Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 64
Sérfræðingar ÍSOR rannsaka jarðrænar auðlindir landsins og meta hvort og hvernig má nýta þær með sem bestum hætti, en forstjóri ÍSOR segir að það sé þörf á mun meiri rannsóknum á auðlindum landsins, svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir varð- andi bæði nýtingu og friðun. „Íslenskar Orkurannsóknir hafa það lögbundna hlutverk að annast rannsóknir á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlinda- mála. Við höfum nýlega farið gegnum stefnumótun þar sem hlutverk okkar var að nokkru leyti endurskilgreint og er nú lögð sér- stök áhersla á að styðja við stefnu stjórnvalda hvað varðar sjálfbæra nýtingu jarðrænna auðlinda,“ segir Árni Magnússon, forstjóri Íslenskra Orkurannsókna (ÍSOR). „Við höfum verið starfandi í að verða 80 ár. ÍSOR var fyrst hluti af Orkustofnun en árið 2003 var rannsóknaþátturinn skilinn frá og ÍSOR varð sjálfstæð eining.“ Leggja mat á auðlindir landsins „Hjá okkur starfa margir sér- fræðingar innan jarðvísinda, í víðasta skilningi þess hugtaks, og við erum þau sem leggjum mat á hvar jarðrænar auðlindir okkar eru og hvernig má nýta þær með sem bestum hætti, nú eða friða ef því er að skipta,“ segir Árni. „Við höfum komið að meira eða minna öllum rannsóknum sem hafa leitt til ákvarðana um annað hvort friðun eða nýtingu jarðhitaauðlinda, þannig að það má segja að við séum undanfari framkvæmda á því sviði. Okkar fólk leggur mat á hvers eðlis auðlindirnar eru, hvaða magn um ræðir, aðgengi og annað sem skiptir máli, þegar kemur að nýtingu þeirra með hagkvæmum hætti. Við svörum spurningum eins og hversu endurnýjanleg auð- lindin er, metum og höfum eftirlit með nýtingu hennar, þannig að hún sé sjálfbær til framtíðar,“ útskýrir Árni. „Þannig tryggjum við með besta móti að ganga ekki á auðlind meira en hún þolir með hagsmuni framtíðar í huga, um leið og við aukum lífsgæði í nútímanum og til framtíðar, með sjálfbærni að leiðarljósi.“ Mikil þörf á frekari rannsóknum „Ég vil meina að það hafi alltaf verið í genamengi okkar hér á ÍSOR og raunar Íslendinga almennt, að horfa á umhverfis- og loftslagsmál út frá lögmálum sjálfbærni. Þegar við hófum stefnumótunarvinnuna fyrir rúmu ári kom það sífellt betur í ljós að okkar viðfangsefni er í grunninn sjálfbær þróun,“ segir Árni. „Íslensk þjóð er líka sérlega heppin að eiga þessar ríkulegu endurnýjanlegu orkulindir sem er hægt að nýta með sjálfbærum hætti. En þessar auðlindir eru ekki óþrjótandi og við þurfum að umgangast þær af virðingu og þekkingu sem byggja á rannsókn- um og reynslu. Þess vegna höfum við meðal annars lagt áherslu á mikilvægi þess að fara í frekari rannsóknir og kortlagningu á jarð- fræði Íslands. Það kortlagningar- verkefni erum við að vinna með Náttúrufræðistofnun Íslands, fyrir umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytið, en það mun taka 65 ár á núverandi hraða, sem ræðst af fjármögnun,“ segir Árni. „Við þurfum að vita hvaða auð- lindir við eigum, ekki bara til að gera áætlun um nýtingu, heldur líka verndun og friðun. Við höfum mikinn áhuga á að kanna betur og rannsaka auðlindir okkar utan hefðbundinna virkjanasvæða, því rannsóknir hafa fyrst og fremst verið stundaðar innan þeirra og það sem er utan þeirra er mun minna þekkt,“ segir Árni. „Það er hagsmunamál fyrir þjóðina að rannsaka frekar hvað hún á, til að átta sig á stöðunni og geta tekið upplýstar ákvarðanir.“ Fjölbreytt rannsóknarverkefni „Okkar stærstu viðskiptavinir eru íslensku orkufyrirtækin, en við seljum í auknum mæli þjónustu okkar til annarra fyrirtækja einn- ig. Einn vaxtarsprotinn undan- farin misseri er á sviði fiskeldis á landi, sem allt bendir til að verði atvinnugrein í örum vexti næstu ár og jafnvel áratugi. Þjónusta og verkefni ÍSOR skiptist annars í þrjú meginsvið: könnun, nýtingu auk vöktunar og fræðslu. Könnunin snýr að kortlagningu á jarðfræði Íslands, en ÍSOR hefur líka verið ráðgjafi stjórnvalda um ýmsar rannsóknir á hafsbotni,“ segir Árni. „Það kemur inn á land- grunnsréttindi, en gengur líka út á að þekkja eðli hafsbotnsins og hvað hann hefur að geyma, sem sagt út frá náttúruvá og hvort jarðlög þar undir geymi auðlindir, nýtanlegar eða ekki. Við tökum að okkur að meta gæði úttekta á auðlindum og rýna í áreiðanleika þeirra fyrir orku- fyrirtæki, stjórnvöld, fjármögn- unaraðila og opinberar stofnanir eins og Alþjóðabankann og stóra alþjóðlega þróunarbanka um allan heim,“ útskýrir Árni, en sem dæmi má nefna að ÍSOR hefur komið að ýmsum verkefnum í meira en 50 löndum. „Þegar kemur að nýtingu, til dæmis á jarðhitaborholu, erum við í upphafi að vinna jarðfræði- líkön til að átta okkur á aðstæðum og svo hefjum