Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 40
38
Engin Íslendingasaga gerist í heild í Strandasýslu, en nokkurra
minni háttar atburða er getið, t.d. í Grettis sögu, Njáls sögu, Eyr-
byggju og víðar. Eina sjóorustan sem sagnir fara af hér við land til
forna, hinn svonefndi Flóabardagi, sem háður var á Húnaflóa á
Jónsmessunni 1244, tengist vissulega Ströndum. Þórði kakala
hafði tekist að verða sér úti um allmikinn her og skip er hann
safnaði saman í Trékyllisvík. Þaðan heldur hann liði sínu austur
yfir Húnaflóa. Á miðjum Flóanum mætti hann flota Kolbeins
unga og þar sló í hinn harðasta bardaga, sem ég ætla ekki að fjalla
um að sinni.
Einn blóðugasti bardagi á landi sem sögur fara af í Strandasýslu
var háður að Fögrubrekku í Hrútafirði. Það mun hafa verið seint
á 10. öld, sennilega á árunum 975–995. Um þennan bardaga, að-
draganda hans og ýmislegt tengt honum, langar mig að fjalla.
Austmenn koma til Borðeyrar
„Í þann tíma kom Sleitu-Helgi út á Borðeyri ok Jörundur bróð-
ir hans. Þeir váru víkingar 12 frjálsir ok sveinar umfram. Þeir fóru
allir til Mela. Þá fékk Helgi Helgu Þórisdóttur.“ (Landnámabók,
bls. 120, Íslendingasagnaútgáfan 1946.)
Í Hrómundar þætti halta er sagt að Sleitu-Helgi og menn hans
hafi verið „ósvífir menn og illorðir“. Menn forðuðust öll viðskipti
við þá, fóru heldur í önnur héruð til að versla við skip. Sleitu-
Helgi og menn hans voru kallaðir Austmenn. Tíminn leið og eng-
Þorsteinn Ólafsson
frá Hlaðhamri
Blóðugur
bardagi í
Bæjarhreppi