Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 53

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 53
51 og sendur í nýja tugthúsið við Arnarhól 1805 sem nú hýsir stjórnarráðið. Þar leysti Jörundur hundadagakonungur hann út árið 1809 og varð Jónas einn af sveinum hans. Eftir fall Jörundar fór hann aftur norður á Strandir og var í Bæ og í Byrgisvík til 1817 en bóndi í Litlu-Ávík frá 1817 til dauðadags 1840. Kristján sonur hans var fæddur 1813 en dó 1869. Hann var um tíma norður í Húnaþingi en bjó síðustu níu ár ævi sinnar í Kolbeinsvík. Æviferill þeirra feðga er rakinn í bók Guðlaugs Gíslasonar, Lífvörður Jörundar hundadagakóngs (2008). Saga sú sem hér er sögð af útburði Kristjáns frá Bæ hlýtur því að hafa gerst eftir að Björn Björnsson kom í Bæ og áður en Kristján fór að búa í Kolbeinsvík eða á árunum 1857 til 1860. Ég tel reyndar líklegt að Björn hafi byggt Kristjáni út fljótlega eftir að hann kom í Bæ og viljað hafa rýmra um sig við búskapinn. Þetta gæti því hafa gerst 1857 eða 1858. Seinna ártalið er líklegra því Björn kemur væntanlega í Bæ í fardögum 1857 og hefur ekki getað byggt Kristjáni út fyrr en í fardögum árið eftir. Þessu til stuðnings þá fæddist eitt barna Kristjáns í Bæ í september 1857. Sagan er því búin að lifa á vörum fólks í Árneshreppi í um 135 ár þegar hún er fest á blað. Finnbogi sá, sem kenndur er hér við Finnbogastaði, hét fullu nafni Finnbogi Jörundur Guðmundsson, fæddur 1877 og dáinn 1950. Hann var þekktur og harðsækinn hákarlaformaður. Hann gekk undir nafninu Hákarla-Finnbogi. Það er því augljóst að sögur hafa gengið af hrossakjötsáti Björns Björnssonar og hans fjölskyldu eftir að hann er fluttur úr hreppnum því Finnbogi er aðeins fimm ára þegar Björn flosnar upp í Dalkoti og flyst úr hreppnum. Þess má geta að hrossakjöt hafa ættmenn mínir étið síðan og þykir hnossgæti. Að lokum má geta þess að ég heyrði að Björn og hans fólk hefði verið dregið á sleðum niður í Bæ vorið 1882. Handritið af þessari grein bað Pálmi Guðmundsson, sonur Guðmundar P. Valgeirssonar, undirritaðan að taka til handargagns skömmu fyrir andlátið sitt ásamt fleiru úr fórum Guðmundar. Handritið hafði lent í raka og blekið lekið út. Taldi Pálmi vafasamt að hægt yrði að lesa það. Það tókst þó með góðum vilja og hafðist að lesa hvert orð. Texti Guðmundar í Bæ er hér prentaður stafréttur. Haukur Jóhannesson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.