Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 24

Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 24
22 á hér að byggður var stekkur út á Klifi. Ég man að ég var út frá þegar það var gert. Fénu var svo smalað og rekið inn í stekkinn og ærnar sem áttu að vera í kvíum voru dregnar út. Síðan voru þær reknar heim. Mikið jörmuðu þær á leiðinni. Fénu sem eftir var í stekknum var svo hleypt út síðar. Þá hafa blessuð lömbin jarmað ekki síður en ærnar. Setið var hjá ánum ýmist fram á dal eða upp í Hádegisslakka eða Drögum eftir veðri. Við áttum að vera komin heim með ærnar kl. átta að kvöldinu. Þá voru þær látnar í kvíar og mjólkaðar. Kvíarnar hér voru færikvíar. Það voru lausar grindur sem hægt var að færa á annan stað þegar mikill skítur var kominn á gólfið í kvíunum. Mjaltir munu hafa verið erfitt verk fyrir kvenfólkið. En að þeim loknum, að kvöldinu, voru ærnar passaðar í hlíð- inni til miðnættis, þá voru þær látnar í nátthaga (girt hólf). En þessi kvöldpössun á ánum lagðist af þegar líða tók á sumarið. Eitt kvöld þegar ég passaði ærnar hér uppi í hlíðinni var norðan kalsahregg. Ég var í skinnstakk af pabba sem náði víst ofan á hné og þetta var ekki óvanalegt. En það sem var óvanalegt var að ég hafði einn brjóstsykurmola í vasanum. Það var nefnilega komin kona úr Reykjavík sem var með brjóstsykur í bréfpoka. Sennilega hefur þetta verið fyrsta brjóstsykrið sem kom hér á bæ. Ég lét molann upp í mig en maginn var þessu óvanur svo mér varð hálf-bumbult þó ótrúlegt sé af svo litlu. Eftir á varð ég feginn því síðan hef ég alltaf verið lítið gefinn fyrir brjóstsykur. Mér leiddist hjásetan en ég man ekki eftir að við krakkarnir segðum nei þeg- ar við vorum beðin að gera eitthvað. Það síaðist einhvern veginn inn í mann um leið og maður komst til einhverra vika að maður ætti að reyna að gera eitthvert gagn á heimilinu. Okkur þótti víst gott þegar hjásetunni lauk. En þá komu réttir og sláturtíð. Féð lá oft úti fram í nóvemberlok hér fyrir utan með sjónum. Það var mikið verk að passa að féð færi ekki fram á dal á þessum tíma. En þar mátti það ekki vera vegna fennihættu í hríðum. Þetta kostaði daglega smalamennsku hér upp um alla slakka og féð var rekið út eftir. Mest sótti féð á dalinn í góðri tíð. En eftir að snjór var kominn hélt féð sig að mestu hér fyrir utan. Það voru mikil og góð umskipti þegar hálsinn var girtur af hér fyrir utan og féð haft þar að haustinu. Girðingin var sett upp árið 1959 eða 1960.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.