Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 125
123
Þann 8da Aprilis citeraði hann með opnum seðli búendur
þessa hrepps til atfarar þjófunum daginn eftir, af hvörjum sig inn-
fundu flestallir.
Að morgni þess 9da reisti sýslumaðurinn með fylgjandi mönn-
um að Krossnesi á skipi, þaðan gangandi að Munaðarnesi og svo
á sjó með sjö mönnum allt í Drangavík. Hvar menn komu mót
nóttu. Sáum vér þá reyk úr bæli þjófanna, en vissum hvorki, hvörj-
ir þar voru, né neitt um plássins ásigkomulag, þar með var hann
líklegur um nóttina til illviðris. Hvar fyrir allir ályktuðu að fara
gangandi örðugan veg um nóttina að Dröngum og hafa bóndann
Grím sem kunnigan í ráði með sér. Þann 11ta með birtu tóku
menn sig upp og fóru yfir fjallið til bælisins, voru þá þjófarnir
allir burtu og höfðu niðurbrotið hálfan kofann, fóru menn þá
upp og fannst kofinn af fylgjandi ásigkomulagi:
Ofan fjallið eina gjá rennur eitt gil öðru megin norðan til, þar
við í miðju bjarginu er ein gnípa, á hvörri kofinn stóð, bjargið að
neðan er þverhnípt, víst 12 faðmar en að ofan víst 15.
Norðan til úr gilinu er eitt einstíg yfir á þessa gnípu, en brött
fjallshlíð neðan bjargið. Álitum vér ógjörning í þeim stað þjófana
vinna nema með byssum, einkum þar þeir höfðu fyllt svo vel hill-
urnar sem kofann með stórar lausagrjóthrúgur sér til varnar, en
ekki varð neins staðar að á þá grjóti kastað.
Þegar vær komum upp, var kofinn niður brotinn eftir sýslu-
mannsins tilsögn og torfi, við og grjóti rutt ofan fyrir hamarinn,
síðan grundvöllurinn upp rifinn, hvar að fannst blóðugt hey, samt
eitt og annað fánýtt rusl, sem gaf til kynna, að þjófarnir mundu í
stærsta flýti burt hafa strokið.
Þegar sýslumaðurinn aftur ámálgaði vér skyldum vel leita, ef
ske mætti barn þeirra væri dautt og þar grafið, fann einn af oss í
sjálfri snösinni eður bjargsnefinu lausan mosa og þar milli tveggja
kletta innan í mosalituðum lepp einn andvana piltbarns líkama,
hvör svo er á sig kominn sem um gjört besigtelsi hermir, ein hella
og svo smá grjót var ofan yfir hönum. Var hann eftir sýslumanns-
ins tilsögn upp tekinn og sama dag á leið til kirkjunnar fluttur.
Hvörju til merkis eru okkar nöfn.
Árnesi d(ag) 15. Aprilis 1763.
Jörundur Bjarnason Árni Halldórsson
Guðmundur Ásbjörnsson Sveinn Alexíusson
Ólafur Guðmundsson