Strandapósturinn - 01.06.2011, Qupperneq 109
107
Haustið 1764 voru þau komin undir verndarvæng Hans Wíum,
sýslumanns í suðurhluta Múlasýslu, sem gaf þeim vegabréf, og
sumarið 1766 voru þau í Þingeyjarsýslu, hann á Svalbarði í Þistil-
firði, en hún á Sauðanesi. Sýslumaður í nyrðri hluta Múlasýslu
gerði menn út til þess að leita þeirra á Brúaröræfum haustið
1767.
Gizkað er á, að á næstu árum hafi þau einhvern tíma hafzt við
í Hvannalindum og byggt útilegumannakofana þar.
Einar Brynjólfsson á Barkarstöðum í Fljótshlíð fann Eyvind og
Höllu við Hreysiskvísl norður undir Sprengisandi 7. ágúst 1772,
nýflutt þangað úr Eyvindarveri litlu sunnar. Tók Einar þau með
sér norður að Reykjahlíð í Mývatnssveit og afhenti hreppstjóran-
um þar, en Eyvindur strauk strax á fjöll aftur.
Samkvæmt munnmælum á Halla að hafa sloppið og þau orðið
frjáls aftur, komizt að Hrafnfjarðareyri og búið þar óáreitt síðustu
æviár sín.
Ýmsir staðir eiga að vera kenndir við Fjalla-Eyvind, svo sem
Eyvindarhilla í Geirhólmi (Geirólfsgnúpi), Eyvindarhola við
Reykjavatn á Arnarvatnsheiði, Eyvindartótt og Eyvindarrétt á
Hveravöllum, Eyvindarver áðurnefnt og Eyvindarkofi í Herðu-
breiðarlindum. Tengsl Eyvindar við ýmis þessara örnefna eru
harla óviss.
Sumir hafa ætlað, að Fjalla-Eyvindur væri þjófur sá, sem strokið
hefði úr fangelsi á Suðurlandi og setzt að á Engjanesi við Eyvind-
arfjörð ásamt konu sinni og sagt er frá í Ferðabók Eggerts Ólafs-
sonar og Bjarna Pálssonar. Þeir Eggert og Bjarni fóru um Vestfirði
árið 1754.
Við athugun á dagbókum þeirra félaga kemur í ljós, að Engja-
nes var þá í eyði en hús uppistandandi. Ekkert er minnzt á þenn-
an sunnlenzka þjóf. Hins vegar segja Eggert og Bjarni í dagbók-
unum, að á norðurströnd Bjarnarfjarðar hafi árið áður haldið sig
þjófar og allmargt flóttapakk.
Hrafnfjarðareyri var þá í eyði, svo að ekki hafa Eyvindur og
Halla verið þar árið 1754.
Nú er komið að hinum nýju frásögnum, sem hefjast vestur í
Ísafjarðarsýslu. Þar hafði verið sýslumaður Erlendur Ólafsson, en
honum vikið frá embætti árið 1760. Í stað hans var settur um skeið