Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 83
81
ágætar saumakonur, sumar listrænar, sem voru ætíð tilbúnar að
leggja sig fram við að gera eitthvað til augnayndis úr því efni sem
fyrir hendi var. Sú fyrsta sem nefnd verður er Vilhelmína
Gísladóttir, móðir Jakobínu Thorarensen. Ekki er þó hægt að
segja neitt um það hvort hún hefur fengist eitthvað við leikbúninga,
þó að ekki sé það ólíklegt. Um aðrar saumakonur get ég heldur
ekkert sagt, nema nefna nöfn sumra, t.d. Elinborgu Magnúsdóttur,
Kolfinnu Jónsdóttur, Helgu Guðmundsdóttur, Sigríði Sigurðar-
dóttur, Sigríði Tómasdóttur o.s.frv. Allt þeirra starf fór fram á
heimilunum í kyrrþey og vottalaust. Leikararnir birtust svo á
„generalprufunni“ í fíniríinu. Algengt var um eitt skeið að setja
upp skrautsýningar sem byggðust á þessu, þar sem ekkert var til
sparað. Mjög góð dæmi um slíkt má sjá á tveimur meðfylgjandi
ljósmyndum, áður birtum í Strandapóstinum, 33. árg. Úr þessu fór
Skrautsýning Hólmvíkinga 1930–1932. Gæti heitið Veturinn kveður,
sumarið kemur. F.v.: Jófríður Magnúsdóttir Hvalsá, Ragnheiður
Guðmundsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Björn
Björnsson?, Magnelja Guðmundsdóttir, Björgheiður Jónsdóttir og Elsa
Tómasdóttir. Stúlkurnar léku nýútsprungin blóm. Elsa lék lambagrasið.
Ljósmyndirnar eru úr eigu Guðrúnar Diðriksdóttur kennslukonu og
sjálfsagt teknar af Finnboga Guðmundssyni, eiginmanni hennar.