Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 51

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 51
49 Hvernig rættist úr fyrir Kristjáni heyrði ég aldrei talað um. En fátækur var hann víst alla sína daga. En það er af Birni að segja, að hann fluttist héðan frá Bæ. Í svipinn minnir mig að hann flyttist inn að Goðdal og byggi þar einhvern tíma. Björn átti fjölda barna og komst í fátækt. Fór svo að hann átti ekki góðra kosta völ. Jarðnæði lá ekki á lausu. Björn mun hafa verið sérvitur, vel gefinn og hugsjónamaður?* En hvernig sem það var þá brá hann á það ráð að fá nýbýli í Bæjarlandi. Fékk hann fremsta hluta Bæjardals, niður undan Nónhyrnunni. Þar byggði hann yfir sig og fjölskyldu sína. Standa þær húsarústir enn með glöggum ummerkjum, enda veggir hlaðnir mest úr góðu hleðslugrjóti, sem var þar nærtækt. Þar er bæjarhús fremur lítið, fjós áfast við bæinn. Fjárhús og hlaða. Þar er brunnhús áfast við bæinn og innangengt í það. Þarna er greinilega alls hagræðis gætt, sem kostur var á. Eflaust hefur hlíðin upp af býlinu verið meira gróin en hún er nú og hefur verið í mínu minni. Þarna var hey gott og þegar ég man fyrst eftir skar túnið sig nokkuð úr hvað gróður varðar. Slægjur eru þarna nærtækar en snjóþungt og vetrarríki mikið. Býli sitt nefndi Björn Sólheima. Þarna mun Björn hafa búið í 3–4 ár, um og fyrir 1880. Þau ár voru mörgum þung í skauti og mátti kalla hallæri upp úr 1880. Þarna bjó Björn til ársins 1882. Það ár var öllum illærum verra. Þegar kom fram á veturinn var Björn kominn í þrot með fjölskyldu sína og búpening. Svarf svo að honum, að á útmánuðum var hann orðinn bjargarlaus. Var þá ekki um annað að gera en að taka heimilið upp og ráðstafa því eins og best yrði við komið. Voru þá börnin orðin máttfarin af skorti og sama mun hafa verið um búpeninginn. Voru menn sendir með sleða til að flytja fjölskylduna til byggðar. Óljósar sagnir heyrði ég sagðar af þessum atburði. Sagt var að fjölskyldan hefði verið dregin hér niður á bæjarmörkin á svokallað Nátthaganes í Finnbogastaðalandi, þar sem skólinn stendur nú. Þar voru mættir þeir sem falið hafði verið að taka á móti þessu örbirgðarfólki. Var börnunum skipt upp á milli heimila þar sem þeim var ætluð vist. Ekki veit ég eða heyrði sagt frá, hvort hjónin fengu að vera saman eftir þennan flutning. En börnunum var komið fyrir hér og þar. * Hér hefur Guðmundur sett spurningarmerki í handritið. Hefur líklega ekki verið viss um hvort hægt væri að tala um hugsjónamann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.