Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 121
119
væntanlega. Bókstaflega
tekið skyldi Eymundi þá
bannað að ganga undir
stúdentspróf í MR árið 1933,
sem var liðið, þegar hér var
komið sögu. En rektor rak
Eymund strax úr skólanum
og bar fyrir sig samþykkt
kennarafundarins. Nokkrum
dögum síðar boðaði Pálmi
Eymund til sín og bauð
honum, að ef hann tæki
skrifin aftur og birti um það
tilkynningu í Morgunblaðinu,
þá félli málið niður, og hann
fengi að taka stúdentsprófið.
Þessu hafnaði Eymundur,
sagðist ekki mega skrifa um
pólitísk mál utan skólans,
svo væri kveðið á í reglugerð
frá 1930, sem enn væri í
gildi og var kennd við Jónas
Jónsson frá Hriflu, sem
setti hana, þegar hann var
kennslumálaráðherra. Auk þess sagðist Eymundur ekki hafa
viljað taka orðin aftur, jafnvel þótt reglugerð bannaði það ekki.
Skildu þeir þar, Pálmi og Eymundur, og sáust aldrei aftur.
Það, sem Eymundur var beðinn um að gera vorið 1934, gat
hann ekki gert. Kommúnisti gat ekki afneitað sannfæringu sinni
og birt um það yfirlýsingu í Morgunblaðinu. Var þetta gert til þess
að brjóta hann niður í eigin augum og í augum félaga hans,
sem þá hefðu sagt, að hann væri ekki betri en sá, sem hann
gagnrýndi; tækifærissinni, sannfæring hans hefði verið föl fyrir
eitt stúdentspróf?
Kynslóð eftir kynslóð stóð á stúdentsprófsskírteini þessa skóla,
að stúdent hefði öðlazt þá almennu menntun og andlegan
þroska, sem krafizt væri til þess að hafa gagn af háskólakennslu
eða æðra námi.[4] Kennarar MR tóku sér það vald að neita
Hótel Lux í Gorkí-stæti í Moskvu.