Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 114
112
Um barnsfæðinguna var hann fáorðari en Halla, en henni sam-
kvæmur. Barnslíkið lét hann þar, sem það fannst, og hafi ásett sér
að koma því síðar í Reykjarfjörð, svo að það mætti grafast. Hann
hafi beðið Grím á Dröngum að ljá sér yfirsetukonu, en hann sagt
hún væri ei til þess fær. Einnig sagt Grími, áður en barnið dó, að
hann vildi grafa það á Dröngum. En Grímur sagt, að hann ætti ei
þar með.
Málið var tekið til sóknar og varnar 10. maí. Verjandinn, Brynj-
ólfur Guðmundsson á Heydalsá, krafðist þess, að Eyvindur og
Halla yrðu sýknuð af sök í dauða barns síns og Eyvindur sömuleið-
is af þjófnaðarþátttöku með Abraham. Brynjólfur hélt því einnig
fram, að með því að taka Höllu til sín í hreysið hefði Eyvindur
bæði henni sjálfri og Ólöfu dóttur þeirra máske bjargað frá dauða.
Þetta er í eina skiptið, sem Ólöf er nefnd í réttarhöldunum.
Dómur var kveðinn upp á Broddanesi 30. maí. Eyvindur og
Halla voru talin:
ekki kunna að ansjást fyrir þær persónur, sem af forsómun,
sérdeilis ásetningi eður illvilja í síns barns lífi sekar séu,
Síðan segir:
Engu að síður hafa þessar persónur Eyvindur og Halla sig stór-
lega forséð í að leggja saman við stórþjófinn Abraham Sveins-
son, þiggja af honum stolna kosti sem og ærið hirðulauslega
með síns andvana barns líkama höndlað og hulið hann utan
kirkjugarðs meir en í þrjár vikur og Eyvindur lagzt í eyðibyggð
og móti allri fornuft og rímilegheitum til sín tekið að falli
komna konu sína Höllu.
Því í drottins nafni er dómara og dómsmanna hér undirskrif-
aðra svohljóðandi dómsályktun:
Eyvindur Jónsson 59 ára að aldri (ætti að vera 49 ára) skal missa
sína húð í fangelsi ásamt Höllu konu hans fyrir játaða þjófn-
aðarmeðvitund hér í sýslu tilfallins sem og bæði þau erfiða í
tugthúsinu sína lífstíð. Búslóð eiga þau öngva og kann því ei
þar um talast.
Þessi dómur var fyrir réttinum opinberlega upplesinn. Þó skal
ei execution eftir honum ske fyrr en sökin er kongl. Mayts.
allranáðugast refereruð.