Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 107

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 107
105 veginn finnst mér hún ekki eins köld og Drangavíkuráin. Kannski virkar kuldinn hressandi á þreytta fætur eða er það tilhlökkunin að komast heim í Ófeigsfjörð. Þar á maður von á góðum viðtökum hvar sem borið er niður, hjá Siggu, Ingibjörgu eða Ellu. Þegar við stöndum á hlaðinu í Ófeigsfirði er næstum komið myrkur. Okkur er tekið með kostum og kynjum, við tökum af okkur pokana og erum drifnir í hús. Það verður gott að sofna í kvöld. Morguninn eftir vöknum við snemma. Við ætlum út á Seljanes. Þar búa systir mín og mágur og afi minn. Við höfum sofið vel um nóttina og notið gestrisni fólksins í Ófeigsfirði. Við þökkum fyrir okkur með handabandi, kveðjum og höldum út með firðinum, förum með sjónum. Einar er ekkert að skima eftir rebbum, hann veit að þeir eru ekki mikið að snuðra á þessu hættusvæði þar sem hver maður fer um vopnaður. Við erum fljótir, langt innan við klukkutíma og er við komum á Nátthagaklettana sé ég að afi er úti við. Ég kvíði svolítið fyrir að heilsa honum, því hann tekur í vörina og afa sínum heilsar maður með kossi. Þá er alltaf spurningin hvort hann sé nýbúinn að spýta. Ef hann er nýbúinn er allt í lagi, annars er hætta á að eitthvað af tóbaksleginum lendi á röngum stað. Þegar hann sér okkur kemur hann til móts við okkur og heilsunin gengur vel, ekkert tóbak. Hann býður okkur í bæinn og þar taka Gústa og Benni á móti okkur með glaðværð. Við þiggjum veitingar, ég mjólk og kökur en Einar vill kaffið svart. Hann er yfirheyrður um ferðalagið, segir veiðisöguna. – Ég hélt að ég hefði misst af henni, helvítis tæfunni, hefði ekki hitt hana í fyrra skotinu. Svo sá ég að hún stakk við og þá lét ég hitt vaða á eftir henni. Þá var þetta búið, hún lá þarna steindauð. – Eftir rabb og skemmtisögur, því Benni er allra manna skemmtilegastur er farið að tygja sig til ferðar. Hann vill endilega setja undir okkur hesta inn í Ingólfsfjörð, en Einar segir það óþarfa, okkur sé engin vorkunn að rölta þetta inn með firðinum í góðu færi. Svo kveðjum við alla með virktum og afi biður Einar fyrir kveðju til Betu sinnar. Ég sé að það er glettnisglampi í auganu á afa. Ég veit ekki hvers vegna. Inn í Ingólfsfjörð er um klukkutíma gangur. Mér finnst það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.