Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 96
94
leikenda. Byrjað var á að leita að efni í sjálfan Skugga-Svein. Það
var samdóma álit fundarmanna að hæfur maður yrði vandfundinn
í hlutverkið. Var þó gengið á röðina og byrjað á þeim sverasta,
Ingimundi Guðmundssyni, risavöxnum útgerðarmanni. Því næst
var ég leiddur fram. Hvorugur léði máls á að taka hlutverkið að
sér, enda ekki raddsterkir. Sá næsti, Kristján Jónsson, var heldur
ekki áfjáður, en kvaðst skyldi reyna ef enginn betri fyndist. Hann
fannst ekki og Kristján tók hlutverkið og stóð sig með ágætum að
allra dómi. Greiðlega gekk að skipa í önnur hlutverk, þangað til
kom að Sigurði bónda í Dal. Þá var enginn eftir óraðstafaður á
fundinum, nema einn tvítugur stráksláni, og var hann skipaður
með harðri hendi í hlutverkið, þvert gegn vilja sínum og allri
heilbrigðri skynsemi viðstaddra, enda langt um líkari kúasmala
eða fjósamanni, en virðulegum lögréttumanni og stórbónda.
Hlutverkaskráin:
Skugga-Sveinn Kristján Jónsson
Haraldur Kjartan Jónsson, Konráðssonar
Ásta Ásgerður Sigurðardóttir
Ögmundur Jens Aðalsteinsson
Jón sterki Jón Ormsson
Sýslumaðurinn Arngrímur Guðbjörnsson
Sigurður í Dal Óli E. Björnsson
Ketill skrækur Ásgeir Sigurðsson járnsmiður
Grasa-Gudda Árni Gestsson
Gvendur smali Ragnar Valdimarsson
Margrét Hulda Jónsdóttir Ottóssonar
Stúdent Bjarni Halldórsson
Stúdent ?
Hróbjartur ?
Fleiri eru hlutverkin í Skugga-Sveini. Í þessari uppfærslu var sýnt
atriði í helli Skugga-Sveins, þar sem hann leggur sig og lætur illa í
svefni. Koma þar fram alls konar drýslar og óféti og stíga dans og
hrína við hrotum Sveinka. Þessu atriði kvað oftast hafa verið
sleppt á þessum árum, en ekki í þetta sinn. Jón Ottósson tók ekki
í mál að sleppa staf úr verkinu. Ung kona utan úr sveitum, sem