Strandapósturinn - 01.06.2011, Qupperneq 14
12
Nú lá leið okkar til Patreksfjarðar. Úlfar sagði okkur frá manni
sem heitir Magnús Ólafsson og var frá botni Patreksfjarðar. Árið
1955 var hann farinn að tala um að loka firðinum til að koma
upp fiskeldi þar og lét hann þann draum rætast með því að grafa
upp botninn og laga til svo þar eru þessar fínu kvíar í dag. Á
Patró búa nú um 600 manns, við keyrðum aðeins um staðinn og
Úlfar fræddi okkur aðeins um hann.
Næst lá leiðin yfir Kleifaheiði, síðan yfir Hálfdán og til
Bíldudals þar sem við gistum síðustu nóttina okkar í þessari ferð.
Þar tók á móti okkur Jón Þórðarson hótelstjóri og kvöddum við
hann Úlfar þar og þökkuðum við honum kærlega fyrir daginn.
Jón vísaði okkur á herbergin, síðan bauð hann okkur að skoða
sýningarsal, sem hann er búin að koma upp þarna, áður en við
fengum að borða en eftir matinn tókum við því bara rólega,
undirbjuggum næsta dag og fórum síðan í háttinn. Morguninn
eftir vöknuðu allir hressir eftir góðan svefn.
Komið var að lokadeginum og nú var bara að drífa sig í morg-
unmat því hann Jón ætlaði að fara með okkur út í Selárdal. Þar
fræddi hann okkur um ýmsa hluti, þar á meðal sagði hann að
það væri mikið hrun úr hlíðinni út í dal, og að Auðihrísdalur
væri mikill snjóadalur. Hnúfubakur var veiddur hér mikið áður
fyrr en það lagðist af um 1970.
23. september 1930 fórust 8 skip frá Selárdal, þá urðu 8 kon-
ur ekkjur og 24 börn föðurlaus. Margt fleira sagði hann okkur
en það tæki langan tíma að segja frá öllu sem okkur var sagt í
þessari ferð. Nú var okkur ekki til setunnar boðið og urðum að
halda áfram, því við ætluðum að fara alla leið í bæinn þennan
daginn, svo það var farið til Bíldudals þar sem við þökkuðum
Jóni fyrir frábæra leiðsögn út í Selárdal, sem var alls ekki inn í
hans dæmi, en hann bauð okkur þetta – og var hægt að neita
því? Nú lá leið okkar heim á leið, fyrir Fossfjörð, Reykjarfjörð,
Trostansfjörð og upp Hornatær og Helluskarð að Flókalundi,
smástopp þar, síðan var haldið áfram fyrir Hjarðarnesið og þar
fundum við okkur mjög fallegan stað þar sem við fengum okkur
kaffi (Móakaffi). Síðan var farið alla firðina sem eru á þessari
leið að Bjarkarlundi, þar var okkur boðið upp á hlaðborð sem
var vel þegið af hópnum okkar.