Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 113
111
Eyvindur og Halla voru þá send Halldóri sýslumanni og réttar-
hald yfir þeim hófst 7. maí á Hrófbergi í Steingrímsfirði. Voru
þau sökuð um dulsmál og ófrómleika.
Halla var yfirheyrð fyrst og spurð, hvert hún hefði farið, þegar
hún fór frá Felli (Felli í Kollafirði, aðsetri sýslumanns) í ágúst í
fyrra. Sagði hún það hafa verið norður í Skjaldabjarnarvík í 17.
eða 18. viku sumars og þá ólétt. Þar hefði hún verið hálfa aðra
viku og Abraham Sveinsson að ganga þar til og frá. Síðan hefði
Eyvindur komið til sín þangað. Má skilja, að þau hafi farið þaðan
inn Trékyllisvík og yfir Trékyllisheiði og Abraham með í för. Þau
hafi farið suður dali (óvíst, hvort átt er við Dali eða dali í Húna-
vatnssýslu) og lent á Hveravöllum í Húnavatnssýslu. Neitaði hún
fjárþjófnaði á fjöllum, en Abraham hafi fært þeim þá þrjá hesta,
sem voru teknir af þeim á Hveravöllum og færðir að Þingeyrum.
Heimildir frá sýslumanni í Húnavatnssýslu um þessa hrossa-
töku hafa engar fundizt. En þarna er þó fengin vissa fyrir, að þau
hjón og Abraham hafi á Hveravöllum verið.
Halla sagði Abraham hafa tekið hestana á fjöllunum einhvers
staðar fyrir sunnan dalina. Hafi þau mest lifað á álftum, grösum
og silungi þann umgetna tíma. Síðan hafi hún farið norður eftir
byggðinni og komið í Skjaldabjarnarvík að liðnum jólum og verið
þar tvær nætur. Þá hafi Abraham og Eyvindur komið til sín með
ekkert meðferðis. Síðan hafi hún ólétt og mjög veik farið til þeirra
í kofann. Hún hafi hvergi fengið að vera og ekkert séð fyrir nema
dauðann. Þau hafi lifað á því, sem þeim var gefið á bæjunum
Dröngum, Ófeigsfirði og Reykjarfirði.
Barnið sagði hún hafa fæðzt á föstudag í síðustu viku góu (þ.e.
18. marz) og lýsti atvikum nánar. Sagði hún Eyvind hafa skírt það
í köldu vatni og nefnt Bjarna. Barnið dó á sunnudegi um hádegi.
Heyrt hafi hún Eyvind gera ráð fyrir að biðja Grím bónda á Dröng-
um að lofa sér að grafa það þar.
Eyvindur sagðist hafa komið um Geiradal, þegar hann kom til
Höllu í Skjaldabjarnarvík í hið fyrra sinn, og sagði hið sama um
ferðalag þeirra og viðurlífi á fjöllunum sem og um hestana. Hafi
Abraham tekið þá úr stóði á fjöllunum. Eftir Hveravallaveru hafi
hann farið vestur í víkina (líklega Trékyllisvík) og í Drangavík.
Þangað hafi hann komið þá ei full vika var af vetri og lifað af því,
sem sér gafst.