Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 8
Formaður Samtaka hernaðar-
andstæðinga segir Vinstri
græna hafa gefið Sjálfstæðis-
flokki eftir stefnu landsins
í utanríkismálum. Alþingi
hafi verið rænt völdum með
bókun í varnarsamningnum
við Bandaríkin í utanríkisráð-
herratíð Lilju Alfreðsdóttur.
ser@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Guttormur Þor-
steinsson, formaður Samtaka
hernaðarandstæðinga, kveðst vera
gapandi yfir því hvernig f lokkur
forsætisráðherra, Vinstri græn, láti
Sjálfstæðisflokknum eftir utanrík-
isstefnuna við ríkisstjórnarborðið.
Fyrir vikið sé svo komið að Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra, skipuð af þeim
f lokki, ráði allri utanríkisstefnu
landsins.
Fréttablaðið greindi frá því á
miðvikudag að vaxandi hernaðar-
umsvifa Bandaríkjahers sjái stað á
Keflavíkurflugvelli, vegna aukinnar
spennu á milli Rússa og Úkraínu-
manna, en fyrir vikið hefur kaf-
bátaleitarflug hersins frá Keflavík
og allt yfir til Eystrasalts aukist til
muna.
Friðþór Eydal, fyrrverandi upp-
lýsingaf ulltrúi Varnarliðisins,
orðaði það svo í fréttinni að herinn
væri í reynd að bygga að nýju upp
aðstöðu sína á vellinum – og koma
þar margir verkþættir til sögunnar,
svo sem uppbygging færanlegrar
aðstöðu fyrir herlið, stækkun flug-
hlaðs fyrir herinn og viðhald á flug-
skýlum. Þá er einnig verið að byggja
upp svæði til að meðhöndla hættu-
legan vopnabúnað og endurnýja
þvottastöð fyrir leitarvélarnar.
Gut tor mu r seg ir að þessi
umskipti í utanríkis- og öryggismál-
um þjóðarinnar megi rekja aftur til
bókunar á varnarsamningi á milli
Íslands og Bandaríkjanna árið 2016,
en þá hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáver-
andi utanríkisráðherra, „opnað á
aukin umsvif Bandaríkjahers á vell-
inum og gefið honum sjálfdæmi um
hvaða vígbúnaðaruppbygging væri
nauðsynleg hér á landi.“
Í reynd hafi Alþingi Íslendinga
verið rænt völdum í þessum efnum
af völdum þessarar bókunar. Hér
ríki fyrir vikið ráðherraræði í utan-
ríkismálum – og einu afskipti þings-
ins séu að fara yfir tilkynningar
ráðuneytisins um hvaða hernaðar-
uppbygging sé næst á döfinni. n
Vinstri græn hafi afsalað sér
stefnunni í utanríkismálum
Frá heræfingu NATO á og við Keflavíkurflugvöll á árinu 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Guttormur
Þorsteinsson,
formaður Sam-
taka hernaðar-
andstæðinga
bth@frettabladid.is
KÓPAVOGUR Theódóra Þorsteins-
dóttir, oddviti Viðreisnar í Kópa-
vogi, hefur lagt fram tillögu um að
undirbúningur á deiliskipulagi á
nýrri íbúðabyggð í Vatnsendahlíð
verði hafinn.
Theódóra telur svæðið glæsileg-
asta byggingarland á höfuðborgar-
svæðinu. Stutt sé í Elliðavatn og
Heiðmörkin sé í bakgarðinum.
Verkefnið þurfi að vinna hratt
því þörfin sé mikil, skólahúsnæði
sé sprungið á þessu svæði. Skipaður
hafi verið starfshópur til úrbóta.
„Þetta er klárlega kosningamál,“
segir Theódóra. n
Vill flýta skipulagi fyrir nýjar íbúðir
Theódóra
Þorsteins-
dóttir, oddviti
Viðreisnar í
Kópavogi
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ö
n
n
u
n
Bókasafnasjóður
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2022
Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og
samstarfsverkefni á sviði bókasafns- og upplýsingamála.
Sjóðnum er heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla
faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan.
Fyrir hverja:
Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrk,
ein eða í samstarfi með öðrum bókasöfnum og/eða aðilum
sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu.
Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 15.00.
Umsóknum skal skilað rafrænt, umsóknargögn
eru að finna á rannis.is.
Rannís, Borgartúni 30,
sími 515 5838,
bokasafnasjodur@rannis.is.
Aukin þjónusta
við eldri borgara
Með því að velja 4 þegar hringt er í þjónustuverið
í síma 444 7000 fá eldri borgarar forgang að
þjónusturáðgjöfum sem aðstoða við hvaðeina
sem snýr að bankaþjónustu.
8 Fréttir 29. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