Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 164
162
Við sem skoðuðum staðhætti í fjallinu ofan við túnið í Dranga-
vík 11. júlí 2010 teljum að á þessari syllu muni kofi Fjalla-Eyvind-
ar, Höllu og Abrahams hafa staðið því að á öllu svæðinu norðan
til í gilinu og norðan við það eru aðstæður hér tvímælalaust næst
því að koma heim við vitnisburð fylgdarmanna Halldórs sýslu-
manns frá árinu 1763.
Þeir segja reyndar ekki að kofinn hafi staðið á syllu heldur á
gnípu. Hjá okkur sem nú lifum er merking orðsins gnípa reyndar
fjallstindur eða fjallsegg ellegar klettatindur en óhugsandi er að
Halldór sýslumaður og fylgdarmenn hans hafi haft þá merkingu í
huga er frá vitnisburðinum var gengið því þar er tekið fram að
gnípan, sem kofinn stóð á, sé um það bil miðja vega í þverhníptu
bergi og því hlýtur merkingin að vera sylla.
Hér er líka á það að líta að sé horft til fjallsins neðan frá bæj-
artóttunum í Drangavík sést að bergið ofan við sylluna myndar
gnípu efst og klettaveggurinn sem liggur í átt til strandar fyrir
neðan sylluna myndar líka gnípu þar sem hann verður hæstur.
Hér ber líka að hafa í huga að í vitnisburðinum frá 1763 er
tekið fram að ógerningur hafi verið að yfirbuga Eyvind og hans
fólk á þessum stað nema með byssum, m. a. vegna þess að þau
höfðu viðað að sér miklu af lausagrjóti til varnar – „en ekki varð
neins staðar að á þá grjóti kastað,“ segir þar. Sú lýsing kemur vel
heim við staðhætti í syllunni sem við teljum kofann hafa staðið á
því bergið ofan við hana slútir fram svo að grjót sem velt var eða
kastað að ofan gat ekki orðið þeim að meini.
Í títtnefndri syllu er nú allmikill gróður, einkum mosi og burni-
rót og við athugun kom í ljós að í mosanum þar leyndist dálítið af
gömlum spýtum. Einhverra tóttaleifa var hins vegar ekki að vænta
því að í vitnisburðinum frá 1763 er tekið fram að öllu „torfi, við og
grjóti“ hafi leitarmenn Halldórs sýslumanns „rutt ofan fyrir ham-
arinn“ og líka rifið upp kofagrunninn.
Þátttakendur í könnunarferð okkar 11. júlí 2010 voru auk mín:
Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði, Guðmundur Ketill Guðfinns-
son frá Reykjafirði í Grv.hr., Þuríður Pétursdóttir, Barðastöðum
11, Reykjavík, Hallgrímur Guðfinnsson frá Reykjafirði í Grv.hr.,
Hjalti Kristgeirsson, Víðivangi 10, Hafnarfirði, Gísli Skarphéðins-
son, Kársnesbraut 83, Kópavogi, Sigurjón Gunnarsson, Klepps-