Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 109

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 109
107 þegar hann hverfur út með sjónum, mér finnst gott að ferðast með honum, hann flanar ekki að neinu. Ég held upp brekkurnar og yfir Eyrarhálsinn. Þegar ég er kominn upp horfi ég til norðurs og þar sem Skörðin blasa við. Ég sé að inn með þeim leggur él svo að þau eru grámóskuleg í fjarlægðinni. Nú finnst mér að þetta sé óraleið. Ég hugsa til mömmu og pabba og systkina minna þarna fyrir norðan og vona að allt gangi vel á meðan ég er í burtu. Mér finnst ég líka bera ábyrgð á að allt gangi vel. Ég skokka niður brekkurnar í átt að Melum, en ég er feiminn og ætla að fara fram hjá. Ég ákveð að fara með fjallinu og sleppa þannig óséður. Þegar ég er fyrir ofan bæina sé ég að Mundi er úti. Ég sé meira að segja að hann er í tvíþumlavettlingum. Hann tekur eftir mér og veifar mér að koma, en ég læt sem ég sjá það ekki og flýti för minn fram hjá. Nú fær Ella gamla ekki að klípa í handlegginn á mér eins og síðast og segja að ég sé feitur. Ekkert sögulegt gerist á leiðinni fram eftir nema ég mæti Tóta á Finnbogastöðum í Hvalvíkinni. Hann teymir hestinn sinn. Hann er á leið í Kaupfélagið. Við spjöllum svolítið saman. Svo höldum við hvor sína leið. Ég herði mig þennan spöl sem ég á eftir fram í skóla, fram hjá Árnesi. Þegar ég kem í skólann er útivist og krakkarnir eru að leika slagbolta. Þau bjóða mig forvitin velkominn og í leikinn með sér. Ég er svolítið lúinn og fer inn þar sem Torfi og Gunnsteinn taka á móti mér. Ég ætla að hvíla mig fram að lestíma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.