Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 107

Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 107
105 Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, er talinn fæddur um 1714 og vera frá Hlíð í Hrunamannahreppi. Sagt er, að hann hafi bor- izt fram í Flóa á æskuárum og fljótt gengið ýmsar sögur af hvinnsku hans. Árið 1746 var lýst eftir honum á alþingi. Sú lýsing hljóðar svo: Af sýslumanninum Brynjólfi Sigurðssyni var lýst óskilamannin- um Eyvindi Jónssyni, sem í fyrra í Julio burtstrokið hafði frá Traðarholti í Stokkseyrarhrepp og Árnesssýslu fyrir utan nokkra kynning og skudsmaal; einninn sé með stórum líkindum rykt- aður af þjófnaði í Árnesssýslu; og eru hans auðkenni þessi: Grannvaxinn, með stærri mönnum, nær glóbjartur á hár, sem er með liðum að neðan, toginleitur og einleitur, nokkuð þykkv- ari neðri en efri vör, fótagrannur, mjúkmáll og geðgóður, hirtinn og hreinlátur, reykir lítið tóbak, þá býðst, hagtækari á tré en járn, góður vinnumaður og liðugur til smá vika, lítt lesandi, en óskrifandi, raular gjarnan fyrir munni sér kvæða- eður rímuer- indi, þó afbakað. Áhugavert er að bera þessa lýsingu saman við lýsingu þeirra Ey- vindar og Höllu, sem Jón Jónsson, settur sýslumaður í Stranda- sýslu, birti í lögréttu 15. júlí 1765: Lýsist hér með sakapersónunum Eyvindi Jónssyni og hans konu, Höllu Jónsdóttur, er vorið 1764 burtstruku frá sýslumanni s(igno)r Halldóri Jakobssyni. Hans auðkenni eru þessi: Hann er grannvaxinn, með stærri mönnum, útlimastór, nær gló- bjartur á hár, sem er með liðum að neðan, bólugrafinn, toginleit- ur, nokkuð þykkari efri en neðri vör, mjúkmáll og geðþýður, hirtinn og hreinlátur, reykir mikið tóbak, hæglátur í umgengni, blíð- mæltur og góður vinnumaður, hagur á tré og járn, líttlesandi, óskrifandi, raular oft fyrir munni sér rímuerindi, oftast afbakað. Halla er lág og fattvaxin, mjög dimmlituð í andliti og höndum, skoleygð og brúnaþung, opinmynnt, langleit og mjög svipill og ógeðsleg, dökk á hár, smáhent og grannhent, ólesandi, brúkar ekkert tóbak. Menn geta velt því fyrir sér, hvernig þykktin gat færzt milli vara á Eyvindi, og íhugað ólíkt viðhorf manna á Langanessströnd til Höllu, sem síðar verður vikið að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.