Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 63

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 63
61 Þegar ég kom nær fjörunni sá ég að þetta var lambgimbur. Súgurinn var meiri en ég hélt í fyrstu. Ég renndi bátnum rólega í fjörugrjótið og hljóp með fangalínuna í land eins og hún náði. Mér tókst að króa lambið af við klettana og flýtti mér með það í fanginu í bátinn sem var að fara þversum í fjörunni, en vélin var kraftmikil og bakkaði vel frá landi. Ég slapp vel frá þessu en það tók mig ekki nema 2–3 mínútur þar til ég bakkaði út aftur. Lambinu kom ég fyrir fram undir hvalbaknum og hóf svo að draga línuna. Afli var sæmilegur, mest ýsa. Lambið var frekar magurt, ekki mjög lítið, en virtist hið sprækasta. Um klukkan hálf- tvö var ég búinn að draga, en þá var kominn talsverður sjór og norðaustankaldi og með öllu orðið ólendandi í fjörunni þar sem lambið hafði verið. Þegar komið var í land eru menn á bryggju að vanda. Þeir verða mjög undrandi að sjá lamb í aflanum eins og einn þeirra, Haraldur á Jaðri, sagði er hann tók við lambinu af mér á bryggjunni er ég rétti það upp. Hann skoðaði markið og sagði strax að Sveinn, mágur sinn, ætti það. Sveinn var þá sparisjóðsstjóri á Dalvík. Lambið var sett í beitningaskúrinn minn og svo fór ég fljótlega til Sveins og sagði honum að hann ætti lamb í skúrnum hjá mér. Hann var bæði ánægður og hissa að heimta svona rétt fyrir jól eftir slæmt tíðarfar um haustið. Ég útskýrði fyrir honum hvar ég hafði náð lambinu. Hann sagði að þetta væri tvílembingsgimbur og ærin hefði komið með hina gimbrina í leitum um haustið. Þessi gimbur fékk að lifa. Á næstu árum eftir þennan atburð sagði Sveinn mér oft að ærin væri alltaf tvílembd og hann verið mjög heppinn með hana. Gömul venja var að greiða hálft verð fyrir skepnur sem náðst höfðu úr ófærum og var það einnig svo í þessu tilviki. Ég var ánægður með það að hafa bjargað lambinu þennan dag. Um nóttina gekk veðrið í hvassa norðaustanátt með snjókomu og miklum sjó og hélst það í marga daga eða fram undir áramót. Það var einskær tilviljun að ég skyldi vera á sjó þennan dag, fara upp undir landið, stoppa vélina í bátnum og heyra kindajarm í myrkrinu. Þetta er einn eftirminnilegasti róður sem ég fór á þessum báti sem var mikil happafleyta, 2,5 tonn að stærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.