Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 98

Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 98
96 sveitinni, óbyggður öðrum en Mókolli gamla, en frægur nokkuð fyrir bleikju eða postulínsleir sem þar finnst í töluverðu magni. Sá galli er á hinni hefðbundnu gerð þessara sagna, að því er tekur til Mókollshaugs, að þaðan sést ekki til neins bæjar og hefur aldrei sést, svo að bæjarbruninn verður þar út í hött. Samt sem áður er í engu brugðið frá venjunni í sögunni af uppgreftri hans, þótt sjálf- sagt hefði mátt láta eitthvað annað óvænt fyrirbæri verða til að stöðva verkið. En þjóðsagan er söm við sig og fer ekki alltaf að líkum. Á seinni hluta 16. aldar bjó að Felli í Kollafirði séra Oddur Þor- steinsson. Hann var sonur Þorsteins Guðmundssonar lögréttu- manns, sem var þriðji og síðasti maður Þórunnar á Grund, dóttur Jóns Arasonar biskups. Þorsteinn gerðist á unga aldri sveinn bisk- ups og lagði þá þegar ást á Þórunni dóttur hans, en fékk ekki að eiga hana fyrr en hún var orðin ekkja öðru sinni. Þau eignuðust ekki börn saman, en Þorsteinn átti fimm launbörn og var séra Oddur eitt þeirra. Móðir hans hét Guðrún Ásmundsdóttir. Odd- ur var fyrst prestur í Eyjafiði og var fyrri kona hans Geirdís Torfa- dóttir, Jónssonar í Saurbæ. Systir hennar, sem Arnfríður hét, var þá barn að aldri og var á heimili þeirra. Þetta vesalings stúlkubarn varð fyrir því óláni að verða barnshafandi og hafði presturinn nauðgað henni. Í vímu fáfræðinnar trúði fólk því jafnvel, að hann hefði beitt göldrum til að komast yfir hana. Ljóst má þó öllum vera að ekki þarf fullorðinn karlmaður að kunna neinar satans kúnstir, til þess að hafa öll ráð telpukrakka í hendi sér ef hann er nógu mikil skepna til slíks ódæðis. Séra Oddur hlaut þungan dóm, missti hempuna og mátti þakka fyrir að halda lífi og limum. Einnig skyldi hann borga stúlkunni háar fébætur. Síðar var hann náðaður með því skilyrði að hann flyttist burt úr Norðlendinga- fjórðungi. Þá barst hann vestur á Strandir og varð prestur í Trölla- tungu og Bitruþingum og bjó lengst af á Felli, sem var föðurleifð hans, en var dæmd af honum til sona hans vegna þessa máls, sem áður greinir. Ekki mun séra Oddi hafa orðið neitt á í messunni eftir þetta, nema hvað þjóðsögur eru til um galdrakúnstir hans. Síðari kona Odds var Sigþrúður Magnúsdóttir og er ekki alveg ljóst hvor þeirra var móðir hvers af börnunum, sem líklega voru sex talsins. Við þessa sögu koma þó aðeins bræður þrír, Jón, Niku- lás og Þorsteinn. Allir voru þeir myndarmenn, greindir og líklegir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.