Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 29

Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 29
27 Víkurháls og ef það hefði farið á skýrslurnar þá var hitt nafnið úr sögunni. Vorið 1940 var vegurinn kominn hér heim á Brún. Þetta vor var kirkjan á Eyri vígð. Þá kom séra Sigurgeir biskup og Jón Pálsson ásamt séra Jóni Guðnasyni á bíl hér heim á Brún og gengu hingað heim. Þeir stóðu lengi við hér og biskupinn bless- aði grafreitinn hér uppi á túninu. Pabbi var jarðaður í hann þá um veturinn. Við Ólafur bróðir fluttum ferðamennina á bát yfir að Eyri. Daginn eftir var svo kirkjan vígð í dásamlegu veðri að fjöl- menni viðstöddu. Löngu seinna, þann 10/7 1964, kom svo séra Sigurbjörn biskup í vísitasíuferð. Með honum voru séra Andrés á Hólmavík og séra Yngvi á Prestsbakka. Þeir borðuðu hér hádegisverð. Þeim var víst stefnt hingað af því hér var frystiklefi og nýmeti. En frystigeymslur voru ekki á öðrum bæjum hér um slóðir á þeim tíma. Vegurinn var sem sagt kominn hér heim á Brún vorið 1940. Það hefur líklega tekið meira en tvö ár að koma veginum þaðan og hingað heim. Svo var langt stopp með áframhaldandi veg. Við hér vorum um 10 ár á vegarenda. Og þá var oft gestkvæmt bæði næturgestir og daggestir. Oft var fólk sótt hingað á bát norðan að og ég fór líka oft með fólk hér yfir fjörð. Einu sinni flutti ég Hermann Jónasson og fleiri norður að Kollafjarðarnesi. Við tókum Jón á Enni með í leiðinni af því ég rataði ekki sjóleiðina fyrir Ennishöfða. Tófuveiðar voru mikið stundaðar hér að vetrinum lengi vel. Stundum voru þær skotnar við skothús. En oftar voru þær skotnar úti á víðavangi að deginum. Þetta kostaði mikið labb og ekki allar ferðir til fjár. Oft var gott verð á skinnunum og þetta var veruleg búbót. Pabbi sagði mér einu sinni að hann hefði tæplega komist af fjárhagslega ef hann hefði ekki átt byssu. Ef grenyrðlingar náðust að vorinu var oftast hægt að selja þá. Svo vorum við um tíma með silfurrefi. Það vor þrjár læður og einn eða tveir steggir. Venjulega var hægt að fá fisk fyrir þær að éta á sumrin. Svo vorum við að skjóta fugla. Það var leiðinlegt og við hættum við þetta. Við höfum kannski sloppið skaðlaust út úr þessu. Þegar egnt var fyrir tófu við skothús var álitið að tófan lægi að deginum á þeim stað sem sást að skothúsinu til að fylgjast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.