Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 102

Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 102
100 Jón í Fagurey hafði selstöð á leigu fyrir búfé sitt í Dagverðarnesi og var Steinunn kona hans vön að vera í selinu allt sumarið ásamt einhverju af vinnufólki sínu. Nú var það um hvítasunnuleytið að Jón kom aftur inn að Skarði og sótti Sigríði. Mun nú vistin hafa verið henni auðveldari í Fag- urey þegar systir hennar var farin í selið. Að mánaðartíma liðnum fór Sigríði mjög að þyngja og virtist skammt í það að hún yrði léttari. En nú bregður Jón á undarlegt ráð sem helst bendir til þess, að hann hafi ekki þorað að eiga undir trúnaði heimafólks síns. Enn leggur hann af stað með Sigr- íði inn að Skarði, en þar sem hún virðist þá þegar hafa verið orð- in veik, náðu þau aldrei svo langt en urðu að lenda í Dagverðar- nesi. Ekki vildu þau þiggja húsaskjól í bænum en fóru í fjósið. Konur komu að og vildu hjálpa til er þær sáu hvað verða vildi, en Jón varnaði þeim að koma þar nærri. Að nokkrum tíma liðnum fóru þau svo niður að sjó, að lóni nokkru sem þar er og dvöldust þar fram á nótt. Loks komu þau aftur heim til bæjar og bjó Jón þá sjálfur um Sigríði undir baðstofupalli og leyfði engum öðrum að sinna um hana. Nú ber að hafa í huga, til þess að skilja tiltektir þeirra, að á þessum tímum var það dauðasök að eiga barn með systur konu sinnar. Að þrem dögum liðnum stóð Sigríður upp og þau sigldu aftur út í Fagurey. Var henni þá horfin öll þykkt og bjuggu þau Jón nú saman eins og hjón meðan kona hans var í selinu. Þótt enginn vissi nákvæmlega hvað gerðist niður við sjóinn í Dagverðarnesi þessa sumarnótt, komust sögusagnir fljótlega á kreik um að þar mundi ekki allt hafa verið með felldu. Barst þessi orðrómur til sýslumanns og lét hann þinga í málinu um haustið. Þar var Jóni dæmdur sjöttareiður, en síðar hugðist sýslumaður þinga sjálfur í málinu og skyldaði Jón til að koma á þingið. En Fagureyjarbónd- anum leist ekki ráð að fara til fundar við yfirvöld, hann kvaddi heimafólk og ýtti bát sínum á flot, hefur líklega látið í veðri vaka að hann ætti erindi inn á Skarðsströnd og gæti dvalist. En um leið og síðustu áratogin hljóðnuðu fyrir utan bátavörina í Fagurey þá heyrðist ekki framar frá honum á þeim stað. Hann hafði snúið baki við heimili sínu fyrir fullt og allt, tók ekki lengur þátt í gleði þess og sorgum né lagði hönd að viðgangi þess. Eig-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.