Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 96
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Ég hef venjulega verið heilsu- hraustur um dagana. Það kom mér því verulega á óvart þegar hjartað fór að slá feilpúst eins og biluð bátsvél. Tveimur hjartaþræðingum og umfangsmiklum rannsóknum síðar lá fyrir greining og meðferð. Ég fór heim með pillur í öllum regnbogans litum með alls konar virkni og aukaverkunum. Mér skildist fljótlega að fólk hefur ofurtrú á lækningakrafti hjartaþræðinga. „Ertu ekki mikið betri?“ var sagt. „Nei,“ sagði ég, „þetta gengur hægt.“ Flestir verða fyrir vonbrigðum og rekur í vörð- urnar. Ég fór því að bera mig vel og svara: „Þetta er allt að koma!“ Viðmælandanum leið strax betur. Það er hlutverk hvers sjúklings að sjá til þess að aðstandendum og umhverfi líði vel. Þormóður Kol- brúnarskáld gerði lítið úr sárum sínum á Stiklastöðum þótt ör stæði gegnum hjartað. Hann vildi ekki valda lækninum sínum áhyggjum og dó skömmu síðar, eins og sagt er frá í Fóstbræðrasögu. Ég ræddi málin við ágætan hjartalækni fyrir skemmstu. Hann sagði að ég væri lukkunnar pam- fíll. „Framfarir eru svo miklar í hjartalækningum að menn deyja ekki lengur úr þessum sjúkdómum. Það eru því mikil forréttindi að vera hjartasjúklingur. Við læknum þig ekki, en sjúkdómurinn drepur þig ekki heldur. Vertu stoltur af því að vera hjartveikur og njóttu athyglinnar sem því fylgir. Gakktu í landssamtökin og berðu þig vel með yfirlætisfullum þjáningarsvip. Taktu lyfin þín samviskusamlega og fagnaðu saklausum aukaverk- unum eins og getuleysi, harðlífi og svima. Dauðinn kemur svo fyrr eða síðar dulbúinn sem kvef, byssukúla eða elliglöp.“ Ég þakkaði hjarta- lækninum og gekk brosandi út í vetrarhríðina með nýjan skilning á sjúklingshlutverkinu. n Hjartans mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.