Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 6
Það er náttúrulega ekki gott fyrir einn né neinn að vita ekki hvort hægt verði að borga laun. Baldur Guðmundsson Hraun- fjörð, vaktstjóri á Veður barnum Verum vakandi yfir umræðunni og sam- þykkjum ekki skilmála í blindni. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar Verðbólga hefur ekki mælst meiri í tæplega tíu ár. ÚTSÖLULOK 20% AUKA AFSLÁTTUR AF ALLRI ÚTSÖLUVÖRU kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Persónuvernd brýnir fyrir fólki að vera meðvitað um netnotkun sína. Beita skuli gagn- rýninni hugsun þegar við hleypum vefsíðum og forritum inn í þær upplýsingar sem síminn getur safnað um okkur. „Verum vakandi yfir umræðunni og samþykkjum ekki skilmála í blindni,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar. Í gær greindi Fréttablaðið frá nýrri könnun Evrópusambandsins þar sem kom í ljós að Íslendingar voru undir meðallagi hvað varðar marga f lokka netnotkunar. Til dæmis værum við síður meðvituð um vafrakökur og værukærari þegar kæmi að upplýsingasöfnun í auglýs- ingatilgangi. Helga bendir á að ríkar skyldur séu settar á þá sem vinna per- sónuupplýsingar í lögum um hvaða upplýsingar megi vinna, í hvaða til- gangi, hverjir fái aðgang og fleira í þeim dúr. „Ýmis fyrirtæki hafa séð hag sinn í því að stíga fram fyrir skjöldu og bjóða einstaklingum upp á meiri stjórn yfir sínum upplýsingum heldur en við höfum áður séð og því ber að fagna,“ segir Helga. „Á sama tíma hafa önnur fyrirtæki verið gagnrýnd harkalega fyrir að villa um fyrir notendum sínum, til dæmis með óþarflega f lóknum samþykkisferlum, óskýrri fræðslu til notenda, áframsendingu upp- lýsinga til óviðkomandi og fleira.“ Háttsemi þeirra sé nú til skoð- unar hjá systurstofnun Persónu- verndar á Írlandi og niðurstöðu að vænta bráðlega. Helga segir Evr- ópureglur mun strangari en þær bandarísku. Í Bandaríkjunum hafi leyniþjónustan nær óheftan aðgang að upplýsingum og því sé miklum takmörkunum háð hvaða upp- lýsingar megi f lytja frá Evrópu til Bandaríkjanna. ■ Persónuvernd hvetur til gagnrýninnar hugsunar á netinu Breytingar á sóttvarna- reglum tóku gildi á miðnætti og má nú til að mynda opna bari og skemmtistaðir á ný. Starfsmaður á Veðri segist spenntur að geta mætt aftur til vinnu. Til stendur að öllum takmörkunum verði aflétt á næstu sex til átta vikum. ingunnlara@frettabladid.is COVID-19 Almennar fjöldatakmark- anir fóru úr tíu í fimmtíu manns á miðnætti. Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra tilkynnti á blaða- mannafundi í gær að á næstu sex til átta vikum yrði öllum takmörk- unum aflétt. Á miðnætti tóku gildi breyt- ingar á sóttvarnaaðgerðum. Auk breytinga á fjöldatakmörkunum tóku gildi breytingar á nándar- reglu sem er nú einn metri í stað tveggja metra. Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstaðir og skíðasvæði mega hafa opið með 75 prósenta af köstum og íþróttakeppnir eru heimilar með 50 þátttakendum. Nú eru áhorfendur einnig heimilaðir á íþróttakeppnir. Hámarksfjöldi í verslunum er 500 manns og sami fjöldi er heimill á sitjandi viðburðum. Ekki er gerð krafa á neikvætt hraðpróf hjá gest- um á viðburðum. Viðhalda skal eins metra nándarreglu á milli óskyldra einstaklinga á viðburðum. Heimilt er að opna krár, skemmti- staði og spilasali á ný og leyfilegt er að taka á móti gestum til klukkan ellefu á kvöldin en allir skulu hafa yfirgefið staðinn á miðnætti. Mikil óánægja hefur ríkt hjá eigendum og starfsfólki skemmtistaða eftir að þeim var skylt að loka enn á ný þann 15. janúar síðastliðinn en veitinga- stöðum og kaffihúsum var heimilt að hafa opið. Baldur Guðmundsson Hraun- fjörð, vaktstjóri á Veður barnum á Klapparstíg, segist spenntur fyrir því að fá að fara aftur í vinnuna. Mikil óvissa hafi ríkt hjá starfsfólki á börum og skemmtistöðum. „Það er bara búið að vera þannig meira og minna í tvö ár að við vitum lítið um það hvenær við eigum að mæta í vinnuna og hvort við fáum útborgað.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Baldri var hann í óðaönn að undir- búa opnun barsins í kvöld. Hann segir að mestallt sé tilbúið enda hafi starfsfólk nýtt tímann vel í tiltekt og annan undirbúning. „Við erum búnir að mæta hérna og halda hlut- unum gangandi þrátt fyrir lokanir. Þrífa og svona en það verður frábært að fá fólk inn til okkar í kvöld.“ Spurður út í þá óvissu sem hann nefnir hér að framan segir Baldur mikið álag hafa fylgt lokununum síðustu tvö ár fyrir alla þá sem starfi á börum og skemmtistöð- um. „Það er náttúrulega ekki gott fyrir einn né neinn að vita ekki hvort hægt verði að borga laun eða hvort vinnustaðurinn manns loki á morgun eða opni á hinn,“ segir hann. „Núna bara krossar maður fing- ur um að þessu linni og að hlut- irnir séu að færast í eðlilegra horf,“ segir Baldur. ■ Krossa fingur um að óvissu sé lokið Nú má opna krár, skemmtistaði og spilasalir á ný, en gestum er gert að yfirgefa staðina á miðnætti. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI bth@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Seðlabankastjóri vill engu svara um verðbólgutölur að svo stöddu, enda sé vaxtaákvörð- unarfundur rétt handan við hornið. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Ásgeiri Jónssyni seðlabanka- stjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins. Verðbólga hefur ekki mælst meiri í tæp tíu ár. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða. Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 5,7 og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna eins mikla verðbólgu. Hiti, rafmagn og húsaleiga hækk- ar mest. Matur og drykkjarvara fór upp í verði upp um 1,3 prósent og er frek- ari verðhækkun í pípunum, að sögn talsmanna stórmarkaða. Sérfræðingar búast við stýri- vaxtahækkun hjá Seðlabankanum eftir helgi. ■ Seðlabankastjóri vill engu svara um verðbólguna  Ásgeir Jónsson, seðlabanka- stjóri 6 Fréttir 29. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.