Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 10

Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 10
8 Sumarferð félagsins var farin 20. til 25. júní. Að þessu sinni var ákveðið að fara og skoða Vestfjarðakjálkann rangsælis. Eftir mikil forföll lögðum við af stað, aðeins 26 manns, en þetta var mjög skemmtilegur hópur sem var þarna saman kominn og vorum við bara ákveðin í að skemmta okkur og njóta þessara daga. Leið okkar lá fyrst norður yfir Bröttubrekku með smástoppi í Búðardal, yfir Þröskulda (Arnkötludal) og til Hólmavíkur. Þar stoppuðum við og fengum okkur að borða á Kaffi Riis, fengum þessa líka frábæru sjávarréttasúpu. Síðan var aðeins kíkt á hand- verksmarkaðinn en aðrir fóru að heimsækja vini og ættinga sem eru þarna á staðnum. Þegar Hólmavík var kvödd var haldið yfir Steingrímsfjarðarheiði og út í Kaldalón, þar var smástopp og í bakaleiðinni var fundinn góður staður til að fá sér kaffi sem við höfðum með okkur, sem sagt „Móakaffi“ eins og við auglýstum, og það gerði mikla lukku í ferðinni. Nú lá leið okkar að Reykjanesi, vorum við komin þangað klukkan 17.30. Þar var vel tekið á móti okkur og var það hót- elstjórinn, Jón Heiðar, sem gerði það. Allir fengu herbergi og sumir fóru í sund en aðrir lögðu sig fyrir matinn, sem var mjög góður og var vel þeginn. Eftir það var sest niður og spjallað saman og fólk kynntist hvert öðru, síðan var bara að fara og hvíla sig því við ætluðum að fara snemma á stað um morguninn. Væntanlegur var leiðsögumaður sem Þórir heitir og var hann með okkur næstu þrjá daga. Keyrt var inn í Vatnsfjörð þar sem minjar eru. Þar er mik- ill uppgröftur og góðar merkingar sem gaman er að skoða. Ögurkirkja var skoðuð en þar er stórbýli, höfðingjasetur og kirkjustaður. Eyjan Vigur sést vel frá Ögurnesi. Síðan var keyrt að Litlabæ, sem er nú í vörslu þjóðminjasafnsins Hvítanesi (eða Litlanesi), sem búið er að laga og er þar mjög flott. Þar var okkur boðið upp á kaffi. Áfram var haldið. Við sáum fjallið Hest og ran- ann sem liggur fram í sjó. Fjallið Gláma sést í botni allra fjarða en hægt er að ganga með því til Önundarfjarðar og fleiri fjarða. Áfram var haldið og Þórir sagði okkur ýmis nöfn á fjöllum og merkum stöðum, bæjarnöfn og ýmis örnefni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.