Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 121
119
Halldór Jakobsson, sýslumaður í Strandasýslu, tilkynnir amtmanni lík-
fund og handtöku Abrahams, Eyvindar og Höllu, 25. apríl 1763.
ÞÍ. Amtm. II. 76A. Bréf úr Strandasýslu til amtmanns 1763–1764.
Velæðla og velbyrðigi amtmann!
Hér með gefst hans velbyrðigheitum til vitundar, að þann 11.
Aprilis næstliðna fannst í fjallinu ofan til við Drangavíkurkot hér
í sýslu einn andvana drengbarns líkami svo á sig kominn, sem
meðfylgjandi copie1 [= afrit] útvísar. Höfðu þjófarnir Abraham,
Eyvindur og Halla nóttina áður þaðan flúið og náðust þann 13.
norðan Dranga, hvaðan þau voru flutt til sýslumanns Sigurðar í
Ísafjarðarsýslu eftir hans begering [= beiðni], því Eyvindur var
með konu sinni þaðan hlaupinn.
Próf hefi eg og tekið í þessu á Árnesi þann 15. hujus [= þessa
(mánaðar)], hvört eg skal hans velbyrðigheitum við allra fyrstu
occasion [= tækifæri] tilsenda ef svo þóknast.
Eg forbl(íf) með soumission [= undirgefni]
Felli h(er)r(a) amtmannsins
d(ag) 25. Aprilis auðmjúkur þénari
1763. Halldór Jakobsson
Réttarhöld um útilegumennina Eyvind Jónsson, Höllu Jónsdóttur og
Abraham Sveinsson árið 1763: Að Árnesi 15.–16. apríl. Að Hrófbergi
7. og 10. maí. Að Broddanesi 30. maí (dómur yfir Eyvindi og Höllu).
ÞÍ. Amtm. II. 76 A. Bréf úr Strandasýslu til amtmanns 1763–1764.
Halldór Jakobsson kongl. Majts. bestalter [= kónglegrar hátign-
ar skipaður] sýslumann yfir Strandasýslu gjöri vitanlegt, að Anno
1763 þann 15. Apr. að settu venjuligu manntalsþingi af sýslu-
manninum Halldóri Jakobssyni og útnefndum búendum í þess-
um hrepp til réttarins þénustu nefnil(ega) Jóni Einarss., Einari
Jónss., Arngrími Árnas., Halli Eyjólfss., Sigmundi Bjarnas., Andr-
ési Jónss., Jörundi Bjarnas., Jörundi Ásbjörnss. framfór eftirskrif-
að fyrir rétti:
1 Þessi gerð líkskoðunarinnar var ekki skrifuð upp, heldur sú sem var hluti af málinu sjálfu.
Líkskoðunargerðirnar hafa verið bornar saman. Þær eru efnislega samhljóða en ekki orðrétt.