Strandapósturinn - 01.06.2011, Qupperneq 107
105
Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, er talinn fæddur um 1714
og vera frá Hlíð í Hrunamannahreppi. Sagt er, að hann hafi bor-
izt fram í Flóa á æskuárum og fljótt gengið ýmsar sögur af hvinnsku
hans.
Árið 1746 var lýst eftir honum á alþingi. Sú lýsing hljóðar svo:
Af sýslumanninum Brynjólfi Sigurðssyni var lýst óskilamannin-
um Eyvindi Jónssyni, sem í fyrra í Julio burtstrokið hafði frá
Traðarholti í Stokkseyrarhrepp og Árnesssýslu fyrir utan nokkra
kynning og skudsmaal; einninn sé með stórum líkindum rykt-
aður af þjófnaði í Árnesssýslu; og eru hans auðkenni þessi:
Grannvaxinn, með stærri mönnum, nær glóbjartur á hár, sem
er með liðum að neðan, toginleitur og einleitur, nokkuð þykkv-
ari neðri en efri vör, fótagrannur, mjúkmáll og geðgóður, hirtinn
og hreinlátur, reykir lítið tóbak, þá býðst, hagtækari á tré en
járn, góður vinnumaður og liðugur til smá vika, lítt lesandi, en
óskrifandi, raular gjarnan fyrir munni sér kvæða- eður rímuer-
indi, þó afbakað.
Áhugavert er að bera þessa lýsingu saman við lýsingu þeirra Ey-
vindar og Höllu, sem Jón Jónsson, settur sýslumaður í Stranda-
sýslu, birti í lögréttu 15. júlí 1765:
Lýsist hér með sakapersónunum Eyvindi Jónssyni og hans konu,
Höllu Jónsdóttur, er vorið 1764 burtstruku frá sýslumanni s(igno)r
Halldóri Jakobssyni. Hans auðkenni eru þessi:
Hann er grannvaxinn, með stærri mönnum, útlimastór, nær gló-
bjartur á hár, sem er með liðum að neðan, bólugrafinn, toginleit-
ur, nokkuð þykkari efri en neðri vör, mjúkmáll og geðþýður, hirtinn
og hreinlátur, reykir mikið tóbak, hæglátur í umgengni, blíð-
mæltur og góður vinnumaður, hagur á tré og járn, líttlesandi,
óskrifandi, raular oft fyrir munni sér rímuerindi, oftast afbakað.
Halla er lág og fattvaxin, mjög dimmlituð í andliti og höndum,
skoleygð og brúnaþung, opinmynnt, langleit og mjög svipill og
ógeðsleg, dökk á hár, smáhent og grannhent, ólesandi, brúkar
ekkert tóbak.
Menn geta velt því fyrir sér, hvernig þykktin gat færzt milli vara
á Eyvindi, og íhugað ólíkt viðhorf manna á Langanessströnd til
Höllu, sem síðar verður vikið að.