Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 41
39
inn vildi taka þá til veturvistar. Á Melum bjó þá Þórir sonur Þor-
kels á Kerseyri (Kjörseyri). Þorkell var sonur Þrastar er nam land
inn frá Borðeyri ásamt Grenjuði bróður sínum.
„Eitthvert sinn reið Þórir frá Melum til skips og hitti Helga.
Helgi tók allglaðlega við honum og spurði hverju hann vildi
kaupa. Þórir kvað sér nauðsyn á vera að kaupa við „því að hús mín
liggja við velli.““ (Hrómundar þáttur halta (HÞH), Netútgáfan
1998, bls. 2.)
Sleitu-Helgi sagðist skyldi selja honum þann við sem hann
þyrfti, ef hann tæki alla skipverja til veturvistar. Þórir sagðist ekki
geta það. Helgi kvartaði um styggleika héraðsbúa við þá og Þórir
ætti að sýna manndóm sinn í því að taka við þeim. Um þetta munu
þeir hafa þrefað fram og aftur og Þórir færðist jafnan undan að
taka við Austmönnum því hann vissi að heimamenn voru því and-
vígir. Helgi var ekki á því að gefast upp og færðist allur í aukana.
Að lokum hafði hann í hótunum við Þóri, „að hann skyldi fyrir
kostum ráða ef hann tæki við þeim „ella er ósýnt hvort þú ferð
tvívegis.““ (HÞH, bls. 2.)
Þá guggnaði Þórir bóndi og lofaði að veita þeim hús en sjálfir
skyldu þeir fæða sig. Þeir skyldu vinna eið að landslögum fyrir alla
og engan ójöfnuð gera neinum manni. Þetta samþykkti Helgi. Á
Melum voru Austmenn einir í húsi, mötuðust þar og sváfu. Það
kom ekki á óvart að þetta var illa þokkað af sveitungum Þóris.
Hrómundur halti á Fögrubrekku
Á Fögrubrekku, næsta bæ fyrir utan Mela, bjó Hrómundur
halti. Koma Hrómundar að Fögrubrekku var með nokkuð sér-
stökum hætti.
Eyvindur sörkvir, er nam Blöndudal, átti Hrómund í elli með
ambátt sinni. Hrómundur átti Auðbjörgu, dóttur Márs Jörundar-
sonar háls. Hrómundur fór með tengdaföður sínum að berjast
við syni Ingimundar gamla um Deildarhjalla. „Þar vó Hrómundur
Högna son Ingimundar og varð fyrir það héraðssekur milli Jökulsár
í Skagafirði og Hrútafjarðarár.“ (HÞH, bls. 1.) Í þessum bardaga
særðist hann á fæti og var síðan haltur og fékk viðurnefnið halti.
Hrómundur hlýddi dómnum og heldur í vesturátt. Af Hrúta-
fjarðarhálsi blasir Hrútafjörður við og áin sem í hann rennur hlýt-
ur að vera Hrútafjarðará. Skammt vestan við ána er á að líta