Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 10
8
Sumarferð félagsins var farin 20. til 25. júní. Að þessu sinni var
ákveðið að fara og skoða Vestfjarðakjálkann rangsælis. Eftir mikil
forföll lögðum við af stað, aðeins 26 manns, en þetta var mjög
skemmtilegur hópur sem var þarna saman kominn og vorum við
bara ákveðin í að skemmta okkur og njóta þessara daga.
Leið okkar lá fyrst norður yfir Bröttubrekku með smástoppi
í Búðardal, yfir Þröskulda (Arnkötludal) og til Hólmavíkur. Þar
stoppuðum við og fengum okkur að borða á Kaffi Riis, fengum
þessa líka frábæru sjávarréttasúpu. Síðan var aðeins kíkt á hand-
verksmarkaðinn en aðrir fóru að heimsækja vini og ættinga sem
eru þarna á staðnum.
Þegar Hólmavík var kvödd var haldið yfir Steingrímsfjarðarheiði
og út í Kaldalón, þar var smástopp og í bakaleiðinni var fundinn
góður staður til að fá sér kaffi sem við höfðum með okkur, sem
sagt „Móakaffi“ eins og við auglýstum, og það gerði mikla lukku
í ferðinni.
Nú lá leið okkar að Reykjanesi, vorum við komin þangað
klukkan 17.30. Þar var vel tekið á móti okkur og var það hót-
elstjórinn, Jón Heiðar, sem gerði það. Allir fengu herbergi og
sumir fóru í sund en aðrir lögðu sig fyrir matinn, sem var mjög
góður og var vel þeginn. Eftir það var sest niður og spjallað
saman og fólk kynntist hvert öðru, síðan var bara að fara og
hvíla sig því við ætluðum að fara snemma á stað um morguninn.
Væntanlegur var leiðsögumaður sem Þórir heitir og var hann
með okkur næstu þrjá daga.
Keyrt var inn í Vatnsfjörð þar sem minjar eru. Þar er mik-
ill uppgröftur og góðar merkingar sem gaman er að skoða.
Ögurkirkja var skoðuð en þar er stórbýli, höfðingjasetur og
kirkjustaður. Eyjan Vigur sést vel frá Ögurnesi. Síðan var keyrt
að Litlabæ, sem er nú í vörslu þjóðminjasafnsins Hvítanesi (eða
Litlanesi), sem búið er að laga og er þar mjög flott. Þar var okkur
boðið upp á kaffi. Áfram var haldið. Við sáum fjallið Hest og ran-
ann sem liggur fram í sjó. Fjallið Gláma sést í botni allra fjarða
en hægt er að ganga með því til Önundarfjarðar og fleiri fjarða.
Áfram var haldið og Þórir sagði okkur ýmis nöfn á fjöllum og
merkum stöðum, bæjarnöfn og ýmis örnefni.