Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 64
62
Börn þeirra Guðjóns og Önnu voru þessi:
1. Jónas Kristinn, 1906–1981, húsgagnasmiður á Ísafirði.
Hann átti 8 börn.
2. Þorsteina, 1907–1991, móðir greinarhöfundar, húsmóðir í
Hnífsdal og á Akranesi. Hún eignaðist 6 börn.
3. Eiríkur Annas, 1908–2007, bóndi í Arnardal og lengi hringj-
ari og kirkjugarðsvörður við Ísafjarðarkirkju, fékkst við far-
kennslu á yngri árum og var kennari í eitt ár við Brautar-
holtsskóla í Skutulsfirði. Hann átti 3 börn.
4. Guðmundur, 1910–1984, skipstjóri og hrefnuveiðimaður á
Ísafirði. Hann átti 6 börn.
5. Kristján Sigmundur, 1911–1989, bóndi og smiður á Ísafirði.
Hann átti 9 börn.
6. Anna Jakobína, 1913–2006, húsmóðir á Seljanesi og á
Dröngum. Hún eignaðist 14 börn.
7. Guðmundur Óli, 1914–1954, bóndi í Skjaldabjarnarvík og
smiður á Ísafirði. Hann átti 3 börn.
8. Pálína Sigurrós, 1919–2006, húsmóðir á Munaðarnesi. Hún
eignaðist 9 börn.
9. Ingigerður Guðrún, 1923–1986, húsmóðir í Keflavík, hótel-
stýra í Bjarkalundi og skólastjóri Húsmæðraskólans á Stað-
arfelli í Dölum. Hún eignaðist 3 börn.
Afkomendur þeirra Guðjóns og Önnu eru orðnir afar margir
og hafa síðan 1968 komið saman á ættingjamóti þriðja hvert ár,
bæði norður á Ströndum og víðar á landinu, þar sem aðstæður
hafa verið góðar fyrir slíkar samkomur. Var fyrsta mótið haldið á
Staðarfelli. Verður vonandi framhald á því. En nánar að sveita-
dvöl minni í Skjaldarvík.
Hjásetan
Ég náði rétt að kynnast því þegar fært var frá á vorin. Þá voru
lömbin fljótt tekin frá ánum og rekin á fjall, en setið yfir ánum
annars staðar og passað upp á að þær nálguðust ekki lömbin. Síð-
an voru ærnar mjólkaðar og mjólkin tekin til heimilisnota í smjör
o.fl. Þótti sauðamjólkin bæði góð og kostarík. Notaðar voru
færikvíar til að halda utan um ærnar meðan mjólkað var – og þær
síðan settar í nátthaga yfir nóttina – en reknar til beitar á dag-
inn.