Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 142
140
ir karldyrum á Felli hreppstjóranum m(onsjö)r Jóni Jónssyni
áheyrandi. Sömuleiðis fyrir karldyrum á Miðhúsum Fells hjáleigu,
heimili Hallgríms Egilssonar, þann 24. Aug. þessa árs 1763. Það
vitna undirskrifaðir.
Þorsteinn Magnússon Ólafur Bjarnason
Upplesið fyrir réttinum, sem haldinn var að Broddanesi þann
10da Septembr. 1763. Test(era)r
Jón Jónsson
Með þetta fyrirkall segjast vitnin vera vel ánægð og vilja eftir
þess innihaldi góðviljuglega mæta og vitna. Hvar fyrir þeim var af
dómaranum svolátandi eiður fyrirlagður sem eftirfylgir, hvörn
þeir að eiðs útþýðingunni fyrir þeim upplesinni aflögðu:
„Eg N. N. sver þann eið og segi það guði almáttugum, að eg
skal segja allt það sannasta og réttasta eg veit í þessari sök, sem eg
er tilkrafður að vitna í og verð tilspurður um hér fyrir réttinum.
Frá hvörju mínu sannsögli mig skal ekkert hindra, hvörki kúgan
eða áeggjan, frændsemi, vinskapur, gúnst eða gæfa, hatur, öfund,
ótti eða nokkuð annað sem réttu og sönnu er gagnstætt. Svo sann-
arlega hjálpi mér guð og hans h(eilaga) orð“ sagði hvör fyrir sig.
Fyrsta vitnið Jón Jónsson fyrir réttinn kallað.
1°. Aðspurður: „Hafið þér séð eður vitað sýslumanninn Hall-
dór Jakobsson hafa haldið í arresti, boltum og járnum sakamann-
inn Eyvind Jónsson?“
Svarar: „Nei“ og aldeilis engu fangahaldi hvörki fyrr né síðar
heldur hafi hann sem frí og frjáls maður laus og liðugur gengið
allan þann tíma, er hann hjá sýslumanninum verið hefur.
2°. Vitnið aðspurt, hvört sýslumaðurinn Halldór hafi haft
nokkra menn, sem hann tilsagt [hafi] nefndan delinkvent
vakta?
Svarar „Nei.“
3°: „[Hvar] hefur delinkventinn sofið?“
Svarar: Þar til hann ha[fði farið] með fálka suður í sumar, hafi
Eyvindur sofið með konu sinni í rúmi á móts við baðstofudyrnar.
En síðan alþing hafi hann á víxl sofið í sínum tveimur fjárhúsum
með konu sinni án allrar aðgæzlu af öðrum mönnum það frekast
hönum vitanlegt sé.