Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 71

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 71
69 Fyrstu leikkonur, sem ég man eftir að hafa heyrt um, voru Jakobína Thorarensen og Elinborg Magnúsdóttir. Ég þekkti báðar vel en sá hvoruga á sviði. Elinborg, þá 17 ára (f. 1903), lék aðalhlutverk, Guðlaugu kvenvarg, að sögn Þ.Hj. af mikilli prýði (1920). Nafn leikritsins er gleymt. Elinborg þótti einhver besta leikkona Hólmvíkinga á sinni tíð og lék í mörgum verkum. Bjarni Sigvaldason, Dalamaður, sem stundum dvaldi og starfaði á Hólmavík, kunni vel að meta hæfileika hennar og sagðist þá hafa séð bestan leik á sviði þegar Elinborg átti að fá aðsvif af kjaftshöggi frá mótleikaranum, sem sló svo fast að hún þurfti ekki að leika aðsvifið. Strax við opnun Þjóðleikhússins réðst Elinborg þar til starfa í fatamóttökunni. Hún sagði mér sjálf að nálægðin við leiklistina, sem var henni mikið hjartans mál, hefði haft sitt að segja um starfsvalið. Ég hitti hana í Þjóðleikhúsinu eftir eina sýninguna á mjög vinsælu verki sem listdómarar höfðu verið að reyna að rakka niður. Þar var nú Elinborg heldur betur á öðru máli og lét það heyrast. Ég sá nokkra leikhúsgesti á útleið líta um öxl. III. NOKKUR STÓRVIRKI Í þessum kafla, og reyndar flestum hinna líka, hef ég aðallega fyrir mér almennt umtal, fyrir utan eigið minni, sem sumstaðar er allljóst, en oftast frekar slitrótt. Ég nafngreini þrjá heimildarmenn hér á eftir. Fundargerðabækur fjögurra félaga hef ég átt kost á að glugga í, þau eru Málfundafélagið Vaka, Skátafélagið Hólmherjar og UMF Geislinn yngri og Kvenfélagið Glæður. Ritað mál um leiksýningar á Hólmavík hef ég ekki fundið utan eina góða grein Sigurgeirs Magnússonar í Strandapóstinum, 27. árg., um Skugga- Svein. Kristján Jónsson var alltaf til í að ræða um ágæti gamla tímans á Hólmavík. Hann sagði mér ýmislegt um leikhúsmálin, ekki síst um leiktjöldin og húsin sem leikið var í. Honum voru þau mál hugleikin enda lék hann mörg stærstu hlutverkin á sinni tíð. Þorgeir Sigurðsson trésmiður var annar. Við settumst eitt sinn saman úti í horni á einhverri samkomu Átthagafélags Strandamanna í Reykjavík, eftir að hann var fluttur suður, og áttum langt samtal. Ekki man ég staf úr umræðuefninu lengur. Hins vegar fann ég 20 árum síðar í dóti mínu miða, sem á stóð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.