við mælingar þegar byrjað er að bora. Eftir að borun lýkur fylgjumst við með gæðum og metum afköst,“ segir Árni. „Við setjum líka fram hugmyndalíkön fyrir jarðhitakerfi og reynum að spá fyrir um hvernig heilu kerfin gætu litið út og hverju þau gætu afkastað. Það er forsenda ákvarðanatöku um sjálfbæra nýtingu til framtíðar. Á sviði vöktunar erum við meðal annars að fylgjast með viðbrögðum jarðhitakerfa við nýtingu og hvort það verði breytingar sem gefa tilefni til að breyta vinnslunni,“ útskýrir Árni. „Við rekum líka öfluga efnarannsóknastofu sem er sérútbúin til að greina vatnssýni, gufu og gassýni, ásamt bergi og föstum efnum. Við vöktun á jarð- hitasvæðum tökum við vatnssýni úr borholunum og fylgjumst með því hvort efnasamsetning sé að breytast, metum hvort hætta sé á útfellingum eða tæringu málma og fylgjumst með áhrifum vinnslu á jarðhitakerfin, sem dæmi. Við fylgjumst einnig með jarðskjálfta- virkni í grennd við vinnslusvæði og fáum þannig upplýsingar um lekt í berginu. Við höfum enn fremur veitt fyrirtækjum ráðgjöf þegar óska þarf eftir nýtingarleyfi á ein- stökum svæðum.“ Tóku við rekstri Jarðhitaskólans „Stór og vaxandi hluti af starfi okkar er svo fræðsluhlutinn. Það urðu ákveðin vatnaskil fyrir ári þegar GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu hjá utanríkis- ráðuneytinu, samdi við ÍSOR um að reka Jarðhitaskólann, sem við getum sannarlega verið stolt af,“ segir Árni. „Skólinn á sér 40 ára sögu um miðlun þekkingar Íslendinga á nýtingu jarðhita, fyrst og fremst til þróunarlanda, og á áttunda hundrað nemenda hefur farið gegnum hann. Við tókum við hýsingu og rekstri skólans, sem er mjög skemmtilegur hluti af starfseminni. Hér fyllist allt af vel menntuðu fólki héðan og þaðan úr heiminum, sem kemur saman til að læra meira og hljóta þjálfun. Það tekst á við raun- veruleg verkefni, en yfirleitt taka nemendur með sér viðfangsefni að heiman og koma hingað til að fá leiðbeiningar og handleiðslu frá færustu sérfræðingum í heimi,“ segir Árni. „Auk kennslu við skólann kennir okkar fólk líka við íslensku háskólana og við höfum tekið að okkur kennslu og þjálfun hér og þar um heiminn, bæði á eigin vegum og Jarðhitaskólans.“ Stöndum tæpt með heita vatnið „Sífelld aukning á heitavatnsnotk- un hefur valdið okkur ákveðnum áhyggjum. Þjóðin er að stækka, ferðaþjónusta tekur sitt og alls konar iðnaður og hugmyndir um uppbyggingu treysta á heitt vatn,“ segir Árni. „En við vitum tiltölu- lega lítið um lághitasvæðin utan þeirra svæða sem við erum að nýta í dag og þó að okkur finnist heita- vatnsnotkunin sjálfsögð, þá sjáum við líka að þetta er brothætt. Það má til dæmis lítið út af bregða til að höfuðborgarbúar séu hvattir til að fara sparlega með heita vatnið. Við stöndum dálítið tæpt þegar kemur að því að tryggja öllum aðgang að heitu vatni. Margar minni hita- veitur um allt land eru komnar til ára sinna og hafa ekki burði til að standa undir kostnaði við frekari rannsóknir og uppbyggingu. Í nýrri orkustefnu er talað um orkuafhendingaröryggi og komið inn á þetta. Það skiptir verulegu máli að huga að aðgengi almenn- ings að heitu vatni, en í þessu samhengi skiptir líka máli að átta sig á því hver á að standa undir kostnaði við þessar rannsóknir, einstaka hitaveitur sem hafa lítið fjármagn eða samfélagið í heild,“ segir Árni. „ÍSOR er ekki á fjárlögum heldur öflum við okkar tekna með sölu á þjónustu og notum arðinn af því til að uppfylla okkar lagalegu skyldu til að stunda rannsóknir. Við sem þjóð þurfum að ákveða hvaðan fjármagn á að koma til að rann- saka hvað við eigum af heitu vatni og hvernig við getum nýtt það. Undirbúningur og rannsóknir fyrir virkjun jarðhita, hvort sem er til beinnar nýtingar eða raf- orkuframleiðslu, eru tímafrek og það getur liðið allt að áratugur frá því að farið er af stað þar til nýting hefst. Því lengur sem við bíðum með að bregðast við þessu, því erfiðara verður það. Að lokum vil ég segja að ég tel að ÍSOR, með sínu endurskil- greinda hlutverki og áherslu á sjálfbæra þróun, sé mjög ákjósan- legur vinnustaður fyrir ungt og vel menntað fólk sem vill gera samfélaginu gagn,“ segir Árni. „Það eru spennandi tímar fram undan og við þurfum alltaf á góðu fólki að halda.“ n Verðum að vita hvað við eigum Árni Magnús- son, forstjóri Íslenskra orku- rannsókna, segir að við þurfum að rannsaka mun betur hvaða jarðrænu auðlindir Ísland hefur að geyma. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Þessar auðlindir eru ekki óþrjót- andi og við þurfum að umgangast þær af virð- ingu og þekkingu sem byggja á rannsóknum og reynslu. 8 kynningarblað 29. janúar 2022 LAUGARDAGURORK A ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.