Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 23
Heimilis-
lífið hjá
mér þegar
ég var lítill
var í
engum
skorðum
og það ríkti
mikið
stjórnleysi
en maður
einhvern
veginn
þraukar.
Við fórum
bara í partí
og djömm-
uðum til
sjö. Þá
vorum við
sóttir á
hvítum
golfbíl og
spiluðum
þetta gigg
og svo
annað
seinna
sama dag.
Á Mínus-ár-
unum ferðaðist
Bjössi um allan
heim og spilaði
á tónleikum.
Nú æfir hann
sig í því að lifa
í núina og ögra
sjálfum sér.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
margt og að hann líti öðrum augum
á dauðann. Það hafi þó tekið hann
langan tíma að vinna úr áfallinu og
því að alast upp við alkóhólisma.
„Ástæðan fyrir því að ég tala um
þetta er samt sú að þó að maður alist
upp í svona aðstæðum þá er hægt
að gera allt sem maður vill ef maður
vinnur í sjálfum sér,“ segir Bjössi.
„Heimilislífið hjá mér þegar ég
var lítill var í engum skorðum og
það ríkti mikið stjórnleysi en maður
bara einhvern veginn þraukar. Þegar
ég var fjórtán ára var ég tekinn út úr
aðstæðunum, þetta var bara orðið
hættulegt og ég f lutti til bróður
míns, hann tók mig að sér. Hann er
rosalega góður og það eru þau öll
systkini mín. Ef ég hefði ekki átt þau
þá væri sagan einhvern veginn öðru-
vísi,“ útskýrir Bjössi.
„Þegar maður elst upp í svona þá
hefur það áhrif og ég hef þurft að
vinna í því og ala sjálfan mig upp. Ég
fékk rangar upplýsingar í uppeldinu.
Ég fékk þær upplýsingar að stundum
mætti ég ljúga og að maður þyrfti
alltaf að lesa í aðstæður,“ segir hann.
„Þetta er mjög óheilbrigt og það
er fullt af fólki sem verður undir í
svona. Fer í neyslu eða ofbeldissam-
bönd eða tekur fáránlegri hegðun
sem gefinni og það er það sem ég
upplifði en það er hægt að komast
út úr því.“
Reiður trommari
Bjössi segist hafa upplifað mikinn
kvíða og reiði á sínum yngri árum
en að tónlist hafi hjálpað honum
mikið. Hann spilar á trommur og
var í rokkhljómsveitinni Mínus í
mörg ár. Hljómsveitin ferðaðist um
allan heim og spilaði fyrir þúsundir
manna.
„Ég var dofinn og ég tæklaði þetta
mikið á reiðinni. Var mjög tilfinn-
ingalega dramatískur, þess vegna fór
ég að spila músík og spila hana eins
og ég geri, með öllum líkamanum.
Hverjir einustu tónleikar voru bara
þerapía,“ segir Bjössi og bætir við
að þegar hann byrjaði í Mínus hafi
hann hitt bræður sína, stráka sem
skildu hann.
„Við bara skildum hver annan og
þurftum ekkert að ræða það neitt
meira. Við erum allir með einhverja
bresti og fengum útrás þarna, þess
vegna verður Mínus eins og hún er,
eitthvert sturlað fyrirbæri,“ segir
Bjössi.
Mínus-árunum fylgdi mikið af
ferðalögum, giggum og partíum en
einnig mikil óvissa. „Þessi Bjössi sem
gerði þetta allt er gamli Bjössi. Það
væri mjög gaman að hitta hann og
tala við hann af því að hann var á svo
hraðri ferð, á 220 kílómetra hraða
alltaf,“ segir Bjössi.
„Ég man ekki eftir helmingnum af
þessum árum og ferðalögum en það
er ekki af því ég var svo fullur heldur
bara af því að hugurinn á mér var á
svo miklu spani og ég var svo kvíð-
inn, stundum vissi ég ekkert hvar ég
var og ef ég væri að gera þetta núna
myndi ég njóta þess betur og skoða
þessa staði sem við fórum á,“ bætir
hann við.
Óvissan á ferðalögunum sneri oft
að því hvar Bjössi og félagar hans í
Mínus skyldu sofa. Hann á minn-
ingar af því að sofa á sófum og Lazy
Boy-stólum hér og þar, og í eitt skipti
var hann bitinn af könguló á meðan
hann svaf á sófa í Bandaríkjunum.
„Stundum kom bara rúta og sótti
okkur, með kojum og Playstation
og allt var bara geggjað en stundum
vissum við ekkert hvar við ættum
að sofa og hlutirnir gátu breyst
mjög hratt,“ segir Bjössi og tekur
sem dæmi þegar Mínus spilaði á
Reading-tónlistarhátíðinni í Bret-
landi árið 2004.
„Við fáum bara þær upplýsingar
að ein hljómsveit hafi dottið út og að
við séum að spila fyrir tuttugu þús-
und manns á Reading í næstu viku,“
segir Bjössi. „Giggið“ var klukkan
tólf á hádegi og þangað mætti hljóm-
sveitin gjörsamlega ósofin.
„Við förum bara í partí kvöldið
áður og djömmuðum til sjö. Þá
vorum við sóttir á hvítum golfbíl og
spiluðum þetta gigg og svo annað
seinna saman dag. Þetta er eitthvað
sem maður myndi aldrei gera í dag,
en það er til vídeó frá þessu og við
vorum geggjaðir,“ segir Bjössi.
„Í seinna gigginu hituðum við
upp fyrir band sem heitir Avenged
Sevenfold, þar kynntist ég trommu-
leikaranum og við urðum ágætis
félagar. Ég fylgdist með honum verða
að stórstjörnu í Bandaríkjunum og
svo einn daginn er hann bara dáinn,
hann drakk sig í hel,“ segir Bjössi
sem sjálfur hætti að drekka fyrir
þrettán árum.
„Það er orðið svo langt síðan að
ég er eiginlega hættur að hugsa
um það, en guð minn góður hvað
ég hugsaði mikið um það fyrstu
tvö árin,“ segir Bjössi. Hann segir
alla skemmtun í lífi sínu hafa verið
tengda einhvers konar hugbreyt-
andi ástandi.
„Þegar maður er í þessum lífsstíl,
þessum rokkaralífsstíl, þá er ekk-
ert normalt við lífið. Á meðan allir
æskuvinir mínir og félagar voru í
menntaskóla þá var ég í rútu ein-
hvers staðar að bíða eftir giggi eða
að semja plötu, ég þurft ekki að
vakna klukkan átta á morgnana í
mörg ár,“ segir hann.
„Okkur fannst ekkert athugavert
við það að alls staðar þar sem maður
var, var maður í kringum áfengi.
Það var ekkert athugavert við það
að drekka í vinnunni en svo þegar
maður eignast börn og fjölskyldu
þá verður það athugavert,“ bætir
Bjössi við en hann eignaðist sitt
fyrsta barn þegar hann var 25 ára
gamall með eiginkonu sinni, Írisi
Dögg Einarsdóttur ljósmyndara,
sem þá var 21 árs.
Saman í tuttugu ár
Þau Íris og Bjössi hafa verið saman
í 20 ár og þegar hann talar um hana
má sjá glampa í augum hans. „Hún
er besti vinur minn,“ segir hann og
brosir.
„Fyrst og fremst erum við ást-
fangin og við ræktum sambandið
okkar. Við höfum gengið í gegnum
svo margt og höfum barist fyrir
sambandinu okkar og núna erum
við að uppskera það sem við höfum
sáð,“ segir hann.
„Hún er einstök, ekki bara falleg
heldur er hún með rosalegt hjarta.“
Íris og Bjössi eiga saman þrjú
börn, tveggja ára, tíu ára og sextán
ára. Hann segir þau rétt nú vera að
átta sig á því hver „gamli Bjössi“ sé,
hann hafi ekki alltaf verið leikari.
Bjössi fer nú með hlutverk Bubba
Morthens í sýningunni 9 líf í Borg-
arleikhúsinu. Sýndar hafa verið
yfir 60 sýningar af verkinu og segir
Bjössi hlutverkið bæði krefjandi og
skemmtilegt. Þá hefur þróast ein-
stök og einlæg vinátta með þeim
Bubba, þeir eru til að mynda saman
í vídeó-klúbbi. Hittast á daginn,
horfa á stríðsmyndir og fá sér popp
og kók.
„Bubbi mætir snemma á allar sýn-
ingar og er með okkur. Svo kom það
einhvern veginn upp að við fíluðum
báðir stríðsmyndir og við vorum
alltaf að ræða þær, úr því varð svo
þessi vídeó-klúbbur þar sem við
Bubbi hittumst um hádegi og horf-
um á eina mynd og svo getum við
talað um hana á sýningunni,“ segir
Bjössi.
Þá segir hann þá vinina einnig
deila þeirri reynslu að hafa verið
rokkarar, þeir hafi farið í sama
ferðalagið. „Ég get sagt þér frá Mínus
en það er annað þegar ég hitti ein-
hvern sem segir: Ég skil þig. Þetta er
nákvæmlega sama dæmið og Utan-
garðsmenn fóru í. Allt fólkið sem
vildi vera með þeim, ruglið og rifr-
ildin, þetta er eitthvað sem maður
þarf að ganga í gegnum til að skilja.“
Nýjasta verkefni Bjössa er nýr
sjónvarpsþáttur, Glaumbær, sem
framleiddur er af Glassriver og hóf
göngu sína á Stöð 2 í gær. Um er að
ræða tónlistarþátt þar sem Bjössi
fær til sín góða gesti og djammar
með þeim. „Þema þáttarins er að
í hverjum þætti er valið orð, það
getur verið unglingurinn, geimur-
inn eða hvað sem er, í gær var það
djamm og þá tókum við djamm-
lög, og ræðum okkar á milli hvað
er okkar djammlag og syngjum
þau og spilum. Mitt er til dæmis
No One Knows með Queens of the
Stone Age.“
Bjössi er á sama tíma spenntur
og stressaður fyrir því að vera með
sinn eigin sjónvarpsþátt. „Gamli
Bjössi hefði aldrei sett sig í þessar
aðstæður en í dag geri ég í því að
ögra sjálfum mér. Að sýna svona oft
í leikhúsinu kennir manni að vera
hugrakkur og gera þetta bara, prufa
nýja hluti. Þar stækkar maður.“ n
Helgin 23LAUGARDAGUR 29. janúar 2022 FRÉTTABLAÐIÐ