjavík, sem hét Iðnneminn, en kom aðeins út í einu tölublaði, snemma árs 1932, er birtur kafli úr sendibréfi frá Sovétríkjunum um iðnnema í kúluleguverksmiðju í Moskvu og kjör þeirra (Iðnnemar Sovjet-Rússlands). Sú grein kemur vel heim og saman við þá, sem áðan var lýst. Þessi seinni grein er ómerkt, og verður ekkert sagt frekar um, hver er höfundur hennar. Í Strandapóstinum frá 2009 er vikið að bréfaskiptum Agnars Kofoed-Hansens og Eymundar 1935, en Agnar var þá að ljúka liðsforingjanámi í Danmörku. Hvaða upplýsingar Agnar Kofoed- Hansen fékk frá Eymundi, vitum við ekki, en í Skinfaxa ritaði Agnar 1937: „Rússneska æskan hefir gripið svifflugið enn fastari tökum, og með meiri áhuga en annarstaðar eru dæmi til. Rússneska æskan er í öllum sínum frístundum í loftinu.“ (Um svifflug. Skinfaxi. Tímarit U.M.F.Í., 18. árg., bls. 62–67, 1937.) Kunnugt er um eitt viðtal við Ásgeir Blöndal Magnússon um þessa tíma og dvöl hans í Moskvu. Það tók Haraldur Jóhannsson við hann sumarið 1978 (Þá rauður loginn brann. Rvk 1991).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.