Strandapósturinn - 01.06.2011, Qupperneq 115
113
Hér var gengið fram hjá alþingi og málinu vísað til konungs,
sem var brot á réttarvenjum, og sóttu Eyvindur og Halla um sak-
aruppgjöf. Virðist Halldór Jakobsson hafa verið þeim mjög hlið-
hollur, enda kærður og áminntur um lausagöngu þeirra. Raunar
brást Halldór svo við, þegar setudómari skyldi rannsaka meðferð
hans á þeim hjónum og taka þingsvitni haustið 1763, að hann
bannaði þingsóknarmönnum í Broddanesshreppi að bera vitni.
Bannið var að vonum ekki virt, og vottuðu þrjú vitni, að Eyvind-
ur hafi í engu fangahaldi verið
heldur hafi hann sem frí og frjáls maður, laus og liðugur geng-
ið allan þann tíma, sem hann hjá sýslumanninum verið hafi.
Framan af hafi Eyvindur sofið með konu sinni í rúmi móts við
baðstofudyrnar, en síðan um alþing hafi þau sofið á víxl í tveimur
fjárhúsum aðgæzlulaust, og frá fyrsta degi veru sinnar hjá Hall-
dóri Jakobssyni hafi Eyvindur unnið almennilega landvinnu
bæði í smíðum, moldarverkum og heyskap með öðru fleira
sem virkilegur, gagnlegur vinnumaður.
Amtmaður setti Halldór Jakobsson frá embætti fyrir þetta
gæzluleysi auk ýmissa embættisafglapa, en Halldór náði því aftur
í Kaupmannahafnarför. Jón Jónsson, fálkafangari á Broddanesi,
gegndi sýslumannsembættinu á meðan. Hann virðist hafa haft all-
nokkra samúð með Abraham. Í bréfi til amtmanns skrifað í sept-
ember árið 1764 taldi Jón það mestu ólukku Abrahams, að Ey-
vindur náði honum í sinn selskap. Bráðskemmtilegar lýsingar eru
á kveinstöfum Abrahams og náunga hans í þessu bréfi. Hugsan-
lega hefðu einhverjir gaman af því að bera þetta saman við við-
brögð útrásarvíkinga við gagnrýni eftir hrun.
Jón á Broddanesi vék að dóttur Eyvindar í bréfi til amtmanns
18. nóvember 1764. Þar má sjá, að yfir henni hefur verið felldur
dómur, en sá hefur ekki fundizt. Óljóst er, hvernig túlka á eftirfar-
andi ummæli:
Að uappelleruðum (þ.e. óáfrýjuðum) dóm sýslumanns Hall-
dórs yfir Eyvindar og Höllu barni er það allareiðu komið til
sömu náttstaða. Sveitarmenn afsaka sig fyrir þess framfæri, en
madme. Ástríður lætur þó miklu verr. (Ástríður Bjarnadóttir
var kona Halldórs Jakobssonar). Soddan vandræða viðskilnað