Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 95
93
Umf. Geislinn yngri
Félagið var stofnað 1945.
Mörg, kannski flest leikrit sem félagið sýndi frá byrjun til 1958,
eru talin hér að neðan.
1949-50 Kvenfél. kannski annað, UMFG hitt: Orrustan á Há-
logalandi og Græna lyftan.
1951-52 Við Kertaljós og Saklausi svallarinn.
1953 Frænka Charleys apríl (4 sýningar).
1954 Fjölskyldan í uppnámi.
1955 Köld eru kvennaráð, 5 sýningar (met). Leikför að
Óspakseyri. Ball á eftir.
Skemmtiiðnaður breyttist nú sem óðast (um 1956) í
spurningaþætti, Já og nei og vísubotnanir með meiru. Óljóst er
fyrir mér hvort leikstarfsemi lagðist af á Hólmavík um sinn út af
þessu. Í sendibréfi einu dagsettu á Hólmavík í apríl 1956, segir
bréfritari á þá leið að á Hólmavík verði víst engin leikstarfsemi í
vetur úr því sem komið er. Eitthvað er það, að 1960–80 má
málaflokkurinn heita mér lokuð bók, rétt eins og ekkert hafi verið
að gerast. Ég (burt fluttur 1958) frétti lítið að heiman og sá ekkert
skrifað frá þessum tíma. Fann þó hjá mér eina línu á bréfsnepli:
1958 Karólína snýr sér að leiklistinni. Kvenfélagið.
Slysavarnadeildin Dagrenning
1945 Skugga-Sveinn.
Slysavarnadeildin hélt aðalfund í stríðslokin og kosinn var nýr
formaður, Jón Ottósson. Ekki hafði hann fyrr tekið við embætti
en hann fór að róa að því öllum árum að koma Skugga-Sveini á
svið til fjáröflunar fyrir deildina. Lítið hafði Jón skipt sér af
skemmtanaiðnaðinum fram að þessu og kom fólki á óvart
harðfylgi hans að berja málið í gegn móti linnulausum úrtölum
úr öllum áttum. Þessar mótbárur voru svo sem ekki úr lausu lofti
gripnar: Hvar átti til dæmis að sýna leikritið? Gamli skólinn var að
syngja sitt síðasta. Búið var að rífa úr honum senuna. Nýja
samkomuhúsið, sem í seinni tíð kallast Bragginn, en Félagsheimilið
þegar best lét, var í smíðum og ekki tilbúið. Þetta eitt þótti flestum
nægilegt til að taka Skugga-Sveinsmálið út af dagskrá. En Jóni
héldu engin bönd. Hann kallaði saman fund hugsanlegra