Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 31

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 31
29 íslenskum hosum og varning sem þeir töldu vafalaust ætlaðan til sölu á Íslandi, tóbak, brennivín, járnpotta (í öðru skipinu 120 stykki), striga, sápu, salt, rúsínur og krydd svo eitthvað sé nefnt. Ekki tókst Hollendingunum að sannfæra sjóréttinn á Brimarhólmi um að þeir hefðu ekki haft verslun í huga.15 Og hver veit, kannski eiga Strandamenn nokkrar lykkjur í þeim þúsundum para af hosum og vettlingum sem lentu á markaði í Hollandi á fyrri hluta sautjándu aldar. Þá má velta vöngum yfir þeim fjölda af reykjarpípum sem fundust á Strákatanga. Jón Indíafari segist hafa séð tóbak í fyrsta sinn þegar hann hóf utanferð sína 1615. Fyrsta dæmið um tóbak í öðrum heimildum er bréf frá Arngrími lærða til Óla Worm 1631. Arngrímur, sem þá bjó í Miðfirði, segist hafa vitneskju um tóbak frá sjómönnum, væntanlega við Húnaflóa, og á þeim tíma varla íslenskum.16 Tóbaksfíknin hefur fljótlega tekið menn föstum tökum því í annarri vísitasíuferð Brynjólfs biskups 1643 þurfti hann að taka fyrir kærumál gegn prestinum á Óspakseyri sem var orðinn svo mikill fíkill að hann tók sér hvíld í miðjum embættisverkum til að „drekka tóbak“ eins og reykingar voru kallaðar í þá daga.17 Og einhver hefur ólögleg verslun með tóbak verið á Ströndum fyrst alþingi lagði 1666 blessun sína yfir dóm úr Strandasýslu um „kaup ólíðanleg á tóbaki og öðru klattaríi“, einn fyrsti dómurinn um tóbak sem alþingi tók fyrir.18 Sú staðreynd að sumar pípurnar sem fundust á Strákatanga hafi aldrei verið reyktar vekur að sjálfsögðu þá hugmynd að einhver hluti þeirra birgða sem hvalfangararnir höfðu með sér hafi verið hugsaður sem verslunarvara. Meðal þess sem litið er til við rannsóknina á Strákatanga eru sambærilegar stöðvar sem grafnar hafa verið úr jörð annars staðar þar sem hvalveiðar voru stundaðar á svipuðum tíma. Við Red Bay í Labrador hafa verið rannsakaðar miklar leifar eftir hvalveiðar spænskra Baska á sextándu öld og á Svalbarða þar sem Hollendingar stunduðu veiðar í áratugi hafa verið grafnar upp hvalstöðvar sem um margt líkjast því sem komið hefur í ljós á Strákatanga. Á báðum stöðunum hafa fundist grafir hvalveiði- manna sem ýmist hafa látist af völdum sjúkdóma og slysa en einnig beðið bana við hættulegasta starfið, að róa að stórhvölum með skutla og lagvopn. Það lá því beint við að kanna hvort eitthvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.