Strandapósturinn - 01.06.2011, Qupperneq 135
133
bevísingar í þeirra máli heyrt eður lesið hafa, að sakarinnar gróf-
heit ekki eru svo stór sem ókunnugir menn í fyrsta áliti skyldu
innbyrla sér. Þær greinir í landslögum vorum, sem tala um duls-
mál og meðferð á andvana barna líkömum, supponera [= gera
ráð fyrir] altíð annað hvort hirðuleysi, forsómun, illvilja eður ein-
hvern sérdeilis vondan eður ókristilegan ásetning, en slíkt getur
varla hingað náð, þó sá aumi Eyvindur hafi tekið þau óyndisúr-
ræði að færa konu sína ólétta eftir bón hennar í hreysi sitt, þar
henni annars í þeim stórkostlegu bágindum (þar hún mjög veik í
vetur, svo sem öllum vitanlegt er, manna á milli hrakin var) bæði
sjálfri og dóttur þeirra Ólöfu máske frá dauða hafi bjargað. Munu
engvir, sem þann rétta hjónabandskærleika þekkja, hann stór-
kostlega fordæma. Eg veit ei betur en hann hafi þar með bjargað
og ekki fargað barns síns og konu lífi, því af tveimur hlutum vond-
um skuldbindur náttúran skynseminni til að útvelja þann, sem
minna skaðar.
Svo mér <þykir> Eyvindur í þessu hafa vel gjört en ekki illa, því
fóstrið, sem Halla í heiminn fæddi þann 18. Marti a. c. [= Anno
currente = á þessu ári], hefur þessi einfaldi vesalingur ekki heldur
sparað alla mögulega aðhjúkrun. Já, líka vel, að svo miklu leyti
sem í hans valdi stóð, í sáluhjálparefnum, að hann með stærstu
nákvæmd hjálpaði fóstrinu og móðurinni í fæðingunni og veitti
því þar eftir venjulega aðhjúkrun, sýnir miklu fremur hans stóra
ástundan og vilja að halda við lífið en lífláta sitt eigið afkvæmi. En
að láta það lifa og ekki deyja var guðs eins. Og mun Eyvindur í
þeim pósti ekki einsamall útilykjast kunna frá að njóta þeirra rétt-
arbóta í guðsorði sem öðrum kristnum feðrum tilheyrir, nær þeir
missa sín börn áður en þau af prestinum primsignd [= gert kross-
mark yfir] verða.
Það einasta feil, sem eg meina Eyvindur í þessu gengið hafi, er
einfaldleg meðferð hans á barnslíkamanum og samfélag við stór-
þjófinn Abraham Sveinsson. Má þó því fyrra til málbótar segjast,
að hann bæði óskaði legstaðar fyrir barnið í Drangakirkjugarði og
líka hefur hann játað sinn ásetning síðar að færa það til manna-
byggða, en þótt hann í þessu standi það strax ei gjörði, þar ei var
óhultur um sjálfs síns persónu, vona eg því það vorkennist. En
þótt hann hafi Abraham til smá sendiferða haft um þennan tíma
án þess hann stæli, mun í þessu tilfelli álítast fyrir nauðsyn, hverri